Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 09:00 Bjarni Benediktsson segir mikla blessun að enginn hafi farist í snjóflóðum gærkvöldsins. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum og hafnaði annað þeirra á húsi við Ólafstún þar sem inni svaf fjölskylda. Herbergi unglingsstúlku fylltist af snjó á örskotsstundu, sem sé „eins og í verstu martröð“ að mati Bjarna, sem telur mikla blessun að ekki skuli hafa orðið mannskaði þar. Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn, sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Það er því mat fólks; jafnt bæjarstjórans á Ísafirði, fagstjóra ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, fyrrnefnds fjármálaráðherra og Ómars Ragnarssonar, að varnarmannvirkin sem byggð voru eftir mannskæð snjóflóð á tíunda áratugnum hafi að líkindum bjargað mörgum mannslífum í nótt. Bjarni var gestur Bítisins í morgun, þar sem hann sagði fregnirnir að vestan mjög sláandi. „Það sem mér finnst skelfilegt við þetta er það svona hlutir gerast ofboðslega hratt,“ sagði Bjarni. Það sé hrikaleg tilhugsun að vita til þess að fólk hafi verið sofandi í húsum sínum þegar snjóflóðin féllu en um leið blessun að ekki hafi verið margt fólk á ferli utan varnargarðanna. Snjóflóð hafnaði á húsi við Öldutún, yst á Flateyri.Vísir/hjalti Hins vegar verði ekki hjá því litið að snjó flæddi inn í íbúðarhús á Flateyri. Bjarni segir því liggja fyrir að það verði að komast til botns í því hvernig það gat gerst: „Hvort það hafi komið rof í varnargarðana eða hvort menn hafi einfaldlega ofmetið getu þeirra til þess að halda snjónum frá. Það var í það minnsta hús þarna á hættusvæði sem við höfðum ekki áttað okkur á,“ sagði Bjarni í Bítinu. Það hafi verið ónotalegt að lesa fréttir um það í morgun að herbergi unglingsstúlkunnar hafi fyllst af snjó þegar flóðið féll. „Þetta er eins og í verstu martröð og mikil blessun að ekki skyldi hafa orðið mannskaði þar,“ sagði Bjarni og vísar til þess að stúlkan slasaðist aðeins lítillega. Hún og fjölskylda hennar voru flutt með varðskipinu Þór til Ísafjaðar. Þaðan heldur varðskiptið aftur til Flateyrar með áfallteymi og vistir. Gert er ráð fyrir að Þór verði kominn þangað fyrir hádegi. Enn er vont veður á Vestfjörðum og myrkur. Því hefur verið erfitt að meta umfang tjóns og stærð snjóflóðsins. Staðan verður tekin í birtingu. Viðtalið við Bjarna má heyra í heild hér að neðan. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri á tólfta tímanum og hafnaði annað þeirra á húsi við Ólafstún þar sem inni svaf fjölskylda. Herbergi unglingsstúlku fylltist af snjó á örskotsstundu, sem sé „eins og í verstu martröð“ að mati Bjarna, sem telur mikla blessun að ekki skuli hafa orðið mannskaði þar. Svo virðist sem að einhver hluti seinna snjóflóðsins hafi flætt yfir snjóflóðarvarnargarðinn, sem þó bægði meginþunga snjóflóðsins frá bænum. Það er því mat fólks; jafnt bæjarstjórans á Ísafirði, fagstjóra ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, fyrrnefnds fjármálaráðherra og Ómars Ragnarssonar, að varnarmannvirkin sem byggð voru eftir mannskæð snjóflóð á tíunda áratugnum hafi að líkindum bjargað mörgum mannslífum í nótt. Bjarni var gestur Bítisins í morgun, þar sem hann sagði fregnirnir að vestan mjög sláandi. „Það sem mér finnst skelfilegt við þetta er það svona hlutir gerast ofboðslega hratt,“ sagði Bjarni. Það sé hrikaleg tilhugsun að vita til þess að fólk hafi verið sofandi í húsum sínum þegar snjóflóðin féllu en um leið blessun að ekki hafi verið margt fólk á ferli utan varnargarðanna. Snjóflóð hafnaði á húsi við Öldutún, yst á Flateyri.Vísir/hjalti Hins vegar verði ekki hjá því litið að snjó flæddi inn í íbúðarhús á Flateyri. Bjarni segir því liggja fyrir að það verði að komast til botns í því hvernig það gat gerst: „Hvort það hafi komið rof í varnargarðana eða hvort menn hafi einfaldlega ofmetið getu þeirra til þess að halda snjónum frá. Það var í það minnsta hús þarna á hættusvæði sem við höfðum ekki áttað okkur á,“ sagði Bjarni í Bítinu. Það hafi verið ónotalegt að lesa fréttir um það í morgun að herbergi unglingsstúlkunnar hafi fyllst af snjó þegar flóðið féll. „Þetta er eins og í verstu martröð og mikil blessun að ekki skyldi hafa orðið mannskaði þar,“ sagði Bjarni og vísar til þess að stúlkan slasaðist aðeins lítillega. Hún og fjölskylda hennar voru flutt með varðskipinu Þór til Ísafjaðar. Þaðan heldur varðskiptið aftur til Flateyrar með áfallteymi og vistir. Gert er ráð fyrir að Þór verði kominn þangað fyrir hádegi. Enn er vont veður á Vestfjörðum og myrkur. Því hefur verið erfitt að meta umfang tjóns og stærð snjóflóðsins. Staðan verður tekin í birtingu. Viðtalið við Bjarna má heyra í heild hér að neðan.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59
Opna fjöldahjálparstöð: „Ljóst að þörf er á sálrænum stuðning í kjölfar atburðanna“ Eftir að varðskipið Þór hefur flutt unglingsstúlkuna, sem slasaðist lítillega í snjóflóði sem féll á Flateyri í nótt, til Ísafjarðar er ætlunin að sigla skipinu aftur til Flateyrar með áfallateymi og vistir. 15. janúar 2020 07:23