Annað snjóflóð féll í Súgandafirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 14:07 Frá Suðureyri í gærkvöldi eftir að flóðbylgjan skall á bænum í kjölfar snjóflóðs hinu megin í firðinum. einar ómarsson Annað snjóflóð hefur fallið í Súgandafirði að sögn Vals Sæþórs Valgeirssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Hann segir ekki ljóst hvenær það hafi fallið en að því er fram kemur á mbl, sem greindi fyrst frá flóðinu, gæti það hafa gerst í nótt. Flóði féll fyrir innan Norðureyri, handan Suðureyrar. „Það hefur fallið flóð hér innar í firðinum, en hvenær það var það veit ég ekki en það eru greinileg ummerki hérna í firðinum að það hefur fallið flóð. Það er eiginlega bara góðs viti, þá er hlíðin að hreinsa sig, það er það sem menn eru að bíða eftir,“ segir Valur í samtali við Vísi. Valur segir ekki þetta flóð ekki jafn stórt og flóðið sem kom niður í gærkvöldi. Því flóði fylgdi flóðbylgja á sjó en Valur segir ekkert slíkt hafa komið með þessu flóði. Hins vegar séu mikill krapi á firðinum. Spurður út í það hvernig veðrið er nú á Suðureyri og hvort það sé eitthvað að ganga niður segir hann að veðrinu sé að slota. „Við hefðum viljað fá betra skyggni til að geta kíkt betur yfir fjörðinn, sjá hvaðan flóðið í gærkvöldi kom nákvæmlega. Við erum að bíða eftir því að það rofi meira til. En hann er orðinn hægur hérna og nánast úrkomulaus þannig að þetta er bara að ganga niður.“ Spurður út í tjón vegna flóðbylgjunnar sem fylgdi snjóflóðinu í gærkvöldi segir Valur að ekki sé enn búið að meta það. Tjónið í höfninni þó verið sáralítið. „Það gekk eitthvað yfir höfnina en mestur sjórinn er á þessum húsum sem liggja hérna við sjóvarnargarðinn sem er meðfram allri Suðureyri. Það eru bæði íbúðarhúsnæði og geymsluhúsnæði og iðnaðarhúsnæði,“ segir Valur. Hann segir sjó hafa farið inn í geymsluhúsnæðið og að gaflinn á því húsi sé farinn úr að stórum hluta. Þá brotnaði rúða í einu íbúðarhúsi svo sjór flæddi inn á gólf. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Annað snjóflóð hefur fallið í Súgandafirði að sögn Vals Sæþórs Valgeirssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Hann segir ekki ljóst hvenær það hafi fallið en að því er fram kemur á mbl, sem greindi fyrst frá flóðinu, gæti það hafa gerst í nótt. Flóði féll fyrir innan Norðureyri, handan Suðureyrar. „Það hefur fallið flóð hér innar í firðinum, en hvenær það var það veit ég ekki en það eru greinileg ummerki hérna í firðinum að það hefur fallið flóð. Það er eiginlega bara góðs viti, þá er hlíðin að hreinsa sig, það er það sem menn eru að bíða eftir,“ segir Valur í samtali við Vísi. Valur segir ekki þetta flóð ekki jafn stórt og flóðið sem kom niður í gærkvöldi. Því flóði fylgdi flóðbylgja á sjó en Valur segir ekkert slíkt hafa komið með þessu flóði. Hins vegar séu mikill krapi á firðinum. Spurður út í það hvernig veðrið er nú á Suðureyri og hvort það sé eitthvað að ganga niður segir hann að veðrinu sé að slota. „Við hefðum viljað fá betra skyggni til að geta kíkt betur yfir fjörðinn, sjá hvaðan flóðið í gærkvöldi kom nákvæmlega. Við erum að bíða eftir því að það rofi meira til. En hann er orðinn hægur hérna og nánast úrkomulaus þannig að þetta er bara að ganga niður.“ Spurður út í tjón vegna flóðbylgjunnar sem fylgdi snjóflóðinu í gærkvöldi segir Valur að ekki sé enn búið að meta það. Tjónið í höfninni þó verið sáralítið. „Það gekk eitthvað yfir höfnina en mestur sjórinn er á þessum húsum sem liggja hérna við sjóvarnargarðinn sem er meðfram allri Suðureyri. Það eru bæði íbúðarhúsnæði og geymsluhúsnæði og iðnaðarhúsnæði,“ segir Valur. Hann segir sjó hafa farið inn í geymsluhúsnæðið og að gaflinn á því húsi sé farinn úr að stórum hluta. Þá brotnaði rúða í einu íbúðarhúsi svo sjór flæddi inn á gólf.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira