„Eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. janúar 2020 11:04 Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum á Veðurstofu Íslands, í samhæfingarstöðinni í morgun. vísir/vilhelm Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þessi öldugangur hafi valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Stúlkan fór ásamt móður sinni til Ísafjarðar í nótt með varðskipinu Þór. Auður sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Auður enn ekki búið að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu. Tvö flóð féllu á Flateyri og eitt féll á Suðureyri. Það verði gert þegar það birtir og vindur gengur niður. Þá sagði Auður ekki enn ljóst hversu mörg snjóflóð hafa fallið. „Nei. Allir vegir eru lokaðir og við munum mjög sennilega frétta af fjölda flóða þegar vegakerfið fer að opna aftur.“ Annars vegar féll flóð úr Skollahvilft á Flateyri og mældist það á 150 til 200 kílómetra hraða á klukkustund. Hitt flóðið féll úr Innra-Bæjargili eins og áður sagði og fór yfir varnargarð. Aðspurð hvort það hafi komið ofanflóðavakt Veðurstofunnar á óvart að flóðið hafi farið yfir garðinn sagði Auður: „Við vorum búin að búast við flóðum og vorum búin að búast við stórum flóðum en það er ekki nema við allra verstu aðstæður að við búumst við að flóð geti hugsanlega fari yfir varnargarðinn. Við bjuggumst ekki við að það færi en stærstur hluti massans fer í sjó fram. Það virðist vera það hafi verið eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð, en varnargarðurinn sannaði gildi sitt og stærstur hluti massans er að fara í sjó fram.“ Spurð út í hvort að endurskoða þurfi rýmingaráætlun á Flateyri í ljósi þessa segir Auður að það sé eitthvað sem þurfi að taka seinna í umræðunni, ekki sé hægt að segja neitt um það að svo stöddu.En er eitthvað vanmat í hættumatinu ef þetta getur gerst? „Það get ég heldur ekki sagt til um að svo stöddu,“ sagði Auður. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem eins konar öldugangur hafi myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þessi öldugangur hafi valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Stúlkan fór ásamt móður sinni til Ísafjarðar í nótt með varðskipinu Þór. Auður sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Auður enn ekki búið að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu. Tvö flóð féllu á Flateyri og eitt féll á Suðureyri. Það verði gert þegar það birtir og vindur gengur niður. Þá sagði Auður ekki enn ljóst hversu mörg snjóflóð hafa fallið. „Nei. Allir vegir eru lokaðir og við munum mjög sennilega frétta af fjölda flóða þegar vegakerfið fer að opna aftur.“ Annars vegar féll flóð úr Skollahvilft á Flateyri og mældist það á 150 til 200 kílómetra hraða á klukkustund. Hitt flóðið féll úr Innra-Bæjargili eins og áður sagði og fór yfir varnargarð. Aðspurð hvort það hafi komið ofanflóðavakt Veðurstofunnar á óvart að flóðið hafi farið yfir garðinn sagði Auður: „Við vorum búin að búast við flóðum og vorum búin að búast við stórum flóðum en það er ekki nema við allra verstu aðstæður að við búumst við að flóð geti hugsanlega fari yfir varnargarðinn. Við bjuggumst ekki við að það færi en stærstur hluti massans fer í sjó fram. Það virðist vera það hafi verið eins konar öldugangur í flóðinu sem veldur því að það skvettist yfir varnargarð, en varnargarðurinn sannaði gildi sitt og stærstur hluti massans er að fara í sjó fram.“ Spurð út í hvort að endurskoða þurfi rýmingaráætlun á Flateyri í ljósi þessa segir Auður að það sé eitthvað sem þurfi að taka seinna í umræðunni, ekki sé hægt að segja neitt um það að svo stöddu.En er eitthvað vanmat í hættumatinu ef þetta getur gerst? „Það get ég heldur ekki sagt til um að svo stöddu,“ sagði Auður.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira