Ekki í belti og sennilega ekki hæfur til að aka strætisvagninum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. janúar 2020 17:33 Mynd frá vettvangi slyssins. Mynd/RNSA Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður strætisvagns sem lést eftir að hafa misst stjórn á bifreiðinni þann 5. júni 2018 á Ólafsfjarðarvegi hafi ekki verið hæfur til að aka bifreiðinni sökum heilsubrests og lyfjanotkunar. Ökumaðurinn var ekki í belti. Þetta er ein af niðurstöðum nefndarinnar en lokaskýrsla hennar vegna slyssins var gefin út í gær.Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum á nokkurri ferð. Var hann á leið frá Siglufirði til Akureyrar.Þegar strætisvagninn var hálf inni á veginum hægra megin og hálf utan hans rann hún yfir heimreið, sem liggur þvert á veginn, og þaðan yfir árfarveg þar sem hún hafnaði á árbakkanum hinum megin árinnar.Rúmir 100 metrar voru frá þeim stað þar sem bifreiðin fór fyrst út af veginum þar til hún stöðvaðist.Ökumaðurinn lést á spítala tæpum mánuði eftir slysið af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Árfarvegurinn sem rútan stöðvaðist í.Mynd/RNSA Ekki í belti Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti og telur nefndin mögulegt að ökumaðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Um borð var einnig níu ára drengur. Hann var spenntur í öryggisbelti og slasaðist lítillega. Við rannsókn málsins kom í ljós að ökumaðurinn átti við margvísleg heilsufarsvandamál að stríða. Að mati nefndarinnar var ökuhæfi hans sennilega skert sökum veikinda og lyfjanotkunar vegna þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin aflaði sér við rannsókn málsins var maðurinn upplýstur af lækni um áhrif lyfjanna. Að mati nefndarinnar eru ákvæði í reglugerð um ökuskírteini sem hefðu sennilega getað komið í veg fyrir þetta slys, ef þeim væri framfylgt. Beinir nefndin því til Samgöngustofu að setja strax reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka í reglugerð um andlegt og líkamlegt hæfi. Þá er því einnig beint til Vegagerðarinnar að framkvæma öryggisúttekt á Ólafsfjarðarvegi og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi á veginum. Auk þess telur nefndin mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni, að því er fram kemur í skýrslu nefndarinnar. Fjallabyggð Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur sennilegt að ökumaður strætisvagns sem lést eftir að hafa misst stjórn á bifreiðinni þann 5. júni 2018 á Ólafsfjarðarvegi hafi ekki verið hæfur til að aka bifreiðinni sökum heilsubrests og lyfjanotkunar. Ökumaðurinn var ekki í belti. Þetta er ein af niðurstöðum nefndarinnar en lokaskýrsla hennar vegna slyssins var gefin út í gær.Slysið varð með þeim hætti að ökumaðurinn, karlmaður á sjötugsaldri, missti stjórn á bifreiðinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum á nokkurri ferð. Var hann á leið frá Siglufirði til Akureyrar.Þegar strætisvagninn var hálf inni á veginum hægra megin og hálf utan hans rann hún yfir heimreið, sem liggur þvert á veginn, og þaðan yfir árfarveg þar sem hún hafnaði á árbakkanum hinum megin árinnar.Rúmir 100 metrar voru frá þeim stað þar sem bifreiðin fór fyrst út af veginum þar til hún stöðvaðist.Ökumaðurinn lést á spítala tæpum mánuði eftir slysið af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Árfarvegurinn sem rútan stöðvaðist í.Mynd/RNSA Ekki í belti Ökumaðurinn var ekki spenntur í öryggisbelti og telur nefndin mögulegt að ökumaðurinn hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Um borð var einnig níu ára drengur. Hann var spenntur í öryggisbelti og slasaðist lítillega. Við rannsókn málsins kom í ljós að ökumaðurinn átti við margvísleg heilsufarsvandamál að stríða. Að mati nefndarinnar var ökuhæfi hans sennilega skert sökum veikinda og lyfjanotkunar vegna þeirra. Samkvæmt upplýsingum sem nefndin aflaði sér við rannsókn málsins var maðurinn upplýstur af lækni um áhrif lyfjanna. Að mati nefndarinnar eru ákvæði í reglugerð um ökuskírteini sem hefðu sennilega getað komið í veg fyrir þetta slys, ef þeim væri framfylgt. Beinir nefndin því til Samgöngustofu að setja strax reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka í reglugerð um andlegt og líkamlegt hæfi. Þá er því einnig beint til Vegagerðarinnar að framkvæma öryggisúttekt á Ólafsfjarðarvegi og vinna að úrbótum til að bæta umferðaröryggi á veginum. Auk þess telur nefndin mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni, að því er fram kemur í skýrslu nefndarinnar.
Fjallabyggð Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Sjá meira
Búið að opna Ólafsfjarðarveg Veginum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum. 5. júní 2018 21:25