Þjálfari meistaranna slasaði sjálfan sig við að reyna að kveikja í sínum strákum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 23:30 Ed Orgeron eða Coach O eins og hann er alltaf kallaður. Getty/Alika Jenner Ed Orgeron er enginn venjulegur þjálfari hjá engu venjulegu liði. Strákarnir hans í LSU fótboltaliðinu fullkomnuðu magnað tímabil í nótt. LSU tryggði sér þá bandaríska meistaratitilinn og fullkomið 15-0 tímabil með því að vinna Clemson, 42-25, í úrslitaleik. Ed Orgeron hefur vakið mikla athygli fyrir framkomu sína og svakalegar sögur af honum sem koma að því virðist úr hverju horni. Jú þetta er maður sem kallar ekki allt ömmu sína. Lífsreynslan lekur af honum, hann lítur út fyrir að geta haldið aftur af heilum her og röddin hans er engu öðru lík. Coming from Coach O, you already know. Geaux Tigahs #NationalChampionshippic.twitter.com/bxJH5gTXET— ESPN (@espn) January 14, 2020 Ed Orgeron tók við LSU liðinu tímabundið í september 2016 þegar þjálfari þess var rekinn en Orgeron hafði þá þjálfað varnarlínu liðsins í eitt ár. Hann er ennþá þjálfari liðsins og nýlokið tímabil er mögulega eitt það besta í sögunni hjá bandarísku háskólafótboltaliði. Titlar LSU á þessu tímabili eru þeir fyrstu á löngum þjálfaraferli Ed Orgeron en hann er nú 58 ára gamall. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt þar á meðal baráttu við áfengi og það var vera rekinn úr starfi sem þjálfari Ole Miss fyrir tuttugu árum síðan. Hann var í raun hættur að þjálfa þegar LSU bauð honum starf sem varnarlínuþjálfari liðsins og nú stendur hann uppi sem meistaraþjálfari í fyrsta sinn. Ed Orgeron mætti í úrslitaleikinn með skurð á höfðinu en hann veitti sér honum sjálfur þegar hann var að reyna að kveikja í sínum strákum fyrir úrslitaleikinn. Hvatningarræður hans í klefanum eru víst engu öðru líkar. "The cut on Orgeron's head came from a punch he gave himself after a practice to get his guys fired up." Iconic Coach O. #NationalChampionshippic.twitter.com/aQ0gbRTkRJ— ESPN (@espn) January 14, 2020 LSU hélt upp á sigurinn í dag og hér fyrir neðan má sjá Ed Orgeron þjálfara í miklu stuði. Hann gekk um götur Baton Rouge og lét öllum illum látum. Jú þarna fer vissulega mjög sáttur þjálfari eftir eitt ótrúlegasta tímabil liðs í sögu bandarískra háskólaíþrótta. Coach O may kill a man tonight pic.twitter.com/wKKFyZ0c81— Barstool Sports (@barstoolsports) January 14, 2020 Íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Ed Orgeron er enginn venjulegur þjálfari hjá engu venjulegu liði. Strákarnir hans í LSU fótboltaliðinu fullkomnuðu magnað tímabil í nótt. LSU tryggði sér þá bandaríska meistaratitilinn og fullkomið 15-0 tímabil með því að vinna Clemson, 42-25, í úrslitaleik. Ed Orgeron hefur vakið mikla athygli fyrir framkomu sína og svakalegar sögur af honum sem koma að því virðist úr hverju horni. Jú þetta er maður sem kallar ekki allt ömmu sína. Lífsreynslan lekur af honum, hann lítur út fyrir að geta haldið aftur af heilum her og röddin hans er engu öðru lík. Coming from Coach O, you already know. Geaux Tigahs #NationalChampionshippic.twitter.com/bxJH5gTXET— ESPN (@espn) January 14, 2020 Ed Orgeron tók við LSU liðinu tímabundið í september 2016 þegar þjálfari þess var rekinn en Orgeron hafði þá þjálfað varnarlínu liðsins í eitt ár. Hann er ennþá þjálfari liðsins og nýlokið tímabil er mögulega eitt það besta í sögunni hjá bandarísku háskólafótboltaliði. Titlar LSU á þessu tímabili eru þeir fyrstu á löngum þjálfaraferli Ed Orgeron en hann er nú 58 ára gamall. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt þar á meðal baráttu við áfengi og það var vera rekinn úr starfi sem þjálfari Ole Miss fyrir tuttugu árum síðan. Hann var í raun hættur að þjálfa þegar LSU bauð honum starf sem varnarlínuþjálfari liðsins og nú stendur hann uppi sem meistaraþjálfari í fyrsta sinn. Ed Orgeron mætti í úrslitaleikinn með skurð á höfðinu en hann veitti sér honum sjálfur þegar hann var að reyna að kveikja í sínum strákum fyrir úrslitaleikinn. Hvatningarræður hans í klefanum eru víst engu öðru líkar. "The cut on Orgeron's head came from a punch he gave himself after a practice to get his guys fired up." Iconic Coach O. #NationalChampionshippic.twitter.com/aQ0gbRTkRJ— ESPN (@espn) January 14, 2020 LSU hélt upp á sigurinn í dag og hér fyrir neðan má sjá Ed Orgeron þjálfara í miklu stuði. Hann gekk um götur Baton Rouge og lét öllum illum látum. Jú þarna fer vissulega mjög sáttur þjálfari eftir eitt ótrúlegasta tímabil liðs í sögu bandarískra háskólaíþrótta. Coach O may kill a man tonight pic.twitter.com/wKKFyZ0c81— Barstool Sports (@barstoolsports) January 14, 2020
Íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira