BHM gefur sex sumarbústaði í Brekkuskógi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. janúar 2020 12:15 Sex A-bústaðir í eigu BHM verða gefnir áhugasömum gegn því að þeir verði fjarlægðir af staðnum. BHM Bandalag Háskólamanna (BHM) hefur ákveðið að gefa sex sumarhús félagsins í Brekkuskógi í Bláskógabyggð gegn því að þau verði fjarlægð af svæðinu. Um er að ræða gömul A-hús, sem er barns síns tíma. Nýir og glæsilegir sumarbústaðir verða byggðar í staðinn á svæðinu. Síminn hefur ekki stoppað á skrifstofu BHM eftir að það var tilkynnt á heimasíðu félagsins að nú væri hægt að fá sex sumarbústaði orlofssjóðs gefins. Húsin sem eru A-hús eru um 40 ára gömul, 46 fermetrar að flatarmáli og standa á steyptum súlum. Húsin hafa fengið gott viðhald í gegnum árin en félagið telur að það myndi ekki svara kostnaði að ráðast í viðamikla endurnýjun á húsunum. „Þetta eru hús sem hafa þjónaða félagsmönnum afskaplega vel en nú er komið að leiðarlokum fyrir þau hús þannig að þau munu víkja núna fyrir nýjum og nútímalegri húsum sem falla betur í farveg sjóðfélaga og eru rekstrarlega hagkvæmari. Núna hefur sjóðurinn auglýst þessi hús þannig að þau fást afhent gegn þau verið sótt, við erum sem sagt að gefa þessi sex hús. Hugmyndin er kannski að í staðinn fyrir að vera að farga eða rífa húsin að setja þau þau þá frekar í hendur á áhugasömu og laghentu fólki sem getur gert sér mat úr þeim,“ segir Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM Bústaðirnir eru um 40 ára gamlir og hafa þjónað félagsmönnum BHM vel í gegnum öll þessi ár.BHM En hvernig hafa viðbrögðin verið, er mikill áhugi á að fá bústaðina gefins? „Viðbrögðin hafa verið afskaplega góð. Við höfðum áhyggjur af því að það myndi ganga treglega að koma þeim út en þetta hefur slegið í gegn. Fólk hefur verið duglegt að hafa samband frá öllum landshlutum þannig að ég á ekki von á öðru en að húsin fari,“ segir Gissur. Gissur segir að sex nýir sumarbústaðir verði byggðir í Brekkuskógi í stað þessara sex sem verða gefnir. En hvað á BHM marga sumarbústaði í dag? „Við eigum um sextíu eignir en erum með um hundrað eignir í útleigu á háanna tíma sem er þá sumartíminn. Eignirnar eru alltaf vinsælar, helgarnar voru lengi vel vinsælasti tíminn yfir veturinn en við erum að sjá að þróunin er aðeins að breytast þannig að leigan er alltaf að færst í auknu mæli inn í vikuna þannig að það er virkilega jákvætt,“ segir Gissur. Bláskógabyggð Kjaramál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Bandalag Háskólamanna (BHM) hefur ákveðið að gefa sex sumarhús félagsins í Brekkuskógi í Bláskógabyggð gegn því að þau verði fjarlægð af svæðinu. Um er að ræða gömul A-hús, sem er barns síns tíma. Nýir og glæsilegir sumarbústaðir verða byggðar í staðinn á svæðinu. Síminn hefur ekki stoppað á skrifstofu BHM eftir að það var tilkynnt á heimasíðu félagsins að nú væri hægt að fá sex sumarbústaði orlofssjóðs gefins. Húsin sem eru A-hús eru um 40 ára gömul, 46 fermetrar að flatarmáli og standa á steyptum súlum. Húsin hafa fengið gott viðhald í gegnum árin en félagið telur að það myndi ekki svara kostnaði að ráðast í viðamikla endurnýjun á húsunum. „Þetta eru hús sem hafa þjónaða félagsmönnum afskaplega vel en nú er komið að leiðarlokum fyrir þau hús þannig að þau munu víkja núna fyrir nýjum og nútímalegri húsum sem falla betur í farveg sjóðfélaga og eru rekstrarlega hagkvæmari. Núna hefur sjóðurinn auglýst þessi hús þannig að þau fást afhent gegn þau verið sótt, við erum sem sagt að gefa þessi sex hús. Hugmyndin er kannski að í staðinn fyrir að vera að farga eða rífa húsin að setja þau þau þá frekar í hendur á áhugasömu og laghentu fólki sem getur gert sér mat úr þeim,“ segir Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM Bústaðirnir eru um 40 ára gamlir og hafa þjónað félagsmönnum BHM vel í gegnum öll þessi ár.BHM En hvernig hafa viðbrögðin verið, er mikill áhugi á að fá bústaðina gefins? „Viðbrögðin hafa verið afskaplega góð. Við höfðum áhyggjur af því að það myndi ganga treglega að koma þeim út en þetta hefur slegið í gegn. Fólk hefur verið duglegt að hafa samband frá öllum landshlutum þannig að ég á ekki von á öðru en að húsin fari,“ segir Gissur. Gissur segir að sex nýir sumarbústaðir verði byggðir í Brekkuskógi í stað þessara sex sem verða gefnir. En hvað á BHM marga sumarbústaði í dag? „Við eigum um sextíu eignir en erum með um hundrað eignir í útleigu á háanna tíma sem er þá sumartíminn. Eignirnar eru alltaf vinsælar, helgarnar voru lengi vel vinsælasti tíminn yfir veturinn en við erum að sjá að þróunin er aðeins að breytast þannig að leigan er alltaf að færst í auknu mæli inn í vikuna þannig að það er virkilega jákvætt,“ segir Gissur.
Bláskógabyggð Kjaramál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira