Ráðgjafi Epstein og saksóknari gegn Clinton í lögfræðiteymi Trump Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2020 16:45 Á meðal fyrri skjólstæðinga Dershowitz eru Jeffrey Epstein og OJ Simpson. AP/Richard Drew Kenneth Starr, sérstaki saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton á sínum tíma, og Alan Dershowitz, lagaprófessor sem var ráðgjafi Jeffrey Epstein, verða í lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir réttarhöld Bandaríkjaþings yfir honum vegna meintra embættisbrota. Búist er við því að réttarhöld öldungadeildarinnar hefjist á þriðjudag. AP-fréttastofan sagði fyrst frá því að Starr og Dershowitz tækju þátt í að verja Trump fyrir kæru um að hann hafi misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins á því. Dershowitz staðfesti síðar á Twitter að hann væri hluti af lögfræðiteyminu. Starr var sérstakur saksóknari sem var í upphafi falið að rannsaka fasteignaviðskipti Bills Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta, í svonefndu Whitewater-máli á 10. áratugnum. Sú rannsókn leiddi ekki til neins en saksóknarar Starr grófu í leiðinni upp að Clinton hefði logið um kynferðislegt samband sem hann átti í við Monicu Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem repúblikanar stýrðu þá, kærðu Clinton fyrir embættisbrot á grundvelli skýrslu Starr um rannsóknina en forsetinn var sýknaður í öldungadeildinni þar sem demókratar fóru með meirihluta. Rannsókn Starr þótti umdeild á sínum tíma. Hún stóð yfir um fjögurra ára skeið og beindist í lokin að allt öðrum hlutum en Starr var upphaflega falið að rannsaka. Lewinsky brást við ráðningu Starr á Twitter í dag. „[Þ]etta er sannarlega „ertu að gera fjandans at í mér?“ dagur í dag,“ tísti hún. this is definitely an “are you fucking kidding me?” kinda day.— Monica Lewinsky (@MonicaLewinsky) January 17, 2020 Átti þátt í samkomulagi Epstein við saksóknara Dershowitz er heiðursprófessor við Harvard-háskóla sem tók meðal annars þátt í málsvörn O.J. Simpson. Í tísti sem hann sendi frá sér sagðist hann hafa verið á móti kærunni gegn Clinton fyrir embættisbrot og að hann hefði kosið Hillary Clinton. Hann muni taka þátt í munnlegum málflutningi við réttarhöldin í öldungadeildinni. Í seinni tíð hefur Dershowitz verið þekktur fyrir að koma Trump forseta til varnar á Fox-sjónvarpsstöðinni. Hann hefur einnig verið bendlaður við mál Jeffrey Epstein, kaupsýslumannsins sem var ákærður fyrir mansal og kynferðislega misnotkun á ungum stúlkum. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Dershowitz var lögfræðilegur ráðgjafi Epstein og átti þátt í umdeildu samkomulagi sem saksóknarar á Flórída gerðu við kaupsýslumanninn sem kom honum undan fangelsisvist fyrir rúmum áratug. Alexander Acosta, sem var ríkissaksóknari á Flórída á þeim tíma, sagði af sér sem atvinnumálaráðherra Trump vegna málsins í fyrra. Fréttavefurinn Axios hafði eftir Dershowitz í desember árið 2018 að hann hefði þegið nudd frá konu á heimili Epstein á Flórída. Hann fullyrðir þó að stúlkan hafi verið yfir lögaldri. Ein þeirra kvenna sem sakaði Epstein um misnotkun hélt því fram að Dershowitz hefði misnotað hana þegar hún var undir lögaldri. Hann hefur þverneitað því. Óljóst er hver málsrök verjenda Trump verða fyrir öldungadeildinni. Frá því að Úkraínuhneykslið sem Trump var á endanum kærður fyrir kom upp hefur hvorki Hvíta húsið né lögfræðingar forsetans gefið út eigin lýsingu á þeim atburðum sem málið varðar. Hvíta húsið hefur nær alfarið lagt af fréttamannafundi og hafnaði því að senda fulltrúa til að taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á meintum brotum Trump. Þess í stað hafa þeir gagnrýnt formsatriði í meðferð þingsins. Kenneth Starr stýrði rannsókn á Bill Clinton sem stóð yfir í um fjögur ár.AP/Lauren Victoria Burke Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Kenneth Starr, sérstaki saksóknarinn sem rannsakaði Bill Clinton á sínum tíma, og Alan Dershowitz, lagaprófessor sem var ráðgjafi Jeffrey Epstein, verða í lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta fyrir réttarhöld Bandaríkjaþings yfir honum vegna meintra embættisbrota. Búist er við því að réttarhöld öldungadeildarinnar hefjist á þriðjudag. AP-fréttastofan sagði fyrst frá því að Starr og Dershowitz tækju þátt í að verja Trump fyrir kæru um að hann hafi misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins á því. Dershowitz staðfesti síðar á Twitter að hann væri hluti af lögfræðiteyminu. Starr var sérstakur saksóknari sem var í upphafi falið að rannsaka fasteignaviðskipti Bills Clinton, þáverandi Bandaríkjaforseta, í svonefndu Whitewater-máli á 10. áratugnum. Sú rannsókn leiddi ekki til neins en saksóknarar Starr grófu í leiðinni upp að Clinton hefði logið um kynferðislegt samband sem hann átti í við Monicu Lewinsky, starfsnema í Hvíta húsinu. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem repúblikanar stýrðu þá, kærðu Clinton fyrir embættisbrot á grundvelli skýrslu Starr um rannsóknina en forsetinn var sýknaður í öldungadeildinni þar sem demókratar fóru með meirihluta. Rannsókn Starr þótti umdeild á sínum tíma. Hún stóð yfir um fjögurra ára skeið og beindist í lokin að allt öðrum hlutum en Starr var upphaflega falið að rannsaka. Lewinsky brást við ráðningu Starr á Twitter í dag. „[Þ]etta er sannarlega „ertu að gera fjandans at í mér?“ dagur í dag,“ tísti hún. this is definitely an “are you fucking kidding me?” kinda day.— Monica Lewinsky (@MonicaLewinsky) January 17, 2020 Átti þátt í samkomulagi Epstein við saksóknara Dershowitz er heiðursprófessor við Harvard-háskóla sem tók meðal annars þátt í málsvörn O.J. Simpson. Í tísti sem hann sendi frá sér sagðist hann hafa verið á móti kærunni gegn Clinton fyrir embættisbrot og að hann hefði kosið Hillary Clinton. Hann muni taka þátt í munnlegum málflutningi við réttarhöldin í öldungadeildinni. Í seinni tíð hefur Dershowitz verið þekktur fyrir að koma Trump forseta til varnar á Fox-sjónvarpsstöðinni. Hann hefur einnig verið bendlaður við mál Jeffrey Epstein, kaupsýslumannsins sem var ákærður fyrir mansal og kynferðislega misnotkun á ungum stúlkum. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í fyrra. Dershowitz var lögfræðilegur ráðgjafi Epstein og átti þátt í umdeildu samkomulagi sem saksóknarar á Flórída gerðu við kaupsýslumanninn sem kom honum undan fangelsisvist fyrir rúmum áratug. Alexander Acosta, sem var ríkissaksóknari á Flórída á þeim tíma, sagði af sér sem atvinnumálaráðherra Trump vegna málsins í fyrra. Fréttavefurinn Axios hafði eftir Dershowitz í desember árið 2018 að hann hefði þegið nudd frá konu á heimili Epstein á Flórída. Hann fullyrðir þó að stúlkan hafi verið yfir lögaldri. Ein þeirra kvenna sem sakaði Epstein um misnotkun hélt því fram að Dershowitz hefði misnotað hana þegar hún var undir lögaldri. Hann hefur þverneitað því. Óljóst er hver málsrök verjenda Trump verða fyrir öldungadeildinni. Frá því að Úkraínuhneykslið sem Trump var á endanum kærður fyrir kom upp hefur hvorki Hvíta húsið né lögfræðingar forsetans gefið út eigin lýsingu á þeim atburðum sem málið varðar. Hvíta húsið hefur nær alfarið lagt af fréttamannafundi og hafnaði því að senda fulltrúa til að taka þátt í rannsókn fulltrúadeildarinnar á meintum brotum Trump. Þess í stað hafa þeir gagnrýnt formsatriði í meðferð þingsins. Kenneth Starr stýrði rannsókn á Bill Clinton sem stóð yfir í um fjögur ár.AP/Lauren Victoria Burke
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12 Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Sjá meira
Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Sjálfstæð eftirlitsstofnun með framkvæmdavaldi Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hvíta húsið hafi brotið lög þegar neyðaraðstoð til Úkraínu, sem þingið hafði samþykkt, var fryst. 16. janúar 2020 16:12
Þingmenn sóru eið sem kviðdómur Donalds Trump Forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna lét þingmenn sverja að þeir myndu framfylgja réttlætinu af hlutlægni. 17. janúar 2020 09:41
Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04
Samverkamaður Giuliani bendlar Trump beint við Úkraínubraskið Lev Parnas, skjólstæðingur Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að forsetinn hafi vitað allt um þrýstingsherferð Giuliani í Úkraínu. 16. janúar 2020 10:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“