Tuttugu útköll vegna elds og fimmtíu sjúkraflutningar í nótt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. janúar 2020 14:30 Að vanda var annríki hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á nýársnótt. Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á nýársnótt. Slökkviliðið sinnti alls tuttugu minniháttar útköllum vegna elds og um fimmtíu sjúkraflutningum. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir og þar af eina alvarlega. Víða þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan sinnti þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugeld og í flestum tilfellum kom slökkvilið einnig að verkefninu. Jónas Árnason er aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Nóttin var náttúrlega bara eins og oft vill verða á gamlárs, það var náttúrlega mikið um smáelda utandyra. Við fórum í einhver ein tuttugu útköll í nótt, nánast allt utandyra, gámar eða rusl sem hafði verið kveikt í. Þess á milli sinntum við einhverjum fimmtíu sjúkraflutningum,“ segir Jónas. Hann segir engin alvarleg slys hafa komið upp sem tengjast flugeldum sem slökkvilið hafi þurft að sinna. „Það virðist vera sem svo að fólk hafi bara farið nokkuð varlega með skoteldana þetta árið og við náttúrlega þökkum fyrir það að það var náttúrlega blautt yfir öllu þannig að við vorum ekki að fá þessa sinuelda sem oft vill verða í þurru veðri. Og eins og ég segi, engin meiriháttar óhöpp,“ segir Jónas. Þá fékk lögregla tilkynningu um nokkrar líkamsárásir, þá fyrstu skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárásir í miðbænum, í Breiðholti, Hafnarfirði og í Kópavogi og voru meintir gerendur vistaðir í fangageymslu. Alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Áramót Flugeldar Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira
Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu höfðu í nógu að snúast á nýársnótt. Slökkviliðið sinnti alls tuttugu minniháttar útköllum vegna elds og um fimmtíu sjúkraflutningum. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir og þar af eina alvarlega. Víða þurfti að sinna útköllum vegna hávaða á skemmtistöðum eða í heimahúsum. Alls voru 122 mál skráð hjá lögreglunni frá því klukkan fimm í gær til klukkan fimm í nótt samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan sinnti þrettán tilkynningum um lausan eld eftir notkun flugeld og í flestum tilfellum kom slökkvilið einnig að verkefninu. Jónas Árnason er aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Nóttin var náttúrlega bara eins og oft vill verða á gamlárs, það var náttúrlega mikið um smáelda utandyra. Við fórum í einhver ein tuttugu útköll í nótt, nánast allt utandyra, gámar eða rusl sem hafði verið kveikt í. Þess á milli sinntum við einhverjum fimmtíu sjúkraflutningum,“ segir Jónas. Hann segir engin alvarleg slys hafa komið upp sem tengjast flugeldum sem slökkvilið hafi þurft að sinna. „Það virðist vera sem svo að fólk hafi bara farið nokkuð varlega með skoteldana þetta árið og við náttúrlega þökkum fyrir það að það var náttúrlega blautt yfir öllu þannig að við vorum ekki að fá þessa sinuelda sem oft vill verða í þurru veðri. Og eins og ég segi, engin meiriháttar óhöpp,“ segir Jónas. Þá fékk lögregla tilkynningu um nokkrar líkamsárásir, þá fyrstu skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi um alvarlega líkamsárás í hverfi 108. Meintur gerandi var handtekinn á vettvangi og þolandi fluttur á sjúkrahús. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárásir í miðbænum, í Breiðholti, Hafnarfirði og í Kópavogi og voru meintir gerendur vistaðir í fangageymslu. Alls voru tíu vistaðir í fangageymslu á Hverfisgötu vegna ýmissa mála. Þá var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Áramót Flugeldar Sjúkraflutningar Slökkvilið Tengdar fréttir 122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Sjá meira
122 mál skráð hjá lögreglu í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast þessa fyrstu nótt ársins. 1. janúar 2020 08:16