Snjóflóðið á Flateyri hafi líklega verið stærra en flóðið árið 1995 Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. janúar 2020 20:29 Frá höfninni á Flateyri í dag. Önundur Hafsteinn Pálsson Forsætisráðherra segir að henni og ráðherrum í ríkisstjórn hennar, sem heimsóttu snjóflóðasvæðin á Vestfjörðum í dag, hafi verið tjáð að annað flóðið á Flateyri á þriðjudag hafi líklega verið stærra en flóðið 1995, þar sem tuttugu fórust. Þá verði framkvæmd áætlana um uppbyggingu ofanflóðavarna flýtt. Ráðherrarnir hafa að mestu leyti dvalið á Flateyri í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tjónið af snjóflóðunum væri svakalegt en um leið hefði hún skynjað mikla samheldni í hópi íbúa á Flateyri, sem hafi svo sannarlega tekið höndum saman. Ofanflóðavarnir á Vestfjörðum, sem og annars staðar á landinu, hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir að flóðin féllu síðla kvölds á þriðjudag. Komið hefur fram að bæði flóðin á Flateyri féllu yfir varnargarðinn og þá þurrkaðist atvinnulíf bæjarins nær út á örskömmum tíma þegar annað flóðið kom inn í höfnina. Innt eftir því hvernig ríkisstjórnin hyggist bregðast við gagnrýninni sagði Katrín að sérstaklega verði farið aðstæðurnar sem nú hafa skapast á Flateyri. „[…] flóðið núna, nú er okkur sagt það í dag að þetta flóð hafi líklega verið stærra en flóðið 1995 sem grandaði tuttugu manns, þannig að maður sér það að þetta skiptir máli. En að sjálfsögðu verður farið yfir allt hættumat í kjölfar þessa alls og síðan hvað varðar ofanflóðasjóðinn og uppbyggingu annars staðar þá liggur fyrir að henni átti að vera lokið 2010 en því var svo frestað. En við höfum ákveðið að við munum taka þau plön til gagngerrar skoðunar á vettvangi ríkisstjórnar, þannig að unnt verði að flýta þeim.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum hér að neðan. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að það hefði verið gott fyrir ráðherrana að hitta fólkið á svæðinu og finna æðruleysið og kraftinn sem þar væri að finna. Þegar greiningar liggi fyrir hjá sérfræðingum komi í ljós hvað hægt verði að gera á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá verði flóðin nú áminning um að ekki megi dvelja við áætlanir um úrbætur á ofanflóðavörnum á landinu. Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild hér að neðan. Önundur Hafsteinn Pálsson tók drónamyndirnar sem fylgja viðtalinu. Fram kom á vef Veðurstofu Íslands á sjötta tímanum í dag að flóðin tvö úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili á Flateyri væru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum. Þá sagði jafnframt á vef Veðurstofunnar að mælingar á rúmmáli flóðanna liggi ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum sé áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærilegt að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili hafi verið mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Forsætisráðherra segir að henni og ráðherrum í ríkisstjórn hennar, sem heimsóttu snjóflóðasvæðin á Vestfjörðum í dag, hafi verið tjáð að annað flóðið á Flateyri á þriðjudag hafi líklega verið stærra en flóðið 1995, þar sem tuttugu fórust. Þá verði framkvæmd áætlana um uppbyggingu ofanflóðavarna flýtt. Ráðherrarnir hafa að mestu leyti dvalið á Flateyri í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tjónið af snjóflóðunum væri svakalegt en um leið hefði hún skynjað mikla samheldni í hópi íbúa á Flateyri, sem hafi svo sannarlega tekið höndum saman. Ofanflóðavarnir á Vestfjörðum, sem og annars staðar á landinu, hafa sætt nokkurri gagnrýni eftir að flóðin féllu síðla kvölds á þriðjudag. Komið hefur fram að bæði flóðin á Flateyri féllu yfir varnargarðinn og þá þurrkaðist atvinnulíf bæjarins nær út á örskömmum tíma þegar annað flóðið kom inn í höfnina. Innt eftir því hvernig ríkisstjórnin hyggist bregðast við gagnrýninni sagði Katrín að sérstaklega verði farið aðstæðurnar sem nú hafa skapast á Flateyri. „[…] flóðið núna, nú er okkur sagt það í dag að þetta flóð hafi líklega verið stærra en flóðið 1995 sem grandaði tuttugu manns, þannig að maður sér það að þetta skiptir máli. En að sjálfsögðu verður farið yfir allt hættumat í kjölfar þessa alls og síðan hvað varðar ofanflóðasjóðinn og uppbyggingu annars staðar þá liggur fyrir að henni átti að vera lokið 2010 en því var svo frestað. En við höfum ákveðið að við munum taka þau plön til gagngerrar skoðunar á vettvangi ríkisstjórnar, þannig að unnt verði að flýta þeim.“ Viðtalið við Katrínu má sjá í spilaranum hér að neðan. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði að það hefði verið gott fyrir ráðherrana að hitta fólkið á svæðinu og finna æðruleysið og kraftinn sem þar væri að finna. Þegar greiningar liggi fyrir hjá sérfræðingum komi í ljós hvað hægt verði að gera á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Þá verði flóðin nú áminning um að ekki megi dvelja við áætlanir um úrbætur á ofanflóðavörnum á landinu. Viðtalið við Sigurð Inga má sjá í heild hér að neðan. Önundur Hafsteinn Pálsson tók drónamyndirnar sem fylgja viðtalinu. Fram kom á vef Veðurstofu Íslands á sjötta tímanum í dag að flóðin tvö úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili á Flateyri væru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í gær og dag unnið við mælingar á snjóflóðunum. Þá sagði jafnframt á vef Veðurstofunnar að mælingar á rúmmáli flóðanna liggi ekki fyrir en út frá tiltækum upplýsingum sé áætlað að Skollahvilftarflóðið kunni að vera sambærilegt að stærð við flóðið sem féll úr Skollahvilft í október 1995. Flóðið úr Innra-Bæjargili hafi verið mun minna að rúmmáli enda upptakasvæði þess minna.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30
Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51
Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41
Unglingsstúlkan útskrifuð og ráðherrar fljúga vestur Búist er við því að opnað verði fyrir umferð um Flateyrarveg um þrjúleytið í dag en samgöngur eru óðum að komast í samt lag á Vestfjörðum. 16. janúar 2020 12:37