Ávöxtun lífeyrisjóðs í fortíð hafi ekki áhrif á framtíðarávöxtun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 16:00 Gylfi Magnússon dósent við Viðskíptafræðideild H.Í. segir ekki vænlegt til árangurs að velja sér lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. Vísir/Vilhelm Fólk sem getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir ætti ekki að byggja valið á fortíðarávöxtun lífeyrissjóðsins samkvæmt nýrri könnun dósents við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Betra gæti verið að byggja valið á öðrum þáttum eins og samsetningu sjóðsfélaga. Vegna tengingar lífeyrissjóða við verkalýðsfélög geta íslenskir launþegar í flestum tilfellum ekki fært sig á milli lífeyrissjóða þegar kemur að greiðslu skylduiðgjalds nema með því að færa sig milli starfa og ganga í nýtt verkalýðsfélag. Hluti launþega á þó slíkt val einkum þeir sem eru sjálfstætt starfandi. Í nýjustu grein Gylfa Magnússonar dósents við Viðskiptafræðideild H.Í. í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál og byggir á gögnum um ávöxtun allra íslenskra samtryggingasjóða á árunum 1997 til 2017 kemur fram að ekki er vænlegt til árangur að velja lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðarávöxtun út frá fortíðarávöxtun. Það virtist vera meira eða minna tilviljun hvort að sjóður væri yfir meðaltali eitt árið ef hann var yfir meðaltali árið á undan. Þannig að það virðist vera heppni eða tilviljun hvernig lífeyrissjóðir raðast eftir ávöxtun. Þannig að fyrir þá sem eru að velja lífeyrissjóð virðist ekki vera gagnlegt að liggja yfir tölum um fortíðarávöxtun því hún segir voða lítið eða nokkuð um framtíðarávöxtun.,“ segir Gylfi. Hann segir að í auglýsingum lífeyrissjóða sé gjarnan bent á fortíðarávöxtun. Það ætti hins vegar að setja fyrirvara á slíkar upplýsingar. Gylfi segir að fólk ætti að skoða vel fjárfestingarleiðir lífeyrissjóða og samsetningu sjóðsfélaga. „Það skiptir verulega máli hvort við erum að greiða í samtryggingasjóð þar sem líkur eru á að aðrir sjóðsfélagar verði mjög langlífir. Það er svona kalhæðni örlaganna að það er heldur óheppilegt að vera í lífeyrissjóði með fólki sem lifir mjög lengi,“ segir hann. Gylfi segir mikilvægt að fólk fylgist vel með lífeyrissjóði sem það greiðir í og greiði viðbótarlífeyrissparnað þegar það er ungt. „Það getur munað verulegum upphæðum á útgreiðslum úr lífeyrissjóðum þegar fólk fer á eftirlaunaaldur, þetta er ákveðið happdrætti fyrir þá sem geta ekki valið sér lífeyrissjóð sjálfir,“ segir hann að lokum. Viðskipti Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira
Fólk sem getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir ætti ekki að byggja valið á fortíðarávöxtun lífeyrissjóðsins samkvæmt nýrri könnun dósents við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Betra gæti verið að byggja valið á öðrum þáttum eins og samsetningu sjóðsfélaga. Vegna tengingar lífeyrissjóða við verkalýðsfélög geta íslenskir launþegar í flestum tilfellum ekki fært sig á milli lífeyrissjóða þegar kemur að greiðslu skylduiðgjalds nema með því að færa sig milli starfa og ganga í nýtt verkalýðsfélag. Hluti launþega á þó slíkt val einkum þeir sem eru sjálfstætt starfandi. Í nýjustu grein Gylfa Magnússonar dósents við Viðskiptafræðideild H.Í. í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál og byggir á gögnum um ávöxtun allra íslenskra samtryggingasjóða á árunum 1997 til 2017 kemur fram að ekki er vænlegt til árangur að velja lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðarávöxtun út frá fortíðarávöxtun. Það virtist vera meira eða minna tilviljun hvort að sjóður væri yfir meðaltali eitt árið ef hann var yfir meðaltali árið á undan. Þannig að það virðist vera heppni eða tilviljun hvernig lífeyrissjóðir raðast eftir ávöxtun. Þannig að fyrir þá sem eru að velja lífeyrissjóð virðist ekki vera gagnlegt að liggja yfir tölum um fortíðarávöxtun því hún segir voða lítið eða nokkuð um framtíðarávöxtun.,“ segir Gylfi. Hann segir að í auglýsingum lífeyrissjóða sé gjarnan bent á fortíðarávöxtun. Það ætti hins vegar að setja fyrirvara á slíkar upplýsingar. Gylfi segir að fólk ætti að skoða vel fjárfestingarleiðir lífeyrissjóða og samsetningu sjóðsfélaga. „Það skiptir verulega máli hvort við erum að greiða í samtryggingasjóð þar sem líkur eru á að aðrir sjóðsfélagar verði mjög langlífir. Það er svona kalhæðni örlaganna að það er heldur óheppilegt að vera í lífeyrissjóði með fólki sem lifir mjög lengi,“ segir hann. Gylfi segir mikilvægt að fólk fylgist vel með lífeyrissjóði sem það greiðir í og greiði viðbótarlífeyrissparnað þegar það er ungt. „Það getur munað verulegum upphæðum á útgreiðslum úr lífeyrissjóðum þegar fólk fer á eftirlaunaaldur, þetta er ákveðið happdrætti fyrir þá sem geta ekki valið sér lífeyrissjóð sjálfir,“ segir hann að lokum.
Viðskipti Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Sjá meira