Erlent

Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í Twitterfærslu nú í kvöld að leiðtogar heimsins þurfi að sýna ábyrgð og koma í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa og tekur undir orð Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur gefið út að hann hafi djúpar áhyggjur af þróun mála. Heimsbyggðin hafi ekki efni á annarri styrjöld við Persaflóa. 

Katrín skrifaði einnig að friður og stöðugleiki krefjist sameiginlegra aðgerða í samræmi við alþjóðalög. Margir þjóðarleiðtogar hafa síðasta sólarhringinn tjáð sig opiberlega um árásina. Donald Trump forseti Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi sínum í kvöld að drónaárás Bandaríkjahers í Írak í nótt hafi verið gerð til þess að stöðva stríð en ekki til að koma af stað stríði.

Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið en forsetinn sagðist hafa fyrirskipað árásina á Hershöfðingjann Qasem Soleimani til að fyrirbyggja árásir á Bandaríkjamenn.


Tengdar fréttir

Allt á suðupunkti vegna árásar næturinnar

Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×