Dæmi um að lyf séu leyst út af ókunnugum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2020 20:30 Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að gefa ekki upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar leysi út lyf annarra og að réttmætir eigendur lyfjanna sitji uppi lyfjalausir. Á dögunum lenti kona í því að lyf hennar voru leyst út af ókunnugri manneskju. Sú sem að verkinu stóð framvísaði sínum eigin skilríkjum og skrifaði undir móttöku lyfjanna með eigin nafni og kennitölu og gat þar með leyst út lyfin. Réttmætur eigandi lyfjanna situr því eftir lyfjalaus. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að í ljósi svokallaðs umboðsmannaákvæðis í lyfjalögum, geti aðrir en sjúklingurinn sjálfur leyst út lyf sé hann með upplýsingar um heiti lyfsins, heimilisfang og nafn viðkomandi. Vegna ákvæðisins sé hægt að misnota úttekt á lyfjum annarra. „Það er alltaf möguleiki á því og það er bara mjög mikilvægt að brýna fyrir fólki að vera á varðbergi. Vera ekki að deila reynslusögum um lyfin sín undir nafni á samfélagsmiðlum og í einhverjum hópum,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Hún segir mikilvægt að starfsmenn apóteka að bera virðingu fyrir persónugreinanlegum gögnum sjúklinga og kalli ekki upp kennitölur og aðrar persónugreinanlegar upplýsingar. Þá bendir hún á að fólk geti haft samband við Lyfjastofnun og takmarkaðþað hverjir leysi út lyf þeirra. „Það er í farvatninu samvinnuverkefni á milli okkar og embætti Landlæknis að það sé hægt að haka viðí Heilsuveru hvort þú viljir leyfa einhverjum að sækja lyfin þín eða ef þú vilt ekki að neinn annar en þú geti sótt lyfin þín,“ sagði Rúna. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að gefa ekki upplýsingar um lyfjanotkun á samfélagsmiðlum. Dæmi eru um að óprúttnir aðilar leysi út lyf annarra og að réttmætir eigendur lyfjanna sitji uppi lyfjalausir. Á dögunum lenti kona í því að lyf hennar voru leyst út af ókunnugri manneskju. Sú sem að verkinu stóð framvísaði sínum eigin skilríkjum og skrifaði undir móttöku lyfjanna með eigin nafni og kennitölu og gat þar með leyst út lyfin. Réttmætur eigandi lyfjanna situr því eftir lyfjalaus. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að í ljósi svokallaðs umboðsmannaákvæðis í lyfjalögum, geti aðrir en sjúklingurinn sjálfur leyst út lyf sé hann með upplýsingar um heiti lyfsins, heimilisfang og nafn viðkomandi. Vegna ákvæðisins sé hægt að misnota úttekt á lyfjum annarra. „Það er alltaf möguleiki á því og það er bara mjög mikilvægt að brýna fyrir fólki að vera á varðbergi. Vera ekki að deila reynslusögum um lyfin sín undir nafni á samfélagsmiðlum og í einhverjum hópum,“ sagði Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Hún segir mikilvægt að starfsmenn apóteka að bera virðingu fyrir persónugreinanlegum gögnum sjúklinga og kalli ekki upp kennitölur og aðrar persónugreinanlegar upplýsingar. Þá bendir hún á að fólk geti haft samband við Lyfjastofnun og takmarkaðþað hverjir leysi út lyf þeirra. „Það er í farvatninu samvinnuverkefni á milli okkar og embætti Landlæknis að það sé hægt að haka viðí Heilsuveru hvort þú viljir leyfa einhverjum að sækja lyfin þín eða ef þú vilt ekki að neinn annar en þú geti sótt lyfin þín,“ sagði Rúna.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira