Snjór yfir öllu á höfuðborgarsvæðinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2020 06:22 Ökumenn og aðrir vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu ættu að gefa sér nægan tíma í umferðinni nú í morgunsárið. vísir/vilhelm Það hefur kyngt niður snjó á höfuðborgarsvæðinu síðan í gærkvöldi er nú snjór yfir öllu. Ökumenn og aðrir vegfarendur ættu því að huga að því að gefa sér nægan tíma til þess að komast á milli staða nú í morgunsárið því þótt snjómokstur sé byrjaður er viðbúið að það taki lengri tíma en ella að komast leiðar sinnar eins og gjarnan þegar færðin er þung. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það hafi verið þéttur éljagangur á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í alla nótt. Aðspurður um snjódýptina segir Teitur að hún sé mæld klukkan níu á túninu austan við Veðurstofuhúsið. Þær tölur liggja því ekki fyrir. Nú séu élin hins vegar farin að þynnast upp, það haldi áfram og verður bjart og fallegt veður síðdegis í borginni. Þá veður mjög kalt og gæti orðið meira en 10 stiga frost undir kvöld í efstu byggðum. „Í dag er landið svolítið tvískipt, á Suður- og Vesturlandi er kalt og bjart en hríðarveður á Norður- og Austurlandi. Þá er kalt á öllu landinu, það var mjög kalt loft sem flæddi yfir landið í gær,“ segir Teitur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturland. Á Norðurlandi og Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11 og stendur til klukkan 16, á Austurlandi að Glettingi tekur hún gildi klukkan 9 og er í gildi til 13 og á Austfjörðum tekur viðvörunin gildi líka klukkan 9 en er til 16. Það verða síðan umhleypingar strax á morgun að sögn Teits svo snjórinn á höfuðborgarsvæðinu stoppar stutt við. „Þetta umbreytist alveg á morgun. Þá kemur heiðarlegur suðaustan stormur og það hlýnar. Þessum stormi fylgir úrkoma sem byrjar sem snjókoma en svo þegar það hlýnar þá breytist hún í rigningu,“ segir Teitur. #Veður: Snjókomubakki kemur úr norðri og um leið hvessir af NV, fyrst með norðausturströndinni. Í Eyjafirði, Skagafirði og við Húnaflóa má reikna með ofankomu og blindu á flestum vegum frá því skömmu fyrir hádegi og fram undir kvöld. Skafrenningur verður A-lands. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 3, 2020 Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðvestan 13-20 m/s í dag með snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi. Hægari vindur og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Lægir og styttir upp á öllu landinu í kvöld. Frost 3 til 13 stig. Gengur í suðaustan 18-25 á morgun með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á laugardag: Suðaustan 18-25 m/s með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum, en léttir til norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s og skúrir eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari vindur og úrkomuminna seinnipartinn. Á mánudag: Breytileg átt, hvass vindur á köflum. Rigning eða slydda og hiti 1 til 6 stig, en snjókoma og kólnar vestan til á landinu um kvöldið. Nánari upplýsingar um færð á vegum má svo nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samgöngur Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Það hefur kyngt niður snjó á höfuðborgarsvæðinu síðan í gærkvöldi er nú snjór yfir öllu. Ökumenn og aðrir vegfarendur ættu því að huga að því að gefa sér nægan tíma til þess að komast á milli staða nú í morgunsárið því þótt snjómokstur sé byrjaður er viðbúið að það taki lengri tíma en ella að komast leiðar sinnar eins og gjarnan þegar færðin er þung. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það hafi verið þéttur éljagangur á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi og í alla nótt. Aðspurður um snjódýptina segir Teitur að hún sé mæld klukkan níu á túninu austan við Veðurstofuhúsið. Þær tölur liggja því ekki fyrir. Nú séu élin hins vegar farin að þynnast upp, það haldi áfram og verður bjart og fallegt veður síðdegis í borginni. Þá veður mjög kalt og gæti orðið meira en 10 stiga frost undir kvöld í efstu byggðum. „Í dag er landið svolítið tvískipt, á Suður- og Vesturlandi er kalt og bjart en hríðarveður á Norður- og Austurlandi. Þá er kalt á öllu landinu, það var mjög kalt loft sem flæddi yfir landið í gær,“ segir Teitur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturland. Á Norðurlandi og Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 11 og stendur til klukkan 16, á Austurlandi að Glettingi tekur hún gildi klukkan 9 og er í gildi til 13 og á Austfjörðum tekur viðvörunin gildi líka klukkan 9 en er til 16. Það verða síðan umhleypingar strax á morgun að sögn Teits svo snjórinn á höfuðborgarsvæðinu stoppar stutt við. „Þetta umbreytist alveg á morgun. Þá kemur heiðarlegur suðaustan stormur og það hlýnar. Þessum stormi fylgir úrkoma sem byrjar sem snjókoma en svo þegar það hlýnar þá breytist hún í rigningu,“ segir Teitur. #Veður: Snjókomubakki kemur úr norðri og um leið hvessir af NV, fyrst með norðausturströndinni. Í Eyjafirði, Skagafirði og við Húnaflóa má reikna með ofankomu og blindu á flestum vegum frá því skömmu fyrir hádegi og fram undir kvöld. Skafrenningur verður A-lands. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 3, 2020 Veðurhorfur á landinu: Gengur í norðvestan 13-20 m/s í dag með snjókomu eða éljum á Norður- og Austurlandi. Hægari vindur og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Lægir og styttir upp á öllu landinu í kvöld. Frost 3 til 13 stig. Gengur í suðaustan 18-25 á morgun með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum sunnan- og vestanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á laugardag: Suðaustan 18-25 m/s með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Snýst í suðvestan 10-18 seinnipartinn með skúrum eða slydduéljum, en léttir til norðaustanlands. Hlýnandi veður, hiti 2 til 7 stig undir kvöld. Á sunnudag: Suðvestan 13-20 m/s og skúrir eða él, en þurrt og bjart á Austurlandi. Hiti 0 til 4 stig. Hægari vindur og úrkomuminna seinnipartinn. Á mánudag: Breytileg átt, hvass vindur á köflum. Rigning eða slydda og hiti 1 til 6 stig, en snjókoma og kólnar vestan til á landinu um kvöldið. Nánari upplýsingar um færð á vegum má svo nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Samgöngur Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira