Dæmi um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns Nadine Guðrún Yaghi og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. janúar 2020 07:00 Helena Rós Sigmarsdóttir og Elín Björg Birgisdóttir. Vísir/Egill Dæmi eru um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns sem lætur lífið erlendis þar sem kostnaðurinn við að flytja líkið heim sé gríðarlegur. Birta, landssamtök foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni skyndilega, standa fyrir styrktartónleikum í Lindakirkju í dag og rennur allur ágóði til foreldra sem missa barn sitt erlendis. Formaður Birtu segir að kostnaðurinn sem því fylgir að flytja líkið heim sé gríðarlegur. „Við fáum þessa foreldra oft til okkar og við vitum alveg hvað þetta er gríðarlegur fjárhagslegur baggi ofan á allt annað,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir formaður Birtu. Áfallið og sorgin að missa barn séu gríðarleg. Bera harm sinn í hljóði „Ég missi son inn fyrir níu árum þegar hann verður fyrir lest í Noregi og það var náttúrulega gríðarlegur kostnaður að koma honum heim,“ segir Elín Björg Birgisdóttir. „Kostnaður hjá okkur var sjálfsagt í kringum tvær milljónir.“ Fjölskylda Elínar kemur úr litlu bæjarfélagi og fór af stað söfnun til að styðja fjölskylduna fjárhagslega. Hún veit þó að það eru ekki allir í þeim sporum. Helena segir að það gerist reglulega að Íslendingar missi börn sín erlendis. „Þetta er yfirleitt ekki herskár hópur foreldra og þeir bera yfirleitt harm sinn í hljóði en þetta eru alveg nokkur skipti á ári.“ Dæmi séu um að fólk neyðist til að brenna jarðneskar leifar barns síns. „Til þess að komast hjá þessum kannski ókljúfanlega kostnaði sem fylgir því að fá útfararþjónustu erlendis til að sjá um kistuna og jafnvel að smyrja líkið og þann frágang sem þarf áður en það er flutt til Íslands. Þetta er bara svo sorglegt að það er ekki hægt að tala um þetta.“ Elín segir að hún hefði ekki geta hugsað sér að þurfa að brenna lík sonar síns. „Við höfðum ekki rætt um þetta, hvort að hann hefði viljað láta brenna sig, og það var allavega okkar tilfinning þá að við vildum ekki gera það.“ Það er frítt inn á tónleikana í dag og er tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína. Á meðal þeirra sem koma fram eru Gréta Salóme og stjörnur framtíðarinnar, Elsa Waage, Þóra Gísladóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Margrét Hrafnsdóttir, Vígþór Sjafnar Zóphóníasson, Björn Kristinsson og Fjarðartónar. Tónlistarstjóri er Keith Reed. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í Lindakirkju en nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook. Íslendingar erlendis Kirkjugarðar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Dæmi eru um að fólk neyðist til að láta brenna jarðneskar leifar barns síns sem lætur lífið erlendis þar sem kostnaðurinn við að flytja líkið heim sé gríðarlegur. Birta, landssamtök foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni skyndilega, standa fyrir styrktartónleikum í Lindakirkju í dag og rennur allur ágóði til foreldra sem missa barn sitt erlendis. Formaður Birtu segir að kostnaðurinn sem því fylgir að flytja líkið heim sé gríðarlegur. „Við fáum þessa foreldra oft til okkar og við vitum alveg hvað þetta er gríðarlegur fjárhagslegur baggi ofan á allt annað,“ segir Helena Rós Sigmarsdóttir formaður Birtu. Áfallið og sorgin að missa barn séu gríðarleg. Bera harm sinn í hljóði „Ég missi son inn fyrir níu árum þegar hann verður fyrir lest í Noregi og það var náttúrulega gríðarlegur kostnaður að koma honum heim,“ segir Elín Björg Birgisdóttir. „Kostnaður hjá okkur var sjálfsagt í kringum tvær milljónir.“ Fjölskylda Elínar kemur úr litlu bæjarfélagi og fór af stað söfnun til að styðja fjölskylduna fjárhagslega. Hún veit þó að það eru ekki allir í þeim sporum. Helena segir að það gerist reglulega að Íslendingar missi börn sín erlendis. „Þetta er yfirleitt ekki herskár hópur foreldra og þeir bera yfirleitt harm sinn í hljóði en þetta eru alveg nokkur skipti á ári.“ Dæmi séu um að fólk neyðist til að brenna jarðneskar leifar barns síns. „Til þess að komast hjá þessum kannski ókljúfanlega kostnaði sem fylgir því að fá útfararþjónustu erlendis til að sjá um kistuna og jafnvel að smyrja líkið og þann frágang sem þarf áður en það er flutt til Íslands. Þetta er bara svo sorglegt að það er ekki hægt að tala um þetta.“ Elín segir að hún hefði ekki geta hugsað sér að þurfa að brenna lík sonar síns. „Við höfðum ekki rætt um þetta, hvort að hann hefði viljað láta brenna sig, og það var allavega okkar tilfinning þá að við vildum ekki gera það.“ Það er frítt inn á tónleikana í dag og er tekið við frjálsum framlögum á staðnum. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína. Á meðal þeirra sem koma fram eru Gréta Salóme og stjörnur framtíðarinnar, Elsa Waage, Þóra Gísladóttir, Þorbjörn Rúnarsson, Margrét Hrafnsdóttir, Vígþór Sjafnar Zóphóníasson, Björn Kristinsson og Fjarðartónar. Tónlistarstjóri er Keith Reed. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í Lindakirkju en nánari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook.
Íslendingar erlendis Kirkjugarðar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira