Kynjablaðra Steinda sprakk yfir allan bílinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2020 17:20 Steindi var einn í bíl, stopp á rauðu ljósi, þegar hann komst óvænt að kyninu á ófæddu barni sínu. Vísir/Vilhelm Steinþór Hróar Steinþórsson og Sigrún Sigurðardóttir eiga von á barni í maí á þessu ári og á Þorláksmessu fengu þau að vita kynið á ófæddu barni sínu. Steindi sagði frá þessu í FM95BLÖ í dag, en hann fékk óvænt að vita kynið á undan Sigrúnu. Parið hafði ákveðið að sprengja svokallaða kynjablöðru saman á aðfangadag með fimm ára dóttur sinni. Það fór þó ekki alveg þannig. Steindi lýsti atvikinu líka í færslu á Instagram. „Á Þorláksmessu fengum við Sigrún að vita kynið á barninu okkar sem er væntanlegt í heiminn í maí. Við fengum miða í umslag upp á Kvennadeild Landspítalans og rétt stóðumst freistinguna við að gægjast ekki í umslagið. Sem var ekki létt. Planið var að kaupa blöðru sem við myndum sprengja saman á aðfangadag, sem var nú aðalega gert fyrir 5 ára dóttir okkar. Ég fer seinna um daginn og græja blöðruna og við öll mjög spennt. Á leiðinni heim, aleinn, á rauðu ljósi þá gerist þetta“ Blaðran sprakk í bílnum með tilheyrandi látum. Steindi birti með myndir frá þessu en þar má sjá bílinn þakinn bleiku skrauti. „Það er btw gjörsamlega sturlað hversu mikið konfettí var í þessari blöðru. Þetta var eins og að vera á eh Palla balli, en bara edrú og á Þorláksmessu. það var allt út í konfettí meira segja upp í mér og ofan í naríunum. Fólkið í bílnum við hliðiná mér öskurhlægjandi yfir þessu Þorláksmessu álagi sem var í gangi þarna hjá mér. Sem betur fer erum við fólk sem hefur húmor fyrir þessu en þið sem hafið það ekki, þá mæli ég alls ekki með að taka sénsinn á fkn blöðrunni.“ View this post on Instagram A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on Jan 3, 2020 at 8:54am PST Partýbúðin var ekki lengi að bregðast við og skrifaði strax athugasemd við myndina. Þar var sagt að um gallaða blöðru hafi verið að ræða og var honum boðin inneign í versluninni. „Þetta er svakalegt! Blaðran hefur verið gölluð sem getur því miður alltaf gerst. Þú átt allavega góða inneign hjá okkur fyrst þú lagðir ekki í það að sækja aðra. Til hamingju með nýjustu stelpuna. kv. Partýbúðin.“ Steindi segir að starfsmaðurinn hafi augljóslega dælt of miklu í blöðruna. „Mér leið eins og þetta væri mér að kenna, sem þetta var ekki,“ sagði Steindi í þættinum. Klippuna úr FM95BLÖ má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Steindi byrjar að segja frá atvikinu á mínútu 45:41. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Orðinn mjög lífhræddur Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., hefur heillað þjóðina með gríni síðastliðinn áratug. 24. nóvember 2019 10:00 Steindi og Sigrún eiga von á barni Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður og Sigrún Sigurðardóttir snyrti- og förðungarfræðingur eiga von á barni. Steinþór Hróar, sem best er þekktur sem Steindi Jr., greinir frá þessu á Instagram. 22. nóvember 2019 12:19 Lygileg saga frá Steinda Í jólaþætti Einkalífsins sagði Steinþór Hróar Steinþórsson heldur betur sérstaka sögu þegar hann var spurður út í eftirminnilegustu jólaminninguna. 31. desember 2019 10:30 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson og Sigrún Sigurðardóttir eiga von á barni í maí á þessu ári og á Þorláksmessu fengu þau að vita kynið á ófæddu barni sínu. Steindi sagði frá þessu í FM95BLÖ í dag, en hann fékk óvænt að vita kynið á undan Sigrúnu. Parið hafði ákveðið að sprengja svokallaða kynjablöðru saman á aðfangadag með fimm ára dóttur sinni. Það fór þó ekki alveg þannig. Steindi lýsti atvikinu líka í færslu á Instagram. „Á Þorláksmessu fengum við Sigrún að vita kynið á barninu okkar sem er væntanlegt í heiminn í maí. Við fengum miða í umslag upp á Kvennadeild Landspítalans og rétt stóðumst freistinguna við að gægjast ekki í umslagið. Sem var ekki létt. Planið var að kaupa blöðru sem við myndum sprengja saman á aðfangadag, sem var nú aðalega gert fyrir 5 ára dóttir okkar. Ég fer seinna um daginn og græja blöðruna og við öll mjög spennt. Á leiðinni heim, aleinn, á rauðu ljósi þá gerist þetta“ Blaðran sprakk í bílnum með tilheyrandi látum. Steindi birti með myndir frá þessu en þar má sjá bílinn þakinn bleiku skrauti. „Það er btw gjörsamlega sturlað hversu mikið konfettí var í þessari blöðru. Þetta var eins og að vera á eh Palla balli, en bara edrú og á Þorláksmessu. það var allt út í konfettí meira segja upp í mér og ofan í naríunum. Fólkið í bílnum við hliðiná mér öskurhlægjandi yfir þessu Þorláksmessu álagi sem var í gangi þarna hjá mér. Sem betur fer erum við fólk sem hefur húmor fyrir þessu en þið sem hafið það ekki, þá mæli ég alls ekki með að taka sénsinn á fkn blöðrunni.“ View this post on Instagram A post shared by Steindi Jr. (@steindijr) on Jan 3, 2020 at 8:54am PST Partýbúðin var ekki lengi að bregðast við og skrifaði strax athugasemd við myndina. Þar var sagt að um gallaða blöðru hafi verið að ræða og var honum boðin inneign í versluninni. „Þetta er svakalegt! Blaðran hefur verið gölluð sem getur því miður alltaf gerst. Þú átt allavega góða inneign hjá okkur fyrst þú lagðir ekki í það að sækja aðra. Til hamingju með nýjustu stelpuna. kv. Partýbúðin.“ Steindi segir að starfsmaðurinn hafi augljóslega dælt of miklu í blöðruna. „Mér leið eins og þetta væri mér að kenna, sem þetta var ekki,“ sagði Steindi í þættinum. Klippuna úr FM95BLÖ má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Steindi byrjar að segja frá atvikinu á mínútu 45:41.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Orðinn mjög lífhræddur Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., hefur heillað þjóðina með gríni síðastliðinn áratug. 24. nóvember 2019 10:00 Steindi og Sigrún eiga von á barni Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður og Sigrún Sigurðardóttir snyrti- og förðungarfræðingur eiga von á barni. Steinþór Hróar, sem best er þekktur sem Steindi Jr., greinir frá þessu á Instagram. 22. nóvember 2019 12:19 Lygileg saga frá Steinda Í jólaþætti Einkalífsins sagði Steinþór Hróar Steinþórsson heldur betur sérstaka sögu þegar hann var spurður út í eftirminnilegustu jólaminninguna. 31. desember 2019 10:30 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Sjá meira
Orðinn mjög lífhræddur Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., hefur heillað þjóðina með gríni síðastliðinn áratug. 24. nóvember 2019 10:00
Steindi og Sigrún eiga von á barni Steinþór Hróar Steinþórsson sjónvarpsmaður og Sigrún Sigurðardóttir snyrti- og förðungarfræðingur eiga von á barni. Steinþór Hróar, sem best er þekktur sem Steindi Jr., greinir frá þessu á Instagram. 22. nóvember 2019 12:19
Lygileg saga frá Steinda Í jólaþætti Einkalífsins sagði Steinþór Hróar Steinþórsson heldur betur sérstaka sögu þegar hann var spurður út í eftirminnilegustu jólaminninguna. 31. desember 2019 10:30