Sebastian: Jónas var kannski aðeins of nálægt Sæbjörn Þór Þórbergsson skrifar 18. janúar 2020 18:18 Sebastian sagði að sjö marka tap gæfi ekki rétta mynd af leiknum gegn Fram. vísir/vilhelm Fyrstu viðbrögð Sebastians, þjálfara Stjörnunnar, eftir tapið fyrir Fram, 25-32, voru þau að munurinn hefði getað verið fjögur eða fimm mörk en ekki sjö mörk þegar upp var staðið. Hann hélt svo áfram að tjá sig um leikinn: „Mér fannst við gefa þeim hörkugóðan leik en ódýr mörk í restina skekkja myndina aðeins. Í ljósi þess að það vantar mikið hjá okkur þá sýnir leikurinn að undirbúningurinn gekk vel. Ég er rosalega jákvæður þó að Fram hafi verið betra liðið í dag. Þessi leikur gefur góð fyrirheit upp á framhaldið, margir leikmenn sem eru að spila sig inn í liðið og upp á það að vera í hóp þegar aðrir leikmenn koma til baka úr meiðslum.“ Hvað er það helsta sem Sebastian sér í óreyndari leikmönnunum, sem fengu tækifæri í dag, sem hann getur nýtt í framhaldinu? „Auður Brynja stóð sig frábærlega í vörninni. Hún er að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. Frammistaðan hjá Sigrúnu á línunni var einnig góð,“ sagði Sebastian og hélt áfram að ræða leikinn. „Mér fannst áherslurnar í því sem við breyttum í jólafríinu, einhverjir sem vita ekki betur sjá ekki muninn, skila sér. Við hlupum til dæmis vel til baka. Það vantaði samt aðeins upp á markvörsluna og svo voru aðeins of margir tapaðir boltar sem töpuðust án þess að mínir leikmenn voru undir mikilli pressu,“ sagði Sebastian. Hann var að lokum spurður út í samskipti við Jónas Elíasson dómara í seinni hálfleiknum. Hann kallaði inn á völlinn að heimurinn þyrfti að farast til að „hún“ fengi dæmd skref á sig og Sebastian er þá að tala um leikmann Fram. „Ég skal alveg tjá mig um þetta. Ég var ekki að skamma Jónas, hann var kannski aðeins of nálægt. Við bekkurinn höfum rætt saman um það að vera ekki að kalla inn á til dómaranna. Ég heyrði „skref skref skref“ fyrir aftan mig og var í raun að skamma bekkinn. Jónas kom til mín og ég bað hann afsökunar,“ sagði Sebastian að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-32 | Framarar byrjuðu nýja árið með stæl Fram er áfram með tveggja stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni á útivelli. 18. janúar 2020 18:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð Sebastians, þjálfara Stjörnunnar, eftir tapið fyrir Fram, 25-32, voru þau að munurinn hefði getað verið fjögur eða fimm mörk en ekki sjö mörk þegar upp var staðið. Hann hélt svo áfram að tjá sig um leikinn: „Mér fannst við gefa þeim hörkugóðan leik en ódýr mörk í restina skekkja myndina aðeins. Í ljósi þess að það vantar mikið hjá okkur þá sýnir leikurinn að undirbúningurinn gekk vel. Ég er rosalega jákvæður þó að Fram hafi verið betra liðið í dag. Þessi leikur gefur góð fyrirheit upp á framhaldið, margir leikmenn sem eru að spila sig inn í liðið og upp á það að vera í hóp þegar aðrir leikmenn koma til baka úr meiðslum.“ Hvað er það helsta sem Sebastian sér í óreyndari leikmönnunum, sem fengu tækifæri í dag, sem hann getur nýtt í framhaldinu? „Auður Brynja stóð sig frábærlega í vörninni. Hún er að spila sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið. Frammistaðan hjá Sigrúnu á línunni var einnig góð,“ sagði Sebastian og hélt áfram að ræða leikinn. „Mér fannst áherslurnar í því sem við breyttum í jólafríinu, einhverjir sem vita ekki betur sjá ekki muninn, skila sér. Við hlupum til dæmis vel til baka. Það vantaði samt aðeins upp á markvörsluna og svo voru aðeins of margir tapaðir boltar sem töpuðust án þess að mínir leikmenn voru undir mikilli pressu,“ sagði Sebastian. Hann var að lokum spurður út í samskipti við Jónas Elíasson dómara í seinni hálfleiknum. Hann kallaði inn á völlinn að heimurinn þyrfti að farast til að „hún“ fengi dæmd skref á sig og Sebastian er þá að tala um leikmann Fram. „Ég skal alveg tjá mig um þetta. Ég var ekki að skamma Jónas, hann var kannski aðeins of nálægt. Við bekkurinn höfum rætt saman um það að vera ekki að kalla inn á til dómaranna. Ég heyrði „skref skref skref“ fyrir aftan mig og var í raun að skamma bekkinn. Jónas kom til mín og ég bað hann afsökunar,“ sagði Sebastian að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-32 | Framarar byrjuðu nýja árið með stæl Fram er áfram með tveggja stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni á útivelli. 18. janúar 2020 18:30 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fram 25-32 | Framarar byrjuðu nýja árið með stæl Fram er áfram með tveggja stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna eftir öruggan sigur á Stjörnunni á útivelli. 18. janúar 2020 18:30