Gera þarf átak í uppbyggingu á varnargörðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. janúar 2020 20:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal þeirra sem funduðu í ráðherrabústaðnum í dag. Vísir/vilhelm Gera þarf átak í uppbyggingu snjóflóðavarna að mati fjármálaráðherra. Ráðherranefnd fundaði með viðbragðsaðilum í dag. Atburðirnir fyrir vestan snerta málaflokka fjölda ráðuneyta og því var efnt til fundar ráðherranefndar um samræmingu málefna í ráðherrabústaðnum í dag. Þar komu saman fimm ráðherrar, fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, náttúruhamfaratryggingar og Rauða krossins. Fjármálaráðherra segir að bregðast þurfi hraðar við í uppbyggingu snjóflóðavarnargarða. „Ég held við þurfum að horfast í augu við að við erum eftir á í uppbygginu á varnarmannvirkjum," segir Bjarni Benediktsson. „Með núverandi framkvæmdahraða eru áratugir, jafnvel þrjátíu ár, í að við ljúkum uppbyggingu slíkra varnarmannvirkja alls staðar um landið. En fyrri áform gengu út á það að vera búin að þessu núna 2020. Þannig að mér sýnist að þar þurfum við að gera átak," segir Bjarni. Forsætisráðherra segir að einnig þurfi að skoða núverandi varnargarða. Sérstaklega ljósi þess að eitt flóðið á Flateyri hafi að hluta farið yfir garðinn. „Þetta varnarmannvirki er byggt á sínum tíma. Það byggir á þeim viðmiðum sem voru lögð til grundvallar þá. Þannig að sjálfsögðu verður farið yfir þau. Ekki bara á þessum stöðum, heldur almennt," segir Katrín Jakobsdóttir. Hún segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Nú þurfi að huga að íbúum og áfallahjálp. Þetta ýfi upp sár frá fyrri hamförum á svæðinu. „Það er það sem margir eru að endurupplifa þegar svona viðburðir verða. En um leið er það stórkostleg blessun að ekki hafi orðið manntjón. Og að ungu stúlkunni, þrátt fyrir að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni líður, að henni hafi verið bjargað," segir hún. Heilbrigðisráðherra tekur undir þetta. „Við erum að skoða og meta á stórum skala hvað þurfi að gera til lengri og skemmri tíma. Þá er ég að tala um sálfræðilegan stuðning og aðstoð við íbúa. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að það verði gert vel," segir Svandís Svavarsdóttir. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Gera þarf átak í uppbyggingu snjóflóðavarna að mati fjármálaráðherra. Ráðherranefnd fundaði með viðbragðsaðilum í dag. Atburðirnir fyrir vestan snerta málaflokka fjölda ráðuneyta og því var efnt til fundar ráðherranefndar um samræmingu málefna í ráðherrabústaðnum í dag. Þar komu saman fimm ráðherrar, fulltrúar Ríkislögreglustjóra, Veðurstofunnar, náttúruhamfaratryggingar og Rauða krossins. Fjármálaráðherra segir að bregðast þurfi hraðar við í uppbyggingu snjóflóðavarnargarða. „Ég held við þurfum að horfast í augu við að við erum eftir á í uppbygginu á varnarmannvirkjum," segir Bjarni Benediktsson. „Með núverandi framkvæmdahraða eru áratugir, jafnvel þrjátíu ár, í að við ljúkum uppbyggingu slíkra varnarmannvirkja alls staðar um landið. En fyrri áform gengu út á það að vera búin að þessu núna 2020. Þannig að mér sýnist að þar þurfum við að gera átak," segir Bjarni. Forsætisráðherra segir að einnig þurfi að skoða núverandi varnargarða. Sérstaklega ljósi þess að eitt flóðið á Flateyri hafi að hluta farið yfir garðinn. „Þetta varnarmannvirki er byggt á sínum tíma. Það byggir á þeim viðmiðum sem voru lögð til grundvallar þá. Þannig að sjálfsögðu verður farið yfir þau. Ekki bara á þessum stöðum, heldur almennt," segir Katrín Jakobsdóttir. Hún segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. Nú þurfi að huga að íbúum og áfallahjálp. Þetta ýfi upp sár frá fyrri hamförum á svæðinu. „Það er það sem margir eru að endurupplifa þegar svona viðburðir verða. En um leið er það stórkostleg blessun að ekki hafi orðið manntjón. Og að ungu stúlkunni, þrátt fyrir að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni líður, að henni hafi verið bjargað," segir hún. Heilbrigðisráðherra tekur undir þetta. „Við erum að skoða og meta á stórum skala hvað þurfi að gera til lengri og skemmri tíma. Þá er ég að tala um sálfræðilegan stuðning og aðstoð við íbúa. Við munum gera það sem í okkar valdi stendur til þess að það verði gert vel," segir Svandís Svavarsdóttir.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira