Þjálfari meistaranna slasaði sjálfan sig við að reyna að kveikja í sínum strákum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 23:30 Ed Orgeron eða Coach O eins og hann er alltaf kallaður. Getty/Alika Jenner Ed Orgeron er enginn venjulegur þjálfari hjá engu venjulegu liði. Strákarnir hans í LSU fótboltaliðinu fullkomnuðu magnað tímabil í nótt. LSU tryggði sér þá bandaríska meistaratitilinn og fullkomið 15-0 tímabil með því að vinna Clemson, 42-25, í úrslitaleik. Ed Orgeron hefur vakið mikla athygli fyrir framkomu sína og svakalegar sögur af honum sem koma að því virðist úr hverju horni. Jú þetta er maður sem kallar ekki allt ömmu sína. Lífsreynslan lekur af honum, hann lítur út fyrir að geta haldið aftur af heilum her og röddin hans er engu öðru lík. Coming from Coach O, you already know. Geaux Tigahs #NationalChampionshippic.twitter.com/bxJH5gTXET— ESPN (@espn) January 14, 2020 Ed Orgeron tók við LSU liðinu tímabundið í september 2016 þegar þjálfari þess var rekinn en Orgeron hafði þá þjálfað varnarlínu liðsins í eitt ár. Hann er ennþá þjálfari liðsins og nýlokið tímabil er mögulega eitt það besta í sögunni hjá bandarísku háskólafótboltaliði. Titlar LSU á þessu tímabili eru þeir fyrstu á löngum þjálfaraferli Ed Orgeron en hann er nú 58 ára gamall. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt þar á meðal baráttu við áfengi og það var vera rekinn úr starfi sem þjálfari Ole Miss fyrir tuttugu árum síðan. Hann var í raun hættur að þjálfa þegar LSU bauð honum starf sem varnarlínuþjálfari liðsins og nú stendur hann uppi sem meistaraþjálfari í fyrsta sinn. Ed Orgeron mætti í úrslitaleikinn með skurð á höfðinu en hann veitti sér honum sjálfur þegar hann var að reyna að kveikja í sínum strákum fyrir úrslitaleikinn. Hvatningarræður hans í klefanum eru víst engu öðru líkar. "The cut on Orgeron's head came from a punch he gave himself after a practice to get his guys fired up." Iconic Coach O. #NationalChampionshippic.twitter.com/aQ0gbRTkRJ— ESPN (@espn) January 14, 2020 LSU hélt upp á sigurinn í dag og hér fyrir neðan má sjá Ed Orgeron þjálfara í miklu stuði. Hann gekk um götur Baton Rouge og lét öllum illum látum. Jú þarna fer vissulega mjög sáttur þjálfari eftir eitt ótrúlegasta tímabil liðs í sögu bandarískra háskólaíþrótta. Coach O may kill a man tonight pic.twitter.com/wKKFyZ0c81— Barstool Sports (@barstoolsports) January 14, 2020 Íþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira
Ed Orgeron er enginn venjulegur þjálfari hjá engu venjulegu liði. Strákarnir hans í LSU fótboltaliðinu fullkomnuðu magnað tímabil í nótt. LSU tryggði sér þá bandaríska meistaratitilinn og fullkomið 15-0 tímabil með því að vinna Clemson, 42-25, í úrslitaleik. Ed Orgeron hefur vakið mikla athygli fyrir framkomu sína og svakalegar sögur af honum sem koma að því virðist úr hverju horni. Jú þetta er maður sem kallar ekki allt ömmu sína. Lífsreynslan lekur af honum, hann lítur út fyrir að geta haldið aftur af heilum her og röddin hans er engu öðru lík. Coming from Coach O, you already know. Geaux Tigahs #NationalChampionshippic.twitter.com/bxJH5gTXET— ESPN (@espn) January 14, 2020 Ed Orgeron tók við LSU liðinu tímabundið í september 2016 þegar þjálfari þess var rekinn en Orgeron hafði þá þjálfað varnarlínu liðsins í eitt ár. Hann er ennþá þjálfari liðsins og nýlokið tímabil er mögulega eitt það besta í sögunni hjá bandarísku háskólafótboltaliði. Titlar LSU á þessu tímabili eru þeir fyrstu á löngum þjálfaraferli Ed Orgeron en hann er nú 58 ára gamall. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt þar á meðal baráttu við áfengi og það var vera rekinn úr starfi sem þjálfari Ole Miss fyrir tuttugu árum síðan. Hann var í raun hættur að þjálfa þegar LSU bauð honum starf sem varnarlínuþjálfari liðsins og nú stendur hann uppi sem meistaraþjálfari í fyrsta sinn. Ed Orgeron mætti í úrslitaleikinn með skurð á höfðinu en hann veitti sér honum sjálfur þegar hann var að reyna að kveikja í sínum strákum fyrir úrslitaleikinn. Hvatningarræður hans í klefanum eru víst engu öðru líkar. "The cut on Orgeron's head came from a punch he gave himself after a practice to get his guys fired up." Iconic Coach O. #NationalChampionshippic.twitter.com/aQ0gbRTkRJ— ESPN (@espn) January 14, 2020 LSU hélt upp á sigurinn í dag og hér fyrir neðan má sjá Ed Orgeron þjálfara í miklu stuði. Hann gekk um götur Baton Rouge og lét öllum illum látum. Jú þarna fer vissulega mjög sáttur þjálfari eftir eitt ótrúlegasta tímabil liðs í sögu bandarískra háskólaíþrótta. Coach O may kill a man tonight pic.twitter.com/wKKFyZ0c81— Barstool Sports (@barstoolsports) January 14, 2020
Íþróttir Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira