Erlent

Fjórtán létust í árás á rútu í Búrkína Fasó

Andri Eysteinsson skrifar
Búrkína Fasó í vestur-Afríku.
Búrkína Fasó í vestur-Afríku. Skjáskot/Google Maps.

Fjórtán eru látnir og fjórir særðir eftir árás á rútu í norð-vestur hluta afríkuríkisins Búrkína Fasó í dag.

Flestir farþega rútunnar voru nemar á leið aftur til skóla eftir frí yfir áramótin. BBC greinir frá að rútan hafi keyrt yfir heima tilbúna sprengju nærri Toeni. Ekki er ljóst hverjir standa að baki árásinni en árásir á almenna borgara hafi færst í aukana í landinu undanfarið.

Á aðfangadag létust 35 almennir borgarar í árás á herstöð í norðurhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×