Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 02:46 Frá höfninni á Flateyri í kvöld. Bátar mara þar í hálfu kafi. Magnús einar Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. Hann rauk strax af stað í björgunaraðgerðir og lýsir gríðarlegu tjóni í bænum, einkum í höfninni. „Ég bý í efstu götunni sjálfur, alveg í hinum endanum, og vakna við tvo stóra hvelli eins og það hafi orðið sprengja,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann hafi hlaupið fram í stofu og séð mikið kóf fyrir utan gluggann, og ekkert venjulegt „skafrenningskóf“. Það hafi ekki verið um að villast – snjóflóð hafði fallið. „Maður dressaði sig strax og við vorum að gera okkur klára að rýma húsnæði sem lýðháskólanemarnir eru í þegar hitt flóðið fer af stað.“ Enn er mjög hvasst á svæðinu.Magnús einar Smábátabryggjan farin Seinna flóðið lenti á húsi í útjaðri bæjarins, rétt fyrir neðan varnargarðinn, þar sem býr móðir með börn sín. Dóttir hennar á unglingsaldri lenti undir flóðinu og var Magnús staddur í sundlauginni á Flateyri með stúlkunni þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Hann segir stúlkuna að hressast en unnið er að því að halda á henni hita í hlýju sundlaugarhúsinu. Þá lýsir Magnús því að gríðarlegt tjón hafi orðið í snjóflóðunum sem féllu á bæinn í kvöld. Þegar fregnir bárust af seinna flóðinu hafi athygli björgunarsveitanna alfarið beinst að fólkinu sem þá var í hættu en fyrst nú á þriðja tímanum var hægt að byrja að huga að bryggjunni. „Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið.“ Von er á varðskipinu Þór til Flateyrar innan skamms. Myndin er frá bænum eftir að snjóflóðin féllu í kvöld.Magnús einar Fólkið ræður sjálft Veður er enn afar slæmt á svæðinu, mjög hvasst og áfram snjóar. Magnús segir að björgunarsveitir séu í góðu sambandi við Veðurstofuna, sem hafi ákveðið að grípa ekki til frekari rýminga á Flateyri. Þar hafi í raun engin hús verið rýmd fyrir utan hús í grennd við það sem varð fyrir flóðinu, sem og hús í Hafnarstræti sem stendur við höfnina. „En mín fjölskylda fór til dæmis til vinafólks. Fólkið ræður sjálft,“ segir Magnús. Von er á varðskipinu Þór frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna. Magnús segir að staðan verði tekin þegar skipið kemur í bæinn. Alls féllu tvö snjóflóð á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. Hann rauk strax af stað í björgunaraðgerðir og lýsir gríðarlegu tjóni í bænum, einkum í höfninni. „Ég bý í efstu götunni sjálfur, alveg í hinum endanum, og vakna við tvo stóra hvelli eins og það hafi orðið sprengja,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann hafi hlaupið fram í stofu og séð mikið kóf fyrir utan gluggann, og ekkert venjulegt „skafrenningskóf“. Það hafi ekki verið um að villast – snjóflóð hafði fallið. „Maður dressaði sig strax og við vorum að gera okkur klára að rýma húsnæði sem lýðháskólanemarnir eru í þegar hitt flóðið fer af stað.“ Enn er mjög hvasst á svæðinu.Magnús einar Smábátabryggjan farin Seinna flóðið lenti á húsi í útjaðri bæjarins, rétt fyrir neðan varnargarðinn, þar sem býr móðir með börn sín. Dóttir hennar á unglingsaldri lenti undir flóðinu og var Magnús staddur í sundlauginni á Flateyri með stúlkunni þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Hann segir stúlkuna að hressast en unnið er að því að halda á henni hita í hlýju sundlaugarhúsinu. Þá lýsir Magnús því að gríðarlegt tjón hafi orðið í snjóflóðunum sem féllu á bæinn í kvöld. Þegar fregnir bárust af seinna flóðinu hafi athygli björgunarsveitanna alfarið beinst að fólkinu sem þá var í hættu en fyrst nú á þriðja tímanum var hægt að byrja að huga að bryggjunni. „Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið.“ Von er á varðskipinu Þór til Flateyrar innan skamms. Myndin er frá bænum eftir að snjóflóðin féllu í kvöld.Magnús einar Fólkið ræður sjálft Veður er enn afar slæmt á svæðinu, mjög hvasst og áfram snjóar. Magnús segir að björgunarsveitir séu í góðu sambandi við Veðurstofuna, sem hafi ákveðið að grípa ekki til frekari rýminga á Flateyri. Þar hafi í raun engin hús verið rýmd fyrir utan hús í grennd við það sem varð fyrir flóðinu, sem og hús í Hafnarstræti sem stendur við höfnina. „En mín fjölskylda fór til dæmis til vinafólks. Fólkið ræður sjálft,“ segir Magnús. Von er á varðskipinu Þór frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna. Magnús segir að staðan verði tekin þegar skipið kemur í bæinn. Alls féllu tvö snjóflóð á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum