Innlent

Jarð­skjálfti mældist á Reykja­nes­hrygg

Eiður Þór Árnason skrifar
Hér má sjá staðsetningu skjálftans merkta með stjörnu.
Hér má sjá staðsetningu skjálftans merkta með stjörnu. Veðurstofa Íslands

Skjálfti að stærð 3,6 mældist á Reykjaneshrygg klukkan 9:40 í dag og fannst um þrjátíu kílómetra frá landi.

Reglulega koma skjálftar af svipaðri stærð á Reykjaneshrygg og er því ekki um óvenjulega virkni að ræða segir Hulda Rós Helgadóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni.

Síðast mældust skjálftar af þessari stærð á sama svæði í nóvember á síðasta ári þegar hrina mældist með mörgum skjálftum af þessari sömu stærðargráðu. Aðeins einn skjálfti mældist í dag og fylgdu litlir eftirskjálftar í kjölfarið að sögn Huldu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×