Íslendingurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald á Spáni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 14:57 Frá Torrevieja á Spáni. Móðir hins grunaða hefur búið þar ásamt sambýlismanni sínum sem sonur er grunaður um að hafa orðið að bana. vísir/Getty Dómari á Spáni hefur úrskurðað Guðmund Frey Magnússon, sem grunaður er um að hafa banað sambýlismanni móður sinnar aðfaranótt sunnudags í Torrevieja, í gæsluvarðhald. Þetta staðfestir lögreglan í Alicante í samtali við fréttastofu. Hvorki fengust upplýsingar um það hversu langt varðhaldið er né hvaða glæp nákvæmlega Guðmundur er grunaður um að hafa framið þar sem það eru mismunandi ákvæði um manndráp í spænsku löggjöfinni eftir alvarleika. Þannig gæti það til dæmis verið manndráp af gáleysi eða manndráp af ásetningi. Lögreglan á Spáni hefur hingað til viljað tjá sig afar lítið um málið vegna rannsóknarhagsmuna og enn fást engar frekari upplýsingar um atburðarásina. Guðmundur Freyr hafði undanfarinn eitt til tvö ár verið með annan fótinn á Spáni en móðir hans og sambýlismaður höfðu búið í Torrevieja um nokkurt skeið. Segir soninn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Rætt var við móður Guðmundar, Kristínu Guðmundsdóttur, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún lýsti því hvernig sonur hennar braust inn í íbúð þeirra aðfaranótt sunnudags með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegnum rúðu. Hann hafi verið vopnaður hnífi og stungið sambýlismann hennar ítrekað. Guðmundur á langan sakaferil að baki hér á landi, eins og fjallað var um á Vísi í gær, og Kristín sagði að þetta væri ekki fyrsta sinn sem sonur hennar hefði veist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hefðu endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hefði Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann. Þá sagði Kristín einnig að frásögn spænska miðilsins Información, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig væri ekki rétt að Guðmundur hefði klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki væri það heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Kristín sagði í Fréttablaðinu að það rétta í málinu væri að Guðmundur hefði kastað fyrrnefndum gaskút í rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hefðu átt sér stað, sonur hennar hefði haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32 Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Dómari á Spáni hefur úrskurðað Guðmund Frey Magnússon, sem grunaður er um að hafa banað sambýlismanni móður sinnar aðfaranótt sunnudags í Torrevieja, í gæsluvarðhald. Þetta staðfestir lögreglan í Alicante í samtali við fréttastofu. Hvorki fengust upplýsingar um það hversu langt varðhaldið er né hvaða glæp nákvæmlega Guðmundur er grunaður um að hafa framið þar sem það eru mismunandi ákvæði um manndráp í spænsku löggjöfinni eftir alvarleika. Þannig gæti það til dæmis verið manndráp af gáleysi eða manndráp af ásetningi. Lögreglan á Spáni hefur hingað til viljað tjá sig afar lítið um málið vegna rannsóknarhagsmuna og enn fást engar frekari upplýsingar um atburðarásina. Guðmundur Freyr hafði undanfarinn eitt til tvö ár verið með annan fótinn á Spáni en móðir hans og sambýlismaður höfðu búið í Torrevieja um nokkurt skeið. Segir soninn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Rætt var við móður Guðmundar, Kristínu Guðmundsdóttur, í Fréttablaðinu í morgun þar sem hún lýsti því hvernig sonur hennar braust inn í íbúð þeirra aðfaranótt sunnudags með því að kasta 14 kílóa gaskút í gegnum rúðu. Hann hafi verið vopnaður hnífi og stungið sambýlismann hennar ítrekað. Guðmundur á langan sakaferil að baki hér á landi, eins og fjallað var um á Vísi í gær, og Kristín sagði að þetta væri ekki fyrsta sinn sem sonur hennar hefði veist að sambýlismanni hennar. Fyrri viðskipti þeirra hefðu endað með því að leggja þurfti sambýlismanninn inn á spítala eftir höfuðhögg. Við það hefði Guðmundur verið úrskurðaður í nálgunarbann. Þá sagði Kristín einnig að frásögn spænska miðilsins Información, sem fyrstu fréttir íslenskra miðla byggðu á, hafa verið ónákvæma. Þannig væri ekki rétt að Guðmundur hefði klifrað yfir vegg og komist þannig inn á heimilið. Ekki væri það heldur sannleikanum samkvæmt að til átaka hafi komið á milli Guðmundar og sambýlismannsins, sem sagður var hafa fallið á rúðu þannig að hún brotnaði. Við það hafi maðurinn skorist illa og blætt út. Kristín sagði í Fréttablaðinu að það rétta í málinu væri að Guðmundur hefði kastað fyrrnefndum gaskút í rúðuna. Það skýri glerbrotin sem lögreglan fann á víð og dreif um íbúðina. Engin átök hefðu átt sér stað, sonur hennar hefði haft sambýlismanninn undir á skömmum tíma og lagt til hans með hnífnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Torrevieja Spánn Tengdar fréttir Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32 Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21 Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Íslendingurinn leiddur fyrir dómara í morgun Guðmundur Freyr Magnússon, fertugur Íslendingur sem handtekinn var í Torrevieja á Spáni aðfaranótt sunnudags, grunaður um að hafa orðið sambýlismanni móður sinnar að bana, var leiddur fyrir dómara í morgun. 14. janúar 2020 10:32
Segir son sinn hafa kastað gaskút í gegnum rúðu fyrir ódæðið Móðir mannsins sem nú liggur undir grun um að hafa banað sambýlismanni hennar á Spáni segir ýmislegt ekki satt og rétt við fyrstu fréttir af málinu. 14. janúar 2020 07:21
Íslendingur grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar Íslendingur á fertugsaldri en nú grunaður um að hafa orðið manni að bana á Spáni í nótt. 12. janúar 2020 19:54