„Enn vorum við minnt á ægimátt náttúruaflanna“ Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 13:38 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands. vísir/vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að enn á ný höfum við verið minnt á ægimátt náttúruaflanna. Guðni birtir færslu á Facebook-síðu sinni í dag í tilefni af snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði í gærkvöldi og nótt. „Ég sendi hlýjar kveðjur vestur á firði og einlægar þakkir til allra sem brugðust við og sinntu nauðsynlegum störfum eftir snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði. Blessunarlega varð ekki mannskaði, annað tjón er unnt að bæta. Enn vorum við minnt á ægimátt náttúruaflanna. Um leið sönnuðu gildi sitt varnargarðarnir, sem reistir voru á Flateyri eftir flóðið mikla fyrir aldarfjórðungi, þótt litlu hafi mátt muna nú – slíkur var hamfarakrafturinn þar. Á reglubundnum fundi okkar forsætisráðherra í morgun fræddi Katrín Jakobsdóttir mig um fund hennar með almannavörnum í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í morgun og þær upplýsingar sem þar komu fram. Sem betur fer virðist veður nú ganga niður á Vestfjörðum en áfram þarf að hafa vara á, flytja fólk og vistir og veita fólki stuðning og aðstoð eins og þörf krefur. Ég ítreka góðar kveðjur og þakkir. Á þessum stundum sannast gildi samstöðu og samkenndar,“ segir Guðni í færslu sinni. Forseti Íslands Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að enn á ný höfum við verið minnt á ægimátt náttúruaflanna. Guðni birtir færslu á Facebook-síðu sinni í dag í tilefni af snjóflóðunum sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði í gærkvöldi og nótt. „Ég sendi hlýjar kveðjur vestur á firði og einlægar þakkir til allra sem brugðust við og sinntu nauðsynlegum störfum eftir snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði. Blessunarlega varð ekki mannskaði, annað tjón er unnt að bæta. Enn vorum við minnt á ægimátt náttúruaflanna. Um leið sönnuðu gildi sitt varnargarðarnir, sem reistir voru á Flateyri eftir flóðið mikla fyrir aldarfjórðungi, þótt litlu hafi mátt muna nú – slíkur var hamfarakrafturinn þar. Á reglubundnum fundi okkar forsætisráðherra í morgun fræddi Katrín Jakobsdóttir mig um fund hennar með almannavörnum í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð í morgun og þær upplýsingar sem þar komu fram. Sem betur fer virðist veður nú ganga niður á Vestfjörðum en áfram þarf að hafa vara á, flytja fólk og vistir og veita fólki stuðning og aðstoð eins og þörf krefur. Ég ítreka góðar kveðjur og þakkir. Á þessum stundum sannast gildi samstöðu og samkenndar,“ segir Guðni í færslu sinni.
Forseti Íslands Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Fleiri fréttir Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. 15. janúar 2020 10:02
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59