Skora ekki hjá Liverpool liðinu ef Joe Gomez byrjar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2020 14:00 Joe Gomez er ennþá bara 22 ára gamall og er því framrtíðarmaður fyrir Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Í öllum meiðslavandræðum miðvarða Liverpool liðsins þá hefur Joe Gomez spilað frábærlega í síðustu leikjum liðsins. Gomez hefur spilað svo vel að hvers kyns tölfræðisamanburður er honum allur í hag. Liverpool vann 2-0 sigur á Sheffield United í gær og vann ekki aðeins ellefta deildarleikinn í röð heldur hélt markinu hreinu fimmta leikinn í röð. Joe Gomez kom inn í miðvarðarstöðuna þegar þeir Joel Matip og Dejan Lovren meiddust. Einhver myndi segja að það skiptir ekki máli hver spili við hlið hins magnaða Virgil van Dijk en það er samt mikill munur á tölfræði Liverpool varnarinnar eftir því hvort hinn 22 ára gamli Joe Gomez sé í byrjunarliðinu eða ekki. Fólkið á Squawka Football tók þessa tölfræði saman hér fyrir neðan. Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez does not start: 14 games 2 clean sheets 13 conceded Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez starts: 6 games 5 clean sheets 1 conceded Five clean sheets in a row. pic.twitter.com/y5vIsW8ngm— Squawka Football (@Squawka) January 2, 2020 Liverpool hefur því fengið á sig 93 prósent marka sinna á ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa í þeim fjórtán leikjum sem Joe Gomez hefur ekki verið í byrjunarliðinu. Joe Gomez byrjaði fyrsta deildarleik tímabilsins þar sem Liverpool vann 4-1 sigur á Norwich en þá missti Liverpool markvörðinn sinn Alisson meiddan af velli. Liverpool komst í 4-0 en Finninn Teemu Pukki minnkaði muninn á 64. mínútu. Það er merkilegt mark þegar kemur að Joe Gomez og veru hans í byrjunarliði Liverpool. Það hefur nefnilega enginn annar skorað hjá Liverpool síðan þegar Joe Gomez er í byrjunarliðinu við hlið Virgil van Dijk. Leikurinn á móti Sheffield United var fimmti leikur Joe Gomez í röð í byrjunarliðinu og þeir hafa unnist allir. Mótherjum Liverpool hefur heldur ekki tekist að skora á þessum 450 mínútum. Í leiknum áður en Joe Gomez kom inn í byrjunarliðið vann Liverpool 5-2 sigur á Everton. Dejan Lovren var þá við hlið Van Dijk. Joe Gomez er nú búinn að spila í 485 mínútur í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Hann kom fjórum sinnum inn á sem varamaður í lok leikja frá 10. ágúst til 4. desember en hefur síðan verið fastamaður í síðustu leikjum. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira
Í öllum meiðslavandræðum miðvarða Liverpool liðsins þá hefur Joe Gomez spilað frábærlega í síðustu leikjum liðsins. Gomez hefur spilað svo vel að hvers kyns tölfræðisamanburður er honum allur í hag. Liverpool vann 2-0 sigur á Sheffield United í gær og vann ekki aðeins ellefta deildarleikinn í röð heldur hélt markinu hreinu fimmta leikinn í röð. Joe Gomez kom inn í miðvarðarstöðuna þegar þeir Joel Matip og Dejan Lovren meiddust. Einhver myndi segja að það skiptir ekki máli hver spili við hlið hins magnaða Virgil van Dijk en það er samt mikill munur á tölfræði Liverpool varnarinnar eftir því hvort hinn 22 ára gamli Joe Gomez sé í byrjunarliðinu eða ekki. Fólkið á Squawka Football tók þessa tölfræði saman hér fyrir neðan. Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez does not start: 14 games 2 clean sheets 13 conceded Liverpool's record in the Premier League this season when Joe Gomez starts: 6 games 5 clean sheets 1 conceded Five clean sheets in a row. pic.twitter.com/y5vIsW8ngm— Squawka Football (@Squawka) January 2, 2020 Liverpool hefur því fengið á sig 93 prósent marka sinna á ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu til þessa í þeim fjórtán leikjum sem Joe Gomez hefur ekki verið í byrjunarliðinu. Joe Gomez byrjaði fyrsta deildarleik tímabilsins þar sem Liverpool vann 4-1 sigur á Norwich en þá missti Liverpool markvörðinn sinn Alisson meiddan af velli. Liverpool komst í 4-0 en Finninn Teemu Pukki minnkaði muninn á 64. mínútu. Það er merkilegt mark þegar kemur að Joe Gomez og veru hans í byrjunarliði Liverpool. Það hefur nefnilega enginn annar skorað hjá Liverpool síðan þegar Joe Gomez er í byrjunarliðinu við hlið Virgil van Dijk. Leikurinn á móti Sheffield United var fimmti leikur Joe Gomez í röð í byrjunarliðinu og þeir hafa unnist allir. Mótherjum Liverpool hefur heldur ekki tekist að skora á þessum 450 mínútum. Í leiknum áður en Joe Gomez kom inn í byrjunarliðið vann Liverpool 5-2 sigur á Everton. Dejan Lovren var þá við hlið Van Dijk. Joe Gomez er nú búinn að spila í 485 mínútur í röð í ensku úrvalsdeildinni án þess að fá á sig mark. Hann kom fjórum sinnum inn á sem varamaður í lok leikja frá 10. ágúst til 4. desember en hefur síðan verið fastamaður í síðustu leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira