Íslendingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald á Spáni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 14:57 Frá Torrevieja á Spáni. Móðir hins grunaða hefur búið þar ásamt sambýlismanni sínum sem sonur er grunaður um að hafa orðið að bana. vísir/Getty Dómari á Spáni hefur úrskurðað Guðmund Frey Magnússon, sem grunaður er um að hafa banað sambýlismanni móður sinnar aðfaranótt sunnudags í Torrevieja, í gæsluvarðhald. Þetta staðfestir lögreglan í Alicante í samtali við fréttastofu. Hvorki fengust upplýsingar um það hversu langt varðhaldið er né hvaða glæp nákvæmlega Guðmundur er grunaður um að hafa framið þar sem það eru mismunandi ákvæði um manndráp í spænsku löggjöfinni eftir alvarleika. Þannig gæti það til dæmis verið manndráp af gáleysi eða manndráp af ásetningi. Lögreglan á Spáni hefur hingað til viljað tjá sig afar lítið um málið vegna rannsóknarhagsmuna og enn fást engar frekari upplýsingar um atburðarásina. Guðmundur Freyr hafði undanfarinn eitt til tvö ár verið með annan fótinn á Spáni en móðir hans og sambýlismaður höfðu búið í Torrevieja um nokkurt skeið. Segir soninn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Rætt var við móður Guðmundar, Kristínu Guðmundsdóttur, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún lýsti því hvernig sonur hennar braust inn í íbúð þeirra aðfaranótt sunnudags með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegnum rúðu. Hann hafi verið vopnaður hnífi og stungið sambýlismann hennar ítrekað. Guðmundur á langan sakaferil að baki hér á landi, eins og fjallað var um á Vísi í gær, og Kristín sagði að þetta væri ekki fyrsta sinn sem sonur hennar hefði veist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hefðu endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hefði Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann. Þá sagði Kristín einnig að frásögn spænska miðilsins Información, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig væri ekki rétt að Guðmundur hefði klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki væri það heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Kristín sagði í Fréttablaðinu að það rétta í málinu væri að Guðmundur hefði kastað fyrrnefndum gaskút í rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hefðu átt sér stað, sonur hennar hefði haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32 Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Dómari á Spáni hefur úrskurðað Guðmund Frey Magnússon, sem grunaður er um að hafa banað sambýlismanni móður sinnar aðfaranótt sunnudags í Torrevieja, í gæsluvarðhald. Þetta staðfestir lögreglan í Alicante í samtali við fréttastofu. Hvorki fengust upplýsingar um það hversu langt varðhaldið er né hvaða glæp nákvæmlega Guðmundur er grunaður um að hafa framið þar sem það eru mismunandi ákvæði um manndráp í spænsku löggjöfinni eftir alvarleika. Þannig gæti það til dæmis verið manndráp af gáleysi eða manndráp af ásetningi. Lögreglan á Spáni hefur hingað til viljað tjá sig afar lítið um málið vegna rannsóknarhagsmuna og enn fást engar frekari upplýsingar um atburðarásina. Guðmundur Freyr hafði undanfarinn eitt til tvö ár verið með annan fótinn á Spáni en móðir hans og sambýlismaður höfðu búið í Torrevieja um nokkurt skeið. Segir soninn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Rætt var við móður Guðmundar, Kristínu Guðmundsdóttur, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún lýsti því hvernig sonur hennar braust inn í íbúð þeirra aðfaranótt sunnudags með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegnum rúðu. Hann hafi verið vopnaður hnífi og stungið sambýlismann hennar ítrekað. Guðmundur á langan sakaferil að baki hér á landi, eins og fjallað var um á Vísi í gær, og Kristín sagði að þetta væri ekki fyrsta sinn sem sonur hennar hefði veist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hefðu endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hefði Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann. Þá sagði Kristín einnig að frásögn spænska miðilsins Información, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig væri ekki rétt að Guðmundur hefði klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki væri það heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Kristín sagði í Fréttablaðinu að það rétta í málinu væri að Guðmundur hefði kastað fyrrnefndum gaskút í rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hefðu átt sér stað, sonur hennar hefði haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32 Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32
Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21
Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54