Guð forði þjóðinni frá „sjálftökuherranum við Austurvöll“ Vilhelm Jónsson skrifar 15. janúar 2020 13:00 Sem fyrr viðhefur forustusveit HSÍ ábyrgðarlaust hjal, ásamt öðrum sérhagsmunarhreyfingum sem ýtir undir væntingar, og segir að forgangsraða skuli í margra milljarða íþróttamannvirkjum í Laugardal. Engu skal láta sig varða að heilbrigðiskerfið sé í molum, og að þúsundir gjaldi fyrir það. Ábyrgðarlaus forseti lýðveldisins undirstrikaði með hjali sínu 28. des (við val á íþróttamanni ársins) hversu lágt er seilst til að vefja sig skrautfjöðrum. Hann lætur sig engu skipta að þúsundir líði fyrir hversu fjársvelt heilbrigðiskerfið er. Á sama tíma og forustusveit ÍSÍ krefur stjórnvöld um milljarða uppbyggingu lýsir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Íþróttasviðs HR, hrikalegum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans í pistli sínum, sem hún birti á Facebook. Hafrún notar orðið „disaster“ til að lýsa ástandinu, en hún hefur farið á bráðamóttökuna í nokkur skipti að undanförnu með nána ættingja sína. Forkólfum hreyfingarinnar var tíðrætt í kastljósþætti í gærkvöldi, ásamt þessari sömu ungfrú, að íþróttahreyfingin ætti ekkert heimili og byggi ekki við eðlilegt öryggi, og að ekki væri hægt að tengja boltahreyfinguna við háskólasamfélagið sem skyldi. Umhugsunarefni er hvað þurfi að flytja marga upp í Gufuneskirkjugarð, fólk sem hefur ekki fengið eðlilega læknishjálp vegna fjárskorts, til að stjórnvöld átti sig á að það beri að forgangsraða með öðrum hætti. Fársjúkt fólk biður aðeins um að geta snúið aftur til baka á sitt gamla heimili. Ekki svo ósjaldan er öldruðum stíað í sundur frá ástvinum og engu látið skipta þó svo að þeir séu á síðustu metrunum vegna þess að hið svokallaða velferðarkerfi er í molum. Fársjúkt fólk þarf að eyða erfiðustu stundum lífsins á göngum og baðherbergjum Landspítalans þar sem engin úræði eru fyrir hendi. Hundruð ef ekki þúsundir láta jafnvel lífið á meðan beðið er eftir úrlausnum, skurðaðgerðum og alltof margir fá jafnvel ekki bestu lyf sem völ er á vegna fjárskorts. Það er umhugsunarefni ef velgengni íþróttahreyfingarinnar verður þess valdandi að mörk og sigrar í boltaíþrótt ýti undir ranga forgangsröðun, og að heilbrigðiskerfið verði fjársvelt enn frekar. Stjórnmálamenn og embættiskerfið svífast einskis þegar eigin hagsmunir eru í húfi og víla jafnvel ekki fyrir sér að útdeila fjárheimildum þvert á almannahag ef þeir telja sig geta upphafið sig til vegs og virðingar. Forseti Íslands og menntamálaráðherra hafa fyllilega gefið til kynna sínar áherslur og innræti og láta sig litlu skipta hver fórnarkostnaður er þegar auglýsa skal eigið ágæti. Það er umhugsunarefni hvenær þjóðin opnar augun og áttar sig á glæpsamlegu athæfi og skrípaleik sem á sér stað við Hringbraut þar sem nýbyggingum og bútasaumi mun aldrei ljúka ásamt kostnaðarauka. Milljarðahagsmunir útvalda eru hafðir í fyrirrúmi og engu látið varða hver fórnarkostnaðurinn verður. Það mun koma að því að þjóðin áttar sig á hvaða þjóðarglæpur á sér stað og hverjar afleiðingarnar verða í boði ábyrgðarlausra sjálftökumanna við Austurvöll. Rekstrarvandi spítalans er uppsafnaður vegna margra ára ábyrgðarleysis og óstjórnar og verður ekki bættur með smáskammtaaðgerðum, fjáraustri og óskhyggju. Það sem verra er að mestöll stjórnsýslan endurspeglast með sama hætti þar sem hver silkihúfan af annarri er ekki starfi sínu vaxin og sjálftaka og ábyrgðarleysi er í fyrirrúmi. Jafnvel þótt ráðamenn þjóðarinnar stæri sig af minni þjóðarskuldum þá mun þjóðin ekki geta hlaupið aftur frá skuldasöfnun eins og átti sér stað fyrir áratug. Engu að síður hrannast upp óreiða og ábyrgðarleysi með einum og öðrum hætti í boði stjórnvalda, hvert sem litið er. Kosningarfnykurinn er byrjaður hjá ríkisstjórnarflokkunum með innantómum loforðum hvað þeir ætli að gera á næsta kjörtímabili. Þó svo að þjóðin hafi verið rænd hvert kjörtímabilið á fætur öðru nánast í beinni útsendingu af svokölluðum fjórflokki, eða í boði hans, þá virðist almenningur ekki bera gæfu til að átta sig á sóðaskapnum.Höfundur er fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Laugardalsvöllur Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Sem fyrr viðhefur forustusveit HSÍ ábyrgðarlaust hjal, ásamt öðrum sérhagsmunarhreyfingum sem ýtir undir væntingar, og segir að forgangsraða skuli í margra milljarða íþróttamannvirkjum í Laugardal. Engu skal láta sig varða að heilbrigðiskerfið sé í molum, og að þúsundir gjaldi fyrir það. Ábyrgðarlaus forseti lýðveldisins undirstrikaði með hjali sínu 28. des (við val á íþróttamanni ársins) hversu lágt er seilst til að vefja sig skrautfjöðrum. Hann lætur sig engu skipta að þúsundir líði fyrir hversu fjársvelt heilbrigðiskerfið er. Á sama tíma og forustusveit ÍSÍ krefur stjórnvöld um milljarða uppbyggingu lýsir Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og sviðsstjóri Íþróttasviðs HR, hrikalegum aðstæðum á bráðamóttöku Landspítalans í pistli sínum, sem hún birti á Facebook. Hafrún notar orðið „disaster“ til að lýsa ástandinu, en hún hefur farið á bráðamóttökuna í nokkur skipti að undanförnu með nána ættingja sína. Forkólfum hreyfingarinnar var tíðrætt í kastljósþætti í gærkvöldi, ásamt þessari sömu ungfrú, að íþróttahreyfingin ætti ekkert heimili og byggi ekki við eðlilegt öryggi, og að ekki væri hægt að tengja boltahreyfinguna við háskólasamfélagið sem skyldi. Umhugsunarefni er hvað þurfi að flytja marga upp í Gufuneskirkjugarð, fólk sem hefur ekki fengið eðlilega læknishjálp vegna fjárskorts, til að stjórnvöld átti sig á að það beri að forgangsraða með öðrum hætti. Fársjúkt fólk biður aðeins um að geta snúið aftur til baka á sitt gamla heimili. Ekki svo ósjaldan er öldruðum stíað í sundur frá ástvinum og engu látið skipta þó svo að þeir séu á síðustu metrunum vegna þess að hið svokallaða velferðarkerfi er í molum. Fársjúkt fólk þarf að eyða erfiðustu stundum lífsins á göngum og baðherbergjum Landspítalans þar sem engin úræði eru fyrir hendi. Hundruð ef ekki þúsundir láta jafnvel lífið á meðan beðið er eftir úrlausnum, skurðaðgerðum og alltof margir fá jafnvel ekki bestu lyf sem völ er á vegna fjárskorts. Það er umhugsunarefni ef velgengni íþróttahreyfingarinnar verður þess valdandi að mörk og sigrar í boltaíþrótt ýti undir ranga forgangsröðun, og að heilbrigðiskerfið verði fjársvelt enn frekar. Stjórnmálamenn og embættiskerfið svífast einskis þegar eigin hagsmunir eru í húfi og víla jafnvel ekki fyrir sér að útdeila fjárheimildum þvert á almannahag ef þeir telja sig geta upphafið sig til vegs og virðingar. Forseti Íslands og menntamálaráðherra hafa fyllilega gefið til kynna sínar áherslur og innræti og láta sig litlu skipta hver fórnarkostnaður er þegar auglýsa skal eigið ágæti. Það er umhugsunarefni hvenær þjóðin opnar augun og áttar sig á glæpsamlegu athæfi og skrípaleik sem á sér stað við Hringbraut þar sem nýbyggingum og bútasaumi mun aldrei ljúka ásamt kostnaðarauka. Milljarðahagsmunir útvalda eru hafðir í fyrirrúmi og engu látið varða hver fórnarkostnaðurinn verður. Það mun koma að því að þjóðin áttar sig á hvaða þjóðarglæpur á sér stað og hverjar afleiðingarnar verða í boði ábyrgðarlausra sjálftökumanna við Austurvöll. Rekstrarvandi spítalans er uppsafnaður vegna margra ára ábyrgðarleysis og óstjórnar og verður ekki bættur með smáskammtaaðgerðum, fjáraustri og óskhyggju. Það sem verra er að mestöll stjórnsýslan endurspeglast með sama hætti þar sem hver silkihúfan af annarri er ekki starfi sínu vaxin og sjálftaka og ábyrgðarleysi er í fyrirrúmi. Jafnvel þótt ráðamenn þjóðarinnar stæri sig af minni þjóðarskuldum þá mun þjóðin ekki geta hlaupið aftur frá skuldasöfnun eins og átti sér stað fyrir áratug. Engu að síður hrannast upp óreiða og ábyrgðarleysi með einum og öðrum hætti í boði stjórnvalda, hvert sem litið er. Kosningarfnykurinn er byrjaður hjá ríkisstjórnarflokkunum með innantómum loforðum hvað þeir ætli að gera á næsta kjörtímabili. Þó svo að þjóðin hafi verið rænd hvert kjörtímabilið á fætur öðru nánast í beinni útsendingu af svokölluðum fjórflokki, eða í boði hans, þá virðist almenningur ekki bera gæfu til að átta sig á sóðaskapnum.Höfundur er fjárfestir.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun