Innlent

Átakshópur skipaður vegna bráðamóttökunnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Átakshópur verður skipaður.
Átakshópur verður skipaður. Vísir/Vilhelm

Átakshópur verður skipaður til að finna lausnir á brýnum vanda bráðamóttökunnar og hrinda þeim í framkvæmd. Þetta er sameiginleg niðurstaða fundar heilbrigðisráðherra, landlæknis og forstjóra Landspítalans sem haldinn var í heilbrigðisráðuneytinu í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir að á fundinum hafi verið fjallað um aðstæður á bráðamóttöku Landspítalans, vandamálin sem þar er helst við að etja og aðgerðir til að leysa vandann til skemmri og lengri tíma.

Í gær afhenti landlæknir í heilbrigðisráðherra minnisblað varðandi stöðuna á bráðamóttöku Landspítala og var efni þess kynnt fyrir forstjóra sjúkrahússins og þeim stjórnendum sjúkrahússins sem sátu fundinn í dag auk hans.

Þar segir að þrátt fyrir fjölda aðgerða sem gripið hafi verið til af hálfu heilbrigðisráðuneytisins og Landspítalans hafi staðan á bráðamóttökunni ekki batnað. Allt of margir sjúklingar bíði þar eftir innlögn á deildir spítalans.

Telur embætti Landlæknis meginvandann vera skort á hjúkrunarrýmum og vöntun á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum á legudeildum spítalans. Alls eru nú 40 rúm lokuð á bráðalegudeildum spítalans vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum en voru 35 fyrir ári.


Tengdar fréttir

Notar orðin „fokking dísaster“ til að lýsa ástandinu á bráðamóttökunni

Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseta íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans sé best lýst með orðunum "fokking dísaster“ eða eins og þýða mætti yfir á íslensku sem algjör hörmung. Þetta segir hún eftir að hafa "eytt mjög miklum tíma“ bráðamóttökunni vegna veikinda náins ættingja undanfarna tólf mánuði.

Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans

Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×