Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 08:48 Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. MAGNÚS EINAR Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. „Það er eitthvað sem er þakkarvert og eitthvað sem við getum seint fullþakkað þeim sem voru þarna á vettvangi og unnu þetta þrekvirki,“ segir Guðmundur, en hann var í viðtali í Bítinu í morgun. „Það er held ég öllum ljóst að það er ekkert grín þegar svona kraftar fara af stað og það verður að setja í samhengi að þarna erum við að tala um byggð, á Flateyri, þar sem svona snjóflóð og allt sem að því tengist – þetta kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar, bæði hjá þeim sem að búa þarna, þeim sem hafa búið þarna, þeim sem hafa tengingar hingað og eiginlega hjá Vestfirðingum öllum. En það eru, held ég að ég leyfi mér að segja, vel flestir sem þessu tengjast, í hálfgerðu áfalli. Við erum samt ofboðslega þakklát fyrir það að ekki fór verr. Það er þá óumdeilt að þarna skiptu varnargarðarnir sköpum,“ segir Guðmundur. Vísar hann þar í snjóflóðin sem féllu á Súðavík og Flateyri árið 1995. Meta tjón í birtingu Guðmundur segir það nú vera í fókus núna að hlúa vel að því fólki sem eru á þessum stöðum. „Fjölskyldan sem lenti í flóðinu er á leiðinni til Ísafjarðar. Það er verið að reyna að halda eins vel utan um þau eins og kostur er. Það var gert strax á vettvangi af miklum myndarbrag. Það sem er í áherslu núna að öðru leyti er að í birtingu munum við fara að meta þetta umtalsverða eignartjón. Bæði í höfninni, á skipum og bátum, og eignartjón líka á húsum. Það skellur líka þessi flóðbylgja á Suðureyri þar sem er vitað að varð umtalsvert eignartjón einnig.“ Guðmundur segir að á sama tíma séu Vestfirðingar að glíma við að það að veður er enn vont. Áfram þurfi að vera á vaktinni og eru sérfræðingar að meta hvort að hætta steðji að svæðum og hvort opna eigi vegi. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. „Það er eitthvað sem er þakkarvert og eitthvað sem við getum seint fullþakkað þeim sem voru þarna á vettvangi og unnu þetta þrekvirki,“ segir Guðmundur, en hann var í viðtali í Bítinu í morgun. „Það er held ég öllum ljóst að það er ekkert grín þegar svona kraftar fara af stað og það verður að setja í samhengi að þarna erum við að tala um byggð, á Flateyri, þar sem svona snjóflóð og allt sem að því tengist – þetta kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar, bæði hjá þeim sem að búa þarna, þeim sem hafa búið þarna, þeim sem hafa tengingar hingað og eiginlega hjá Vestfirðingum öllum. En það eru, held ég að ég leyfi mér að segja, vel flestir sem þessu tengjast, í hálfgerðu áfalli. Við erum samt ofboðslega þakklát fyrir það að ekki fór verr. Það er þá óumdeilt að þarna skiptu varnargarðarnir sköpum,“ segir Guðmundur. Vísar hann þar í snjóflóðin sem féllu á Súðavík og Flateyri árið 1995. Meta tjón í birtingu Guðmundur segir það nú vera í fókus núna að hlúa vel að því fólki sem eru á þessum stöðum. „Fjölskyldan sem lenti í flóðinu er á leiðinni til Ísafjarðar. Það er verið að reyna að halda eins vel utan um þau eins og kostur er. Það var gert strax á vettvangi af miklum myndarbrag. Það sem er í áherslu núna að öðru leyti er að í birtingu munum við fara að meta þetta umtalsverða eignartjón. Bæði í höfninni, á skipum og bátum, og eignartjón líka á húsum. Það skellur líka þessi flóðbylgja á Suðureyri þar sem er vitað að varð umtalsvert eignartjón einnig.“ Guðmundur segir að á sama tíma séu Vestfirðingar að glíma við að það að veður er enn vont. Áfram þurfi að vera á vaktinni og eru sérfræðingar að meta hvort að hætta steðji að svæðum og hvort opna eigi vegi.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira