Ávöxtun lífeyrisjóðs í fortíð hafi ekki áhrif á framtíðarávöxtun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 16:00 Gylfi Magnússon dósent við Viðskíptafræðideild H.Í. segir ekki vænlegt til árangurs að velja sér lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. Vísir/Vilhelm Fólk sem getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir ætti ekki að byggja valið á fortíðarávöxtun lífeyrissjóðsins samkvæmt nýrri könnun dósents við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Betra gæti verið að byggja valið á öðrum þáttum eins og samsetningu sjóðsfélaga. Vegna tengingar lífeyrissjóða við verkalýðsfélög geta íslenskir launþegar í flestum tilfellum ekki fært sig á milli lífeyrissjóða þegar kemur að greiðslu skylduiðgjalds nema með því að færa sig milli starfa og ganga í nýtt verkalýðsfélag. Hluti launþega á þó slíkt val einkum þeir sem eru sjálfstætt starfandi. Í nýjustu grein Gylfa Magnússonar dósents við Viðskiptafræðideild H.Í. í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál og byggir á gögnum um ávöxtun allra íslenskra samtryggingasjóða á árunum 1997 til 2017 kemur fram að ekki er vænlegt til árangur að velja lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðarávöxtun út frá fortíðarávöxtun. Það virtist vera meira eða minna tilviljun hvort að sjóður væri yfir meðaltali eitt árið ef hann var yfir meðaltali árið á undan. Þannig að það virðist vera heppni eða tilviljun hvernig lífeyrissjóðir raðast eftir ávöxtun. Þannig að fyrir þá sem eru að velja lífeyrissjóð virðist ekki vera gagnlegt að liggja yfir tölum um fortíðarávöxtun því hún segir voða lítið eða nokkuð um framtíðarávöxtun.,“ segir Gylfi. Hann segir að í auglýsingum lífeyrissjóða sé gjarnan bent á fortíðarávöxtun. Það ætti hins vegar að setja fyrirvara á slíkar upplýsingar. Gylfi segir að fólk ætti að skoða vel fjárfestingarleiðir lífeyrissjóða og samsetningu sjóðsfélaga. „Það skiptir verulega máli hvort við erum að greiða í samtryggingasjóð þar sem líkur eru á að aðrir sjóðsfélagar verði mjög langlífir. Það er svona kalhæðni örlaganna að það er heldur óheppilegt að vera í lífeyrissjóði með fólki sem lifir mjög lengi,“ segir hann. Gylfi segir mikilvægt að fólk fylgist vel með lífeyrissjóði sem það greiðir í og greiði viðbótarlífeyrissparnað þegar það er ungt. „Það getur munað verulegum upphæðum á útgreiðslum úr lífeyrissjóðum þegar fólk fer á eftirlaunaaldur, þetta er ákveðið happdrætti fyrir þá sem geta ekki valið sér lífeyrissjóð sjálfir,“ segir hann að lokum. Viðskipti Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Fólk sem getur valið í hvaða lífeyrissjóð það greiðir ætti ekki að byggja valið á fortíðarávöxtun lífeyrissjóðsins samkvæmt nýrri könnun dósents við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Betra gæti verið að byggja valið á öðrum þáttum eins og samsetningu sjóðsfélaga. Vegna tengingar lífeyrissjóða við verkalýðsfélög geta íslenskir launþegar í flestum tilfellum ekki fært sig á milli lífeyrissjóða þegar kemur að greiðslu skylduiðgjalds nema með því að færa sig milli starfa og ganga í nýtt verkalýðsfélag. Hluti launþega á þó slíkt val einkum þeir sem eru sjálfstætt starfandi. Í nýjustu grein Gylfa Magnússonar dósents við Viðskiptafræðideild H.Í. í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál og byggir á gögnum um ávöxtun allra íslenskra samtryggingasjóða á árunum 1997 til 2017 kemur fram að ekki er vænlegt til árangur að velja lífeyrissjóð út frá fortíðarávöxtun. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðarávöxtun út frá fortíðarávöxtun. Það virtist vera meira eða minna tilviljun hvort að sjóður væri yfir meðaltali eitt árið ef hann var yfir meðaltali árið á undan. Þannig að það virðist vera heppni eða tilviljun hvernig lífeyrissjóðir raðast eftir ávöxtun. Þannig að fyrir þá sem eru að velja lífeyrissjóð virðist ekki vera gagnlegt að liggja yfir tölum um fortíðarávöxtun því hún segir voða lítið eða nokkuð um framtíðarávöxtun.,“ segir Gylfi. Hann segir að í auglýsingum lífeyrissjóða sé gjarnan bent á fortíðarávöxtun. Það ætti hins vegar að setja fyrirvara á slíkar upplýsingar. Gylfi segir að fólk ætti að skoða vel fjárfestingarleiðir lífeyrissjóða og samsetningu sjóðsfélaga. „Það skiptir verulega máli hvort við erum að greiða í samtryggingasjóð þar sem líkur eru á að aðrir sjóðsfélagar verði mjög langlífir. Það er svona kalhæðni örlaganna að það er heldur óheppilegt að vera í lífeyrissjóði með fólki sem lifir mjög lengi,“ segir hann. Gylfi segir mikilvægt að fólk fylgist vel með lífeyrissjóði sem það greiðir í og greiði viðbótarlífeyrissparnað þegar það er ungt. „Það getur munað verulegum upphæðum á útgreiðslum úr lífeyrissjóðum þegar fólk fer á eftirlaunaaldur, þetta er ákveðið happdrætti fyrir þá sem geta ekki valið sér lífeyrissjóð sjálfir,“ segir hann að lokum.
Viðskipti Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira