Martraðamánuðir Jürgen Klopp eru framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 11:30 Jürgen Klopp hefur aðeins stýrt Liverpool til sigurs í 12 af 29 deildarleikjum í janúar og febrúar. Getty/John Powell Það er óhætt að segja að janúar og febrúar séu þeir tveir mánuðir þar sem Liverpool hefur verið í mestum vandræðum í stjóratíð. Það er því þar sem vonir Leicester City og Manchester City liggja ætli þau að vinna upp gott forskot Liverpool liðsins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta verkefni Liverpool á nýju ári er í kvöld þegar liðið fær nýliða Sheffield United í heimsókn á Anfield. Með sigri nær Liverpool aftur þrettán stiga forystu á toppnum. Það var vissulega nóg að gera hjá Liverpool liðinu í desember en liðið stóðst álagið fullkomlega, tryggði sér sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að missa úr einn leik sem liðið án nú inni á næstu lið. Jólin og áramótin eru hins vegar að baki og fyrstu mánuðir ársins hafa verið hálfgerðir matraðarmánuðir hjá Liverpool síðan að Jürgen Klopp settist í stjórastól félagsins. Liverpool have won only 12 out of 29 league games in January & February under Jürgen Klopp. Now it's time to put this historical trend to bed in 2020. https://t.co/0ovX837aoa— Liverpool.com (@Liverpoolcom_) January 1, 2020 Liverpool tapaði níu stigum á þessum tveimur mánuðum á tímabilinu í fyrra en 52,9 prósent stiganna sem liðið missti af á allri leiktíðinni. Eina deildartap liðsins á tímabilinu kom líka í fyrsta leik ársins sem var á móti Manchester City. Að auki gerði Liverpool liðið jafntefli á móti Leicester City, West Ham United og Manchester United. Þegar upp var staðið var Liverpool aðeins einu stigi frá Englandsmeistaratitlinum og þá er auðvelt að horfa til baka og á vandræði liðsins í fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það gekk betur í janúar og febrúar 2018 en árið þar á undan vann Liverpool aðeins einn af sjö deildarleikjum sínum í fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017. Liðið tapaði þá fyrir West Ham, Manchester United og Leicester. Samanlagt þá hefur Liverpool aðeins unnið 41,4 prósent deildarleikja sinna í janúar og febrúar síðan að Jürgen Klopp tók við. Liverpool hefur alls unnið 68,3 prósent leikja sinna undir stjórn Klopp þannig að þarna er mikill munur á. Síðan að febrúar lauk í fyrra hefur Liverpool nánast unnið alla leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur spilað 36 deildarleiki í röð án taps og alls náð í 82 stig af 84 mögulegum í síðustu 28 deildarleikjum sínum. Liðið ætti líka að endurheimta menn eins Fabinho, Joel Matip og Dejan Lovren á næstu vikum en þeir misstu allir mikið úr í lok ársins. Þá hefur Liverpool einnig bætt Japananum Takumi Minamino við leikmannahóp sinn. Nú er það spurning hvort martraðarmánuðir Jürgen Klopp haldi áfram og hvort að liðið komi með smá spennu aftur í titilbaráttunni með því að misstíga sig enn á ný á þessum tíma ársins. Það gæti gefið góð fyrirheit að sjá hvernig gengur á móti skeinuhættum nýliðum í kvöld. Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira
Það er óhætt að segja að janúar og febrúar séu þeir tveir mánuðir þar sem Liverpool hefur verið í mestum vandræðum í stjóratíð. Það er því þar sem vonir Leicester City og Manchester City liggja ætli þau að vinna upp gott forskot Liverpool liðsins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta verkefni Liverpool á nýju ári er í kvöld þegar liðið fær nýliða Sheffield United í heimsókn á Anfield. Með sigri nær Liverpool aftur þrettán stiga forystu á toppnum. Það var vissulega nóg að gera hjá Liverpool liðinu í desember en liðið stóðst álagið fullkomlega, tryggði sér sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að missa úr einn leik sem liðið án nú inni á næstu lið. Jólin og áramótin eru hins vegar að baki og fyrstu mánuðir ársins hafa verið hálfgerðir matraðarmánuðir hjá Liverpool síðan að Jürgen Klopp settist í stjórastól félagsins. Liverpool have won only 12 out of 29 league games in January & February under Jürgen Klopp. Now it's time to put this historical trend to bed in 2020. https://t.co/0ovX837aoa— Liverpool.com (@Liverpoolcom_) January 1, 2020 Liverpool tapaði níu stigum á þessum tveimur mánuðum á tímabilinu í fyrra en 52,9 prósent stiganna sem liðið missti af á allri leiktíðinni. Eina deildartap liðsins á tímabilinu kom líka í fyrsta leik ársins sem var á móti Manchester City. Að auki gerði Liverpool liðið jafntefli á móti Leicester City, West Ham United og Manchester United. Þegar upp var staðið var Liverpool aðeins einu stigi frá Englandsmeistaratitlinum og þá er auðvelt að horfa til baka og á vandræði liðsins í fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það gekk betur í janúar og febrúar 2018 en árið þar á undan vann Liverpool aðeins einn af sjö deildarleikjum sínum í fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017. Liðið tapaði þá fyrir West Ham, Manchester United og Leicester. Samanlagt þá hefur Liverpool aðeins unnið 41,4 prósent deildarleikja sinna í janúar og febrúar síðan að Jürgen Klopp tók við. Liverpool hefur alls unnið 68,3 prósent leikja sinna undir stjórn Klopp þannig að þarna er mikill munur á. Síðan að febrúar lauk í fyrra hefur Liverpool nánast unnið alla leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur spilað 36 deildarleiki í röð án taps og alls náð í 82 stig af 84 mögulegum í síðustu 28 deildarleikjum sínum. Liðið ætti líka að endurheimta menn eins Fabinho, Joel Matip og Dejan Lovren á næstu vikum en þeir misstu allir mikið úr í lok ársins. Þá hefur Liverpool einnig bætt Japananum Takumi Minamino við leikmannahóp sinn. Nú er það spurning hvort martraðarmánuðir Jürgen Klopp haldi áfram og hvort að liðið komi með smá spennu aftur í titilbaráttunni með því að misstíga sig enn á ný á þessum tíma ársins. Það gæti gefið góð fyrirheit að sjá hvernig gengur á móti skeinuhættum nýliðum í kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira