Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. janúar 2020 11:46 Húsið við Ólafstún 14 sem fékk snjóflóðið á sig. Önundur Hafsteinn Pálsson Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. Stúlkan er sofandi en hún mun hafa verið vakandi þegar flóðið féll á hús þeirra við Ólafstún á Flateyri. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Örn Erlendur. „Því þakka ég fyrst og fremst snarræði heimamanna.“ Tvö snjóflóð féllu á Flateyri rétt upp úr klukkan 23 í gærkvöldi. Annað úr Skollahvilft sem olli miklum skemmdum í höfninni en hitt úr Innra-bæjargili sem féll á hús Önnu S. Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar. Frá Flateyri í nótt.Magnús Einar Magnússon Örn Erlendur segir dótturina fimmtán ára hafa verið í herbergi í húsinu þar sem snjóflóðið fer í gegnum. „Herbergið fyllist af snjó. Hún er steypt föst í snjófargi og á erfitt með öndun.“Varðskipið Þór flutti stúlkuna til Ísafjarðar í nótt Hann segir að þrjátíu til fjörutíu mínútur hafi tekið að ná stúlkunni út. „Þetta er enginn venjulegur snjór. Hann er mjög þykkur, eins og steypa. Snjóflóðasnjór.“ Örn Erlendur lýsir unglingsstúlkunni sem hraustri. „Hún var náttúrulega hætt komin en fékk aðhlynningu. Í fyrstu hjá hjúkrunarfræðingi sem býr á Flateyri og er þaulvön, þrautreynd. Hún fékk hjálp við öndun og haldið var á henni hita.“ Methraðasigling Varðskipið Þór var staðsett í Ísafjarðarhöfn vegna snjóflóðahættu. Það lagði úr höfn um klukkan eitt og kom á Flateyri um klukkan þrjú í nótt. Örn Erlendur segir ljóst að um methraðasiglingu hafi verið að ræða enda taki siglingin alla jafna þrjár til fjórar klukkustundir. Stúlkan hafi sofið í allan morgun og móðir hennar sé með henni. Áfram verði fylgst með stúlkunni. Móðirin og önnur börn hafi verði á öðrum stað í húsinu og því sloppið við flóðið. „Það virðist allt hafa farið vel en það er alltaf hætta þegar þú lendir í snjóflóði.“ Veðrið er að lægja á Ísafirði en þar hafi verið bylur dögum saman. Ófært er í báðar áttir frá Ísafirði og sömuleiðis færð erfið innanbæjar. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. Stúlkan er sofandi en hún mun hafa verið vakandi þegar flóðið féll á hús þeirra við Ólafstún á Flateyri. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel,“ segir Örn Erlendur. „Því þakka ég fyrst og fremst snarræði heimamanna.“ Tvö snjóflóð féllu á Flateyri rétt upp úr klukkan 23 í gærkvöldi. Annað úr Skollahvilft sem olli miklum skemmdum í höfninni en hitt úr Innra-bæjargili sem féll á hús Önnu S. Sigurðardóttur og fjölskyldu hennar. Frá Flateyri í nótt.Magnús Einar Magnússon Örn Erlendur segir dótturina fimmtán ára hafa verið í herbergi í húsinu þar sem snjóflóðið fer í gegnum. „Herbergið fyllist af snjó. Hún er steypt föst í snjófargi og á erfitt með öndun.“Varðskipið Þór flutti stúlkuna til Ísafjarðar í nótt Hann segir að þrjátíu til fjörutíu mínútur hafi tekið að ná stúlkunni út. „Þetta er enginn venjulegur snjór. Hann er mjög þykkur, eins og steypa. Snjóflóðasnjór.“ Örn Erlendur lýsir unglingsstúlkunni sem hraustri. „Hún var náttúrulega hætt komin en fékk aðhlynningu. Í fyrstu hjá hjúkrunarfræðingi sem býr á Flateyri og er þaulvön, þrautreynd. Hún fékk hjálp við öndun og haldið var á henni hita.“ Methraðasigling Varðskipið Þór var staðsett í Ísafjarðarhöfn vegna snjóflóðahættu. Það lagði úr höfn um klukkan eitt og kom á Flateyri um klukkan þrjú í nótt. Örn Erlendur segir ljóst að um methraðasiglingu hafi verið að ræða enda taki siglingin alla jafna þrjár til fjórar klukkustundir. Stúlkan hafi sofið í allan morgun og móðir hennar sé með henni. Áfram verði fylgst með stúlkunni. Móðirin og önnur börn hafi verði á öðrum stað í húsinu og því sloppið við flóðið. „Það virðist allt hafa farið vel en það er alltaf hætta þegar þú lendir í snjóflóði.“ Veðrið er að lægja á Ísafirði en þar hafi verið bylur dögum saman. Ófært er í báðar áttir frá Ísafirði og sömuleiðis færð erfið innanbæjar.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent