Juventus að kaupa nítján ára gamlan Svía Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 09:45 Dejan Kulusevski er með 4 mörk og 7 stoðsendingar í 17 leikjum með Parma í Seríu A á þessu tímabili. Getty/ Andrea Staccioli Dejan Kulusevski verður nýjasti leikmaður Juventus en hann er á leiðinni í læknisskoðun hjá félaginu. Juventus mun borga Atalanta 35 milljónir evra fyrir leikmanninn eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Dejan Kulusevski hefur reyndar ekki verið að spila með Atalanta á þessari leiktíð því félagið lánaði hann til Parma. Dejan Kulusevski heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr an í lok apríl en hann fæddist í Stokkhólmi 25. apríl 2000. Kulusevski er 186 sentímetra miðjumaður en hans besta staða er úti hægra megin þótt að hann geti spilað alls staðar á miðjunni. Hann var með samning við Atalanta til sumarsins 2023. OFFICIAL: 19-year-old midfielder Dejan Kulusevski is undergoing a medical at Juventus ahead of a reported $39M move from Atalanta pic.twitter.com/HXVNYTYOmO— B/R Football (@brfootball) January 2, 2020 Kulusevski skrifar væntanlega undir fjögurra og hálfs árs samning sem ætti að færa honum fjórar milljónir evra fyrir tímabilið eða 545 milljónir íslenskra króna. Dejan Kulusevski skoraði fjögur mörk í sautján leikjum með Parma og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína svo mikla að hann var meðal annars kosinn besti leikmaður Seríu A í nóvember. Kulusevski kom fyrst til Atalanta árið 2016 frá sænska liðinu Brommapojkarna en kom bara þrisvar inn á sem varamaður í fyrra. Brommapojkarna fær hluta af kaupverðinu. Dejan #Kulusevski's #JMedical visit!— JuventusFC (@juventusfcen) January 2, 2020 Atalanta taldi sig ekki hafa pláss fyrir hann og lánaði hann því til Parma þar sem hann hefur slegið í gegn. Móðir Dejan Kulusevski er frá Norður Makedóníu og hann spilaði fyrir sautján ára landslið þjóðarinnar. Kulusevski lék aftur á móti sinn fyrsta A-landsleik fyrir Svía í nóvember 2019 þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Færeyjum. How Juventus could lineup with Dejan Kulusevski. [GdS] pic.twitter.com/K8xjRvxSIW— Juventus News - Juvefc.com (@juvefcdotcom) December 31, 2019 Ítalski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Sjá meira
Dejan Kulusevski verður nýjasti leikmaður Juventus en hann er á leiðinni í læknisskoðun hjá félaginu. Juventus mun borga Atalanta 35 milljónir evra fyrir leikmanninn eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Dejan Kulusevski hefur reyndar ekki verið að spila með Atalanta á þessari leiktíð því félagið lánaði hann til Parma. Dejan Kulusevski heldur ekki upp á tvítugsafmælið sitt fyrr an í lok apríl en hann fæddist í Stokkhólmi 25. apríl 2000. Kulusevski er 186 sentímetra miðjumaður en hans besta staða er úti hægra megin þótt að hann geti spilað alls staðar á miðjunni. Hann var með samning við Atalanta til sumarsins 2023. OFFICIAL: 19-year-old midfielder Dejan Kulusevski is undergoing a medical at Juventus ahead of a reported $39M move from Atalanta pic.twitter.com/HXVNYTYOmO— B/R Football (@brfootball) January 2, 2020 Kulusevski skrifar væntanlega undir fjögurra og hálfs árs samning sem ætti að færa honum fjórar milljónir evra fyrir tímabilið eða 545 milljónir íslenskra króna. Dejan Kulusevski skoraði fjögur mörk í sautján leikjum með Parma og hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína svo mikla að hann var meðal annars kosinn besti leikmaður Seríu A í nóvember. Kulusevski kom fyrst til Atalanta árið 2016 frá sænska liðinu Brommapojkarna en kom bara þrisvar inn á sem varamaður í fyrra. Brommapojkarna fær hluta af kaupverðinu. Dejan #Kulusevski's #JMedical visit!— JuventusFC (@juventusfcen) January 2, 2020 Atalanta taldi sig ekki hafa pláss fyrir hann og lánaði hann því til Parma þar sem hann hefur slegið í gegn. Móðir Dejan Kulusevski er frá Norður Makedóníu og hann spilaði fyrir sautján ára landslið þjóðarinnar. Kulusevski lék aftur á móti sinn fyrsta A-landsleik fyrir Svía í nóvember 2019 þegar hann kom inn á sem varamaður á móti Færeyjum. How Juventus could lineup with Dejan Kulusevski. [GdS] pic.twitter.com/K8xjRvxSIW— Juventus News - Juvefc.com (@juvefcdotcom) December 31, 2019
Ítalski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Fleiri fréttir Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Sjá meira