Hvað er sálrænn stuðningur? Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Brynhildur Bolladóttir skrifar 16. janúar 2020 16:02 Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og í Súgandafirði, rétt eins og annarra alvarlegra atburða, hefur mikið verið rætt um sálrænan stuðning. Sálrænn stuðningur er yfirheiti yfir aðstoð sem veitt er í kjölfar alvarlegra atburða. Einn partur af sálrænum stuðningi er áfallahjálp en sálrænn stuðningur er ekki aðeins veittur eftir áföll samkvæmt fræðilegri skilgreiningu þess orðs. Sálrænn stuðningur felst ekki síst í stuðningi frá samfélaginu og í því að ræða saman. Þannig eru fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins oft góður vettvangur fyrir fólk til að safnast saman og spjalla um líðan sína. Seigla, samstaða og samhugur fleyta fólki oft langt eftir alvarlega atburði. Innan sveitarfélaga eru stuðningskerfi til að mæta þörfum íbúa og oft er bætt í slíkan stuðning í kjölfar alvarlegra atburða sem þessa. Sálrænan stuðning mætti stundum kalla sálræna skyndihjálp. Það er ekki alltaf fagfólk sem veitir stuðninginn, rétt eins og þegar skyndihjálp er veitt. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins ræða við fólk og gefa fólki mynd af því við hverju má búast næstu daga og vikur, enda getur vanlíðan komið fram síðar. Sumir þurfa á meiri eftirfylgni að halda en öðrum dugar samvera og samtal. Það er alveg ljóst að sálrænn stuðningur er ekki töfralausn við vanlíðan í kjölfar alvarlegra atburða en rannsóknir hafa sýnt að slíkur stuðningur gagnast mörgum til þess að vinna úr vanlíðan og áföllum. Ekki allir sem lenda í alvarlegum aðstæðum upplifa það sem áfall þó vissulega hrikti í og fólk finni fyrir alls konar tilfinningum í kjölfarið sem er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum. Margir þættir spila þar inn auk þess sem viðbrögðin breytast og geta sveiflast nokkuð fyrstu dagana. Það er eðlilegt að upplifa ótta, sorg og hjálparleysi eftir alvarlega atburði og ekki síst eftir atburði sem eru jafn greiptir í þjóðarsálina og snjóflóðin á Súðavík og Flateyri 25 árum síðan. Mælt er með því að leita sér sérfræðiaðstoðar ef streita og sterkar tilfinningar dofna ekki á næstu 4-6 vikum og ef fólk upplifir tilfinningalegt ójafnvægi, spennu, tómleika og örmögnun, ef fólk sefur illa og fær martraðir. Slík vanlíðan getur haft neikvæð áhrif á samskipti og stuðlað að einangrun. Það mikilvægasta sem við getum gert er að vera í samvistum með fjölskyldu, vinum og félögum sem geta stutt okkur, hitta aðra sem hafa upplifað sömu atburði og hugsa vel um svefn, næringu og hreyfingu. Rétt er að minna á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið sem eru opin allan sólarhringinn. Þar er hægt að fá beinan stuðning og upplýsingar um hvert sé best að leita. Hjá Hjálparsímanum ríkir fullur trúnaður og nafnleynd. Hugum að náunganum og veitum hvort öðru sálrænan stuðning.Elfa Dögg S. Leifsdóttir er sálfræðingur Rauða krossins. Brynhildur Bolladóttir er upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Brynhildur Bolladóttir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Í kjölfar snjóflóðanna á Flateyri og í Súgandafirði, rétt eins og annarra alvarlegra atburða, hefur mikið verið rætt um sálrænan stuðning. Sálrænn stuðningur er yfirheiti yfir aðstoð sem veitt er í kjölfar alvarlegra atburða. Einn partur af sálrænum stuðningi er áfallahjálp en sálrænn stuðningur er ekki aðeins veittur eftir áföll samkvæmt fræðilegri skilgreiningu þess orðs. Sálrænn stuðningur felst ekki síst í stuðningi frá samfélaginu og í því að ræða saman. Þannig eru fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins oft góður vettvangur fyrir fólk til að safnast saman og spjalla um líðan sína. Seigla, samstaða og samhugur fleyta fólki oft langt eftir alvarlega atburði. Innan sveitarfélaga eru stuðningskerfi til að mæta þörfum íbúa og oft er bætt í slíkan stuðning í kjölfar alvarlegra atburða sem þessa. Sálrænan stuðning mætti stundum kalla sálræna skyndihjálp. Það er ekki alltaf fagfólk sem veitir stuðninginn, rétt eins og þegar skyndihjálp er veitt. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar Rauða krossins ræða við fólk og gefa fólki mynd af því við hverju má búast næstu daga og vikur, enda getur vanlíðan komið fram síðar. Sumir þurfa á meiri eftirfylgni að halda en öðrum dugar samvera og samtal. Það er alveg ljóst að sálrænn stuðningur er ekki töfralausn við vanlíðan í kjölfar alvarlegra atburða en rannsóknir hafa sýnt að slíkur stuðningur gagnast mörgum til þess að vinna úr vanlíðan og áföllum. Ekki allir sem lenda í alvarlegum aðstæðum upplifa það sem áfall þó vissulega hrikti í og fólk finni fyrir alls konar tilfinningum í kjölfarið sem er eðlilegt í óeðlilegum aðstæðum. Margir þættir spila þar inn auk þess sem viðbrögðin breytast og geta sveiflast nokkuð fyrstu dagana. Það er eðlilegt að upplifa ótta, sorg og hjálparleysi eftir alvarlega atburði og ekki síst eftir atburði sem eru jafn greiptir í þjóðarsálina og snjóflóðin á Súðavík og Flateyri 25 árum síðan. Mælt er með því að leita sér sérfræðiaðstoðar ef streita og sterkar tilfinningar dofna ekki á næstu 4-6 vikum og ef fólk upplifir tilfinningalegt ójafnvægi, spennu, tómleika og örmögnun, ef fólk sefur illa og fær martraðir. Slík vanlíðan getur haft neikvæð áhrif á samskipti og stuðlað að einangrun. Það mikilvægasta sem við getum gert er að vera í samvistum með fjölskyldu, vinum og félögum sem geta stutt okkur, hitta aðra sem hafa upplifað sömu atburði og hugsa vel um svefn, næringu og hreyfingu. Rétt er að minna á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjallið sem eru opin allan sólarhringinn. Þar er hægt að fá beinan stuðning og upplýsingar um hvert sé best að leita. Hjá Hjálparsímanum ríkir fullur trúnaður og nafnleynd. Hugum að náunganum og veitum hvort öðru sálrænan stuðning.Elfa Dögg S. Leifsdóttir er sálfræðingur Rauða krossins. Brynhildur Bolladóttir er upplýsingafulltrúi Rauða krossins.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun