Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 20:49 Minnst 23 eru látin af völdum eldanna og þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Vísir/Getty Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. Vindhraðinn náði allt að 128 kílómetra hraða á klukkustund, eða 35 metrum á sekúndu, í dag. Í nágrannaríkinu Victoriu hafa herþyrlur verið kallað út til þess að hjálpa til við að flytja fólk á hættusvæðum frá heimilum sínum. Eldarnir hafa orðið minnst 23 að bana síðan í september, og meira en tólf hundruð heimili hafa eyðilagst. Þá hafa milljónir hektara af landi brunnið. Ekkert af ríkjum Ástralíu hefur farið algerlega varhluta af áhrifum eldanna, en ástandið er einna verst í Nýja Suður-Wales.BBC hefur eftir Shane Fitzsimmons, slökkviliðsstjóra ríkisins, að búast megi við óstöðugu ástandi næstu daga. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur tilkynnt að 3000 hermenn hafi verið sendir á vettvang til þess að aðstoða við slökkvistarf. Morrison hefur af mörgum verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við þeim hamförum sem nú ganga yfir land hans. Í dag var hann til að mynda gagnrýndur eftir að hann birti myndband á Twitter-síðu sinni þar sem fram kom hvernig brugðist yrði við ástandinu, en undir myndbandinu mátti heyra létta tónlist, sem mörgum þótti óviðeigandi í ljósi þess hve alvarlegt ástandið er. Myndbandið má sjá hér að neðan. We’re putting more Defence Force boots on the ground, more planes in the sky, more ships to sea, and more trucks to roll in to support the bushfire fighting effort and recovery as part of our co-ordinated response to these terrible #bushfirespic.twitter.com/UiOeYB2jnv— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 4, 2020 Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. Vindhraðinn náði allt að 128 kílómetra hraða á klukkustund, eða 35 metrum á sekúndu, í dag. Í nágrannaríkinu Victoriu hafa herþyrlur verið kallað út til þess að hjálpa til við að flytja fólk á hættusvæðum frá heimilum sínum. Eldarnir hafa orðið minnst 23 að bana síðan í september, og meira en tólf hundruð heimili hafa eyðilagst. Þá hafa milljónir hektara af landi brunnið. Ekkert af ríkjum Ástralíu hefur farið algerlega varhluta af áhrifum eldanna, en ástandið er einna verst í Nýja Suður-Wales.BBC hefur eftir Shane Fitzsimmons, slökkviliðsstjóra ríkisins, að búast megi við óstöðugu ástandi næstu daga. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur tilkynnt að 3000 hermenn hafi verið sendir á vettvang til þess að aðstoða við slökkvistarf. Morrison hefur af mörgum verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við þeim hamförum sem nú ganga yfir land hans. Í dag var hann til að mynda gagnrýndur eftir að hann birti myndband á Twitter-síðu sinni þar sem fram kom hvernig brugðist yrði við ástandinu, en undir myndbandinu mátti heyra létta tónlist, sem mörgum þótti óviðeigandi í ljósi þess hve alvarlegt ástandið er. Myndbandið má sjá hér að neðan. We’re putting more Defence Force boots on the ground, more planes in the sky, more ships to sea, and more trucks to roll in to support the bushfire fighting effort and recovery as part of our co-ordinated response to these terrible #bushfirespic.twitter.com/UiOeYB2jnv— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 4, 2020
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Fleiri fréttir Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sjá meira
Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15
Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00
Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03