Átta af hverjum tíu ánægð með Guðna Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2020 06:35 Guðni Th. Jóhannesson fær sér kökusneið þegar afmæli þeirra Íslendinga sem urðu 100 ára í fyrra var fagnað á Hrafnistu. Vísir/vilhelm Áttatíu prósent aðspurðra eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar, þar af er rúmlega helmingur mjög ánægður. Ánægjan er mest meðal stuðningsfólks Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar, en minnst á meðal Sjálfstæðisfólks og stuðningsmanna Miðflokksins. Könnunin, sem Fréttablaðið lét framkvæma dagana 10. til 15. janúar, ber einnig með sér að ekki sé marktækur munur á ánægju með störf forsetans eftir aldri. Konur eru örlítið ánægðari með Guðna en karlar, rétt eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við landsbyggðina. Fólk með hærri menntun og tekjur er jafnframt ánægðara með störf forsetans. Í samtali við blaðið segist Guðni að vonum þakklátur fyrir velvildina og stuðninginn. Hann sinni sínum störfum eftir bestu getu og samviku. „Blessunarlega hafa Íslendingar yfirleitt verið sáttir við sinn þjóðhöfðingja þótt þeir hafi ekki allir verið steyptir í sama mót, eða kannski vegna þess,“ segir Guðni um niðurstöðurnar.Sjá einnig: Guðni gefur aftur kost á sérMesta ánægjan með störf hans er meðal borgarstjórnarflokkanna og Framsóknar, en meðal kjósenda þeirra er ánægjan á bilinu 95 til 97 prósent. Þannig mældist engin óánægja meðal Samfylkingar-, Viðreisnar- og Framsóknarfólks. Sem fyrr segir er stuðningsfólk Miðflokks og Sjálfstæðisflokks minnst hrifið af störfum forsetans. Rúmlega 70 prósent Sjálfstæðisfólks er ánægt með Guðna en aðeins 34 prósent stuðningsmanna Miðflokksins. Fyrsta kjörtímabili Guðna lýkur í sumar og sagðist hann í nýársávarpi sínu ætla að sækjast eftir endurkjöri. Enginn hefur enn sem komið er lýst formlega yfir mótframboði en dómsmálaráðuneytið fékk tæplega 400 milljónir króna á síðustu fjárlögum til að standa straum af kostnaði við mögulegar kosningar. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Áttatíu prósent aðspurðra eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar, þar af er rúmlega helmingur mjög ánægður. Ánægjan er mest meðal stuðningsfólks Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar, en minnst á meðal Sjálfstæðisfólks og stuðningsmanna Miðflokksins. Könnunin, sem Fréttablaðið lét framkvæma dagana 10. til 15. janúar, ber einnig með sér að ekki sé marktækur munur á ánægju með störf forsetans eftir aldri. Konur eru örlítið ánægðari með Guðna en karlar, rétt eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við landsbyggðina. Fólk með hærri menntun og tekjur er jafnframt ánægðara með störf forsetans. Í samtali við blaðið segist Guðni að vonum þakklátur fyrir velvildina og stuðninginn. Hann sinni sínum störfum eftir bestu getu og samviku. „Blessunarlega hafa Íslendingar yfirleitt verið sáttir við sinn þjóðhöfðingja þótt þeir hafi ekki allir verið steyptir í sama mót, eða kannski vegna þess,“ segir Guðni um niðurstöðurnar.Sjá einnig: Guðni gefur aftur kost á sérMesta ánægjan með störf hans er meðal borgarstjórnarflokkanna og Framsóknar, en meðal kjósenda þeirra er ánægjan á bilinu 95 til 97 prósent. Þannig mældist engin óánægja meðal Samfylkingar-, Viðreisnar- og Framsóknarfólks. Sem fyrr segir er stuðningsfólk Miðflokks og Sjálfstæðisflokks minnst hrifið af störfum forsetans. Rúmlega 70 prósent Sjálfstæðisfólks er ánægt með Guðna en aðeins 34 prósent stuðningsmanna Miðflokksins. Fyrsta kjörtímabili Guðna lýkur í sumar og sagðist hann í nýársávarpi sínu ætla að sækjast eftir endurkjöri. Enginn hefur enn sem komið er lýst formlega yfir mótframboði en dómsmálaráðuneytið fékk tæplega 400 milljónir króna á síðustu fjárlögum til að standa straum af kostnaði við mögulegar kosningar.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira