Hvar er best að búa: Dönskukennari hjá rússneskum tölvuleikjarisa á Kýpur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2020 18:00 „Mér finnst ég ekki alltaf vera að hlaupa á móti vindi eins og þegar ég var kennari. Það gat stundum verið erfitt að sannfæra nemendur um að það gæti verið gagnlegt að læra dönsku,“ segir Marina Dögg Pledel Jónsdóttir hlæjandi, en hún tók u-beygju á starfsferlinum fyrir nokkrum árum þegar hún fór úr kennslu yfir í tölvuleikjabransann. Dögg er viðmælandi Lóu Pind í þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? Dögg er afar sátt við starf sitt sem ráðningarstjóri hjá Wargaming á Kýpur en það getur tekið á taugarnar eins og heyra má í broti úr þættinum sem hér fylgir. Dögg hafði aðallega kennt dönsku í grunnskóla og framhaldsskóla þegar hún ákvað að læra mannauðsstjórnun og árið 2012 ákvað hún að nýta sér hið góða sumarfrí kennara til að láta reyna á þessa nýju gráðu. Hún hafði samband við nokkur fyrirtæki og bauð fram starfskrafta sína. CCP var eina fyrirtækið sem svaraði, þar vann hún á lágmarkslaunum um sumarið og var svo boðið starf um haustið. Nokkrum árum síðar varð röð tilviljana til þess að henni var boðið starf hjá hvítrússneska tölvuleikjafyrirtækinu Wargaming á Kýpur. Fjölskyldunni allri var boðið að koma og skoða aðstæður á Kýpur áður en hún tók ákvörðun. Þar sem þau stóðu við klett ástargyðjunnar Afródítu á Kýpur ákváðu þau að láta slag standa. Dögg flutti svo út í október 2017 og eiginmaður hennar Sveinbjörn Ólafur Ragnarsson og sonur þeirra Sveinbjörn Lucas komu 10 mánuðum síðar í ágúst 2018. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Dögg, Sveinbjörn og Svenna Lucas ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 6. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Kýpur Tengdar fréttir „Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Lóa Pind skoðar íbúðir með fasteignasala á Spáni - glænýjar íbúðir frá 17,5 milljónum 12. janúar 2020 16:30 Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00 Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina "Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. 12. janúar 2020 12:54 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
„Mér finnst ég ekki alltaf vera að hlaupa á móti vindi eins og þegar ég var kennari. Það gat stundum verið erfitt að sannfæra nemendur um að það gæti verið gagnlegt að læra dönsku,“ segir Marina Dögg Pledel Jónsdóttir hlæjandi, en hún tók u-beygju á starfsferlinum fyrir nokkrum árum þegar hún fór úr kennslu yfir í tölvuleikjabransann. Dögg er viðmælandi Lóu Pind í þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? Dögg er afar sátt við starf sitt sem ráðningarstjóri hjá Wargaming á Kýpur en það getur tekið á taugarnar eins og heyra má í broti úr þættinum sem hér fylgir. Dögg hafði aðallega kennt dönsku í grunnskóla og framhaldsskóla þegar hún ákvað að læra mannauðsstjórnun og árið 2012 ákvað hún að nýta sér hið góða sumarfrí kennara til að láta reyna á þessa nýju gráðu. Hún hafði samband við nokkur fyrirtæki og bauð fram starfskrafta sína. CCP var eina fyrirtækið sem svaraði, þar vann hún á lágmarkslaunum um sumarið og var svo boðið starf um haustið. Nokkrum árum síðar varð röð tilviljana til þess að henni var boðið starf hjá hvítrússneska tölvuleikjafyrirtækinu Wargaming á Kýpur. Fjölskyldunni allri var boðið að koma og skoða aðstæður á Kýpur áður en hún tók ákvörðun. Þar sem þau stóðu við klett ástargyðjunnar Afródítu á Kýpur ákváðu þau að láta slag standa. Dögg flutti svo út í október 2017 og eiginmaður hennar Sveinbjörn Ólafur Ragnarsson og sonur þeirra Sveinbjörn Lucas komu 10 mánuðum síðar í ágúst 2018. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Dögg, Sveinbjörn og Svenna Lucas ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 6. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Kýpur Tengdar fréttir „Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Lóa Pind skoðar íbúðir með fasteignasala á Spáni - glænýjar íbúðir frá 17,5 milljónum 12. janúar 2020 16:30 Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00 Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina "Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. 12. janúar 2020 12:54 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Sjá meira
„Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Lóa Pind skoðar íbúðir með fasteignasala á Spáni - glænýjar íbúðir frá 17,5 milljónum 12. janúar 2020 16:30
Seiðandi og kynþokkafullur með keim af leðri og rósum Andrea Maack segir að öll ilmvötnin sín séu hönnuð út frá tilfinningum. 13. janúar 2020 21:00
Íslendinganýlendan í Orihuela: „Besta ákvörðun sem ég hef tekið að flytja til Spánar“ Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti samfélag Íslendinga í Orihuela ásamt Agli Aðalsteinssyni myndatökumanni fyrir þáttaröðina "Hvar er best að búa?” og sjá má afraksturinn í þætti kvöldsins. 12. janúar 2020 12:54