Óttast að tjónið á Flateyri kunni að vera meira en talið var í fyrstu Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 17. janúar 2020 12:48 Innan úr húsi á Flateyri. Vísir/Egill Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður er staddur á Flateyri og segir að verið sé að reyna að koma daglegu lífi í skorður. Viðbragðsaðilar hafa verið í verðmætabjörgun og sérfræðingar frá Umhverfisstofnun eru að meta mengunina í höfninni þar sem sex bátar sukku í öðru snjóflóðinu. Þá Virðist þó sem svo að mengunin sé einangruð við svæðið innan hafnarinnar. Ljóst má vera að skemmdir urðu á varanlegum hafnarmannvirkjum á Flateyri, auk þess að flotbryggja slitnaði upp. Sláandi aðstæður Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, segir aðstæður á hamfarasvæðunum vera sláandi. „Líka að sjá hvað flóðið fer nærri öðrum húsum þannig að þegar við horfum á þetta heildrænt þá erum við þakklát hvernig þetta slapp til. Alltaf gott að vita til þess að enginn hafi slasast alvarlega. Það er náttúrulega það sem skiptir mestu máli.“ Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.Egill Aðalsteinsson Íbúar hér óttast að tjónið gæti verið meira en áður var talið og komi jafnvel ekki alveg í ljós fyrr en snjó leysir. „Það er algerlega þannig að við berum ábyrgð á þeim tjónum sem eru tryggð hjá okkur þangað til að hægt er að rannsaka þau. Það breytir engu um bótaskyldu okkar hvort við getum séð það strax eða ekki þannig að við högum bara okkar verkefnum i samræmi við þær aðstæður sem eru á hverjum stað.“ Frá Flateyri í dag.Jóhann K Þið eruð búin að meta aðstæður í dag og í gær. Hversu mikið tjón er þetta? „Við höfum ekki verið að meta eiginlegt tjón í fjárhæðum hérna. Við erum að ná yfirsýn yfir atburðinn, við erum að hitta fólk sem hefur orðið fyrir tjóni og við erum að upplýsa um þeirra réttindi og hvernig það snýr sér. Við erum fyrst og fremst nú í öflun upplýsinga og upplýsingagjöf til þeirra sem hlut eiga að máli.“ Hulda segir að fulltrúar Náttúruhamfaratryggingar fari svo heim síðar í dag en komi aftur á mánudag. Þá verði íbúafundur á mánudaginn og svo komi matsmenn í framhaldi af því. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tryggingar Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Viðbragðsaðilar á Flateyri hafa unnið að verðmætabjörgun í morgun. Ljóst er að gífurlegt tjón hefur orðið í bænum sem enn hefur þó ekki verið metið en óttast er að það gæti verið meira en áður var talið. Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður er staddur á Flateyri og segir að verið sé að reyna að koma daglegu lífi í skorður. Viðbragðsaðilar hafa verið í verðmætabjörgun og sérfræðingar frá Umhverfisstofnun eru að meta mengunina í höfninni þar sem sex bátar sukku í öðru snjóflóðinu. Þá Virðist þó sem svo að mengunin sé einangruð við svæðið innan hafnarinnar. Ljóst má vera að skemmdir urðu á varanlegum hafnarmannvirkjum á Flateyri, auk þess að flotbryggja slitnaði upp. Sláandi aðstæður Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, segir aðstæður á hamfarasvæðunum vera sláandi. „Líka að sjá hvað flóðið fer nærri öðrum húsum þannig að þegar við horfum á þetta heildrænt þá erum við þakklát hvernig þetta slapp til. Alltaf gott að vita til þess að enginn hafi slasast alvarlega. Það er náttúrulega það sem skiptir mestu máli.“ Hulda Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.Egill Aðalsteinsson Íbúar hér óttast að tjónið gæti verið meira en áður var talið og komi jafnvel ekki alveg í ljós fyrr en snjó leysir. „Það er algerlega þannig að við berum ábyrgð á þeim tjónum sem eru tryggð hjá okkur þangað til að hægt er að rannsaka þau. Það breytir engu um bótaskyldu okkar hvort við getum séð það strax eða ekki þannig að við högum bara okkar verkefnum i samræmi við þær aðstæður sem eru á hverjum stað.“ Frá Flateyri í dag.Jóhann K Þið eruð búin að meta aðstæður í dag og í gær. Hversu mikið tjón er þetta? „Við höfum ekki verið að meta eiginlegt tjón í fjárhæðum hérna. Við erum að ná yfirsýn yfir atburðinn, við erum að hitta fólk sem hefur orðið fyrir tjóni og við erum að upplýsa um þeirra réttindi og hvernig það snýr sér. Við erum fyrst og fremst nú í öflun upplýsinga og upplýsingagjöf til þeirra sem hlut eiga að máli.“ Hulda segir að fulltrúar Náttúruhamfaratryggingar fari svo heim síðar í dag en komi aftur á mánudag. Þá verði íbúafundur á mánudaginn og svo komi matsmenn í framhaldi af því.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tryggingar Tengdar fréttir Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15 Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10 Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14 sem varð fyrir snjóflóðinu sem féll á þriðjudagskvöld. 17. janúar 2020 12:15
Drónamyndir frá Flateyri sýna eyðilegginguna í höfninni Líkt og komið hefur fram varð gríðarlegt tjón í höfninni við Flateyri eftir að annað af tveimur snjóflóðum sem féll við bæinn á þriðjudaginn fór í höfnina. 16. janúar 2020 21:10
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30