Elísabet og Björgvin fundu hvort annað aftur eftir 25 ár Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2020 10:30 Björgvin og Elísabet fundu hvort annað aftur. Myndlistarkonan Elísabet Ásberg og framkvæmdastjórinn Guðmundur Björgvin Baldursson voru kærustupar sem táningar. „Sem barn bjó ég í Keflavík en síðan flytjum við fjölskyldan til Reykjavíkur og kaupum okkur hús þar. Foreldrar mínir kaupa semsagt húsið af foreldrum Björgvins og þegar við erum að skoða húsið sé ég einhvern sætan strák þarna,“ segir Elísabet en Björgvin manaði sig upp í það að bjóða Elísabetu á stefnumót stuttu seinna. Þarna eru þau 18 og 19 ára. „Ég var að vinna í bíóinu og hann býður mér einn daginn út að borða.“ „Ég var rosalega skotinn í Elísabetu á þessum tíma og fór og keypti mér alveg nýtt dress og fór með hana á Hótel Holt sem var langflottasti staðurinn á þeim tíma. Hún er reyndar búin að gera grín að þessu kvöldi við mig, þar sem ég var svo leiðinlegur,“ segir Björgvin sem sagði víst voðalega lítið á stefnumótinu. „Það var ekki að ég var eitthvað rosalega feiminn, ég var bara svo skotinn í henni og vildi ekki segja neitt heimskulegt. Ég vildi virkilega vera ég sjálfur en eiginlega kunni það ekki.“ Leiðir skildu þó og hittust þau ekki næstu 25 árin. Björgvin sendi svo Elísabetu vinabeiðni á Facebook öllum þessum árum eftir og nokkru seinna giftust þau, reyndar tvisvar. Undanfarin ár hefur Björgvin þyngst mikið og alltaf verið mikið jójó í þeim málum. Hann fór að lokum í magabandsaðgerð og hefur nú misst 50 kíló. Vala Matt hitti hjónin í Íslandi í dag á dögunum og fékk að heyra allt um nýja lífið og ástina. Ástin og lífið Ísland í dag Myndlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira
Myndlistarkonan Elísabet Ásberg og framkvæmdastjórinn Guðmundur Björgvin Baldursson voru kærustupar sem táningar. „Sem barn bjó ég í Keflavík en síðan flytjum við fjölskyldan til Reykjavíkur og kaupum okkur hús þar. Foreldrar mínir kaupa semsagt húsið af foreldrum Björgvins og þegar við erum að skoða húsið sé ég einhvern sætan strák þarna,“ segir Elísabet en Björgvin manaði sig upp í það að bjóða Elísabetu á stefnumót stuttu seinna. Þarna eru þau 18 og 19 ára. „Ég var að vinna í bíóinu og hann býður mér einn daginn út að borða.“ „Ég var rosalega skotinn í Elísabetu á þessum tíma og fór og keypti mér alveg nýtt dress og fór með hana á Hótel Holt sem var langflottasti staðurinn á þeim tíma. Hún er reyndar búin að gera grín að þessu kvöldi við mig, þar sem ég var svo leiðinlegur,“ segir Björgvin sem sagði víst voðalega lítið á stefnumótinu. „Það var ekki að ég var eitthvað rosalega feiminn, ég var bara svo skotinn í henni og vildi ekki segja neitt heimskulegt. Ég vildi virkilega vera ég sjálfur en eiginlega kunni það ekki.“ Leiðir skildu þó og hittust þau ekki næstu 25 árin. Björgvin sendi svo Elísabetu vinabeiðni á Facebook öllum þessum árum eftir og nokkru seinna giftust þau, reyndar tvisvar. Undanfarin ár hefur Björgvin þyngst mikið og alltaf verið mikið jójó í þeim málum. Hann fór að lokum í magabandsaðgerð og hefur nú misst 50 kíló. Vala Matt hitti hjónin í Íslandi í dag á dögunum og fékk að heyra allt um nýja lífið og ástina.
Ástin og lífið Ísland í dag Myndlist Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Sjá meira