Annað snjóflóð féll í Súgandafirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 14:07 Frá Suðureyri í gærkvöldi eftir að flóðbylgjan skall á bænum í kjölfar snjóflóðs hinu megin í firðinum. einar ómarsson Annað snjóflóð hefur fallið í Súgandafirði að sögn Vals Sæþórs Valgeirssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Hann segir ekki ljóst hvenær það hafi fallið en að því er fram kemur á mbl, sem greindi fyrst frá flóðinu, gæti það hafa gerst í nótt. Flóði féll fyrir innan Norðureyri, handan Suðureyrar. „Það hefur fallið flóð hér innar í firðinum, en hvenær það var það veit ég ekki en það eru greinileg ummerki hérna í firðinum að það hefur fallið flóð. Það er eiginlega bara góðs viti, þá er hlíðin að hreinsa sig, það er það sem menn eru að bíða eftir,“ segir Valur í samtali við Vísi. Valur segir ekki þetta flóð ekki jafn stórt og flóðið sem kom niður í gærkvöldi. Því flóði fylgdi flóðbylgja á sjó en Valur segir ekkert slíkt hafa komið með þessu flóði. Hins vegar séu mikill krapi á firðinum. Spurður út í það hvernig veðrið er nú á Suðureyri og hvort það sé eitthvað að ganga niður segir hann að veðrinu sé að slota. „Við hefðum viljað fá betra skyggni til að geta kíkt betur yfir fjörðinn, sjá hvaðan flóðið í gærkvöldi kom nákvæmlega. Við erum að bíða eftir því að það rofi meira til. En hann er orðinn hægur hérna og nánast úrkomulaus þannig að þetta er bara að ganga niður.“ Spurður út í tjón vegna flóðbylgjunnar sem fylgdi snjóflóðinu í gærkvöldi segir Valur að ekki sé enn búið að meta það. Tjónið í höfninni þó verið sáralítið. „Það gekk eitthvað yfir höfnina en mestur sjórinn er á þessum húsum sem liggja hérna við sjóvarnargarðinn sem er meðfram allri Suðureyri. Það eru bæði íbúðarhúsnæði og geymsluhúsnæði og iðnaðarhúsnæði,“ segir Valur. Hann segir sjó hafa farið inn í geymsluhúsnæðið og að gaflinn á því húsi sé farinn úr að stórum hluta. Þá brotnaði rúða í einu íbúðarhúsi svo sjór flæddi inn á gólf. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Annað snjóflóð hefur fallið í Súgandafirði að sögn Vals Sæþórs Valgeirssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Hann segir ekki ljóst hvenær það hafi fallið en að því er fram kemur á mbl, sem greindi fyrst frá flóðinu, gæti það hafa gerst í nótt. Flóði féll fyrir innan Norðureyri, handan Suðureyrar. „Það hefur fallið flóð hér innar í firðinum, en hvenær það var það veit ég ekki en það eru greinileg ummerki hérna í firðinum að það hefur fallið flóð. Það er eiginlega bara góðs viti, þá er hlíðin að hreinsa sig, það er það sem menn eru að bíða eftir,“ segir Valur í samtali við Vísi. Valur segir ekki þetta flóð ekki jafn stórt og flóðið sem kom niður í gærkvöldi. Því flóði fylgdi flóðbylgja á sjó en Valur segir ekkert slíkt hafa komið með þessu flóði. Hins vegar séu mikill krapi á firðinum. Spurður út í það hvernig veðrið er nú á Suðureyri og hvort það sé eitthvað að ganga niður segir hann að veðrinu sé að slota. „Við hefðum viljað fá betra skyggni til að geta kíkt betur yfir fjörðinn, sjá hvaðan flóðið í gærkvöldi kom nákvæmlega. Við erum að bíða eftir því að það rofi meira til. En hann er orðinn hægur hérna og nánast úrkomulaus þannig að þetta er bara að ganga niður.“ Spurður út í tjón vegna flóðbylgjunnar sem fylgdi snjóflóðinu í gærkvöldi segir Valur að ekki sé enn búið að meta það. Tjónið í höfninni þó verið sáralítið. „Það gekk eitthvað yfir höfnina en mestur sjórinn er á þessum húsum sem liggja hérna við sjóvarnargarðinn sem er meðfram allri Suðureyri. Það eru bæði íbúðarhúsnæði og geymsluhúsnæði og iðnaðarhúsnæði,“ segir Valur. Hann segir sjó hafa farið inn í geymsluhúsnæðið og að gaflinn á því húsi sé farinn úr að stórum hluta. Þá brotnaði rúða í einu íbúðarhúsi svo sjór flæddi inn á gólf.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira