Vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2020 19:00 Umhverfisráðherra kynnti áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs í dag. SIGURJÓN ÓLASON Umhverfis- og auðlindaráðherra vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð. Hann hyggst leggja frumvarpið fram í febrúar eða mars og segir raunhæft að það verði samþykkt. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Í morgun fór fram kynningarfundur um áformin sem er hluti af fundaröð ráðherrans sem fram fer um allt land. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Guðmundur segir þær áhyggjur óþarfar. Þvert á móti sé áætlað að fulltrúar sveitarfélaga, náttúruverndar, ferðaþjónustunnar og bænda komi að stjórnuninni ásamt ríkinu. „Ég er ekki sammála því að þarna sé verið að taka af einhverjum heldur eru fleiri að koma að málum heldur en að er í dag sem ég held að verði jákvætt fyrir þróun þessa svæðis,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Einnig hafa verið uppi áhyggjur um raforkuöryggi og segir Guðmundur mikilvægt að tryggja það. „Tengsl miðhálendisþjóðgarðsmálsins og þessa er ekki með þeim hætti að annað útiloki hitt. Það er ekkert sem bannar það að leggja jarðstrengi á þessu svæði en við erum vissulega að líta til þess að loftlínur eða línur í lofti sé ekki eitthvað sem er æskilegt,“ sagði Guðmundur. Nokkrir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af áformum um stofnunina. Guðmundur telur þó ólíklegt að málið muni valda titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Það held ég ekki. Við höfum sammælst um það að gera þetta í stjórnarsáttmála. Við vinnum bara með þetta mál eins og önnur,“ sagði Guðmundur. Sérð þú fram á einhver átök í þinginu? „Ég vil engu spá um það hvort það verði átök í þinginu eða ekki. Ég byrja bara á því að leggja þetta fram,“ sagði Guðmundur. Frumvarpið mun hann leggja fram í febrúar eða mars og telur hann raunhæft að frumvarpið verði samþykkt. „Já ég tel það raunhæft. Í fyrsta lagi er þetta eitt af stóru verkefnunum í stjórnarsáttmálanum. Mér finnst eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stórum málum. En ég vil meina að við séum búin að teikna þetta upp með þeim hætti að þetta sé þess eðlis að það eru mjög stór tækifæri í þessu, að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ sagði Guðmundur. Alþingi Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill engu spá um hvort átök verði í þinginu þegar umræður hefjast um hálendisþjóðgarð. Hann hyggst leggja frumvarpið fram í febrúar eða mars og segir raunhæft að það verði samþykkt. Umhverfisráðherra hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi um stofnun hálendisþjóðgarðs. Í morgun fór fram kynningarfundur um áformin sem er hluti af fundaröð ráðherrans sem fram fer um allt land. Sveitarfélög hafa lýst áhyggjum af því að áformin kunni að fela í sér valdatilfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Guðmundur segir þær áhyggjur óþarfar. Þvert á móti sé áætlað að fulltrúar sveitarfélaga, náttúruverndar, ferðaþjónustunnar og bænda komi að stjórnuninni ásamt ríkinu. „Ég er ekki sammála því að þarna sé verið að taka af einhverjum heldur eru fleiri að koma að málum heldur en að er í dag sem ég held að verði jákvætt fyrir þróun þessa svæðis,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Einnig hafa verið uppi áhyggjur um raforkuöryggi og segir Guðmundur mikilvægt að tryggja það. „Tengsl miðhálendisþjóðgarðsmálsins og þessa er ekki með þeim hætti að annað útiloki hitt. Það er ekkert sem bannar það að leggja jarðstrengi á þessu svæði en við erum vissulega að líta til þess að loftlínur eða línur í lofti sé ekki eitthvað sem er æskilegt,“ sagði Guðmundur. Nokkrir þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum af áformum um stofnunina. Guðmundur telur þó ólíklegt að málið muni valda titringi í ríkisstjórnarsamstarfinu. „Það held ég ekki. Við höfum sammælst um það að gera þetta í stjórnarsáttmála. Við vinnum bara með þetta mál eins og önnur,“ sagði Guðmundur. Sérð þú fram á einhver átök í þinginu? „Ég vil engu spá um það hvort það verði átök í þinginu eða ekki. Ég byrja bara á því að leggja þetta fram,“ sagði Guðmundur. Frumvarpið mun hann leggja fram í febrúar eða mars og telur hann raunhæft að frumvarpið verði samþykkt. „Já ég tel það raunhæft. Í fyrsta lagi er þetta eitt af stóru verkefnunum í stjórnarsáttmálanum. Mér finnst eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af stórum málum. En ég vil meina að við séum búin að teikna þetta upp með þeim hætti að þetta sé þess eðlis að það eru mjög stór tækifæri í þessu, að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ sagði Guðmundur.
Alþingi Umhverfismál Vatnajökulsþjóðgarður Þjóðgarðar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira