Carson Wentz entist bara í tvær sóknir í langþráðri úrslitakeppni og Seattle fór áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 08:00 Shaquill Griffin hjá Seattle Seahawks fagnar sigri á heimavelli Philadelphia liðsins í gær. Getty/Rob Carr Seattle Seahawks varð í nótt fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Liðið mætir Green Bay Packers um næstu helgi eftir 17-9 sigur á Philadelphia Eagles. Nýliðinn DK Metcalf skoraði laglegt 54 jarda snertimark í seinni hálfleik eftir sendingu frá Russell Wilson en áður hafði Marshawn Lynch skorað alvöru skrímsla snertimark með því að hlaupa með boltann í markið. FINAL: The @Seahawks are moving on! #Seahawks#SEAvsPHI#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/wX6YJiaLyf— NFL (@NFL) January 6, 2020 Philadelphia Eagles er því úr leik eftir þetta tap á móti Seattle Seahawks á heimavelli sínum en Ernirnir, sem hafa verið afskaplega óheppnir með meiðsli að undanförnu, misstu leikstjórnanda sinn meiddan af velli í upphafi leiks. Eftir að Carson Wentz datt út þá þurftu Ernirnir að treysta á hinn fertuga Josh McCown en honum tókst ekki að koma liði sínu í endamarkið. Josh McCown varð um leið elsti leikstjórnandinn í sögunni til að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. D.K. Metcalf's first career postseason touchdown was a good one.@dkm14 | @Seahawks | #NFLPlayoffs (by @GenesisUSA) pic.twitter.com/3Ii6VWU2Le— NFL (@NFL) January 6, 2020 Carson Wentz entist bara í tvær sóknir eða þar til að hann fékk slæmt höfuðhögg eftir að Jadeveon Clowney, varnarmaður Seattle Seahawks, hlammaði sér ofan á hann. Clowney fékk enga refsingu en liðsfélagar Carson Wentz voru mjög ósáttir með framkomu Clowney eftir leikinn. Jadeveon Clowney sagði eftir leikinn að hann hafi ekki ætlað að meiða Carson Wentz. „Ég hef aldrei það markmið að meiða einhvern í þessari deild. Ég hef þurft að glíma við meiðsli og það er ekki skemmtilegt. Ég ætlaði ekki að meiða hann heldur kom ég bara á fullri ferð,“ sagði Jadeveon Clowney. All class.@DangeRussWilson asked Doug Pederson if Carson Wentz was ok postgame. #SEAvsPHIpic.twitter.com/aN1aKZoozL— NFL (@NFL) January 6, 2020 Ástæðan sem dómararnir gáfu fyrir að refsa Jadeveon Clowney ekki fyrir þetta var að þeir mátu svo að Carson Wentz hafi þarna verið að hlaupa með boltann og að höfuðhöggið hafi verið slys. Carson Wentz hafði misst af tveimur síðustu úrslitakeppnum og í þeirri fyrri leiddi varamaður hans, Nick Foles, Philadelphia Eagles liðið alla leið. Foles hjálpaði Philadelphia Eagles einnig að vinna í úrslitakeppninni í fyrra. Nú var enginn Foles á bekknum því hann samdi við Jacksonville Jaguars síðasta sumar.Undanúrslit deildanna um næstu helgi: (Allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport)Laugardagurinn 11. janúar Klukkan 21:35: San Francisco 49ers - Minnesota Vikings (Þjóðardeild, NFC) Klukkan 1:15: Baltimore Ravens - Tennessee Titans (Ameríkudeild, AFC)Sunnudagurinn 12. janúar Klukkan 18:05: Kansas City Chiefs - Houston Texans (Ameríkudeild, AFC) Klukkan 23:35: Green Bay Packers - Seattle Seahawks (Þjóðardeild, NFC) NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Sjá meira
Seattle Seahawks varð í nótt fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Liðið mætir Green Bay Packers um næstu helgi eftir 17-9 sigur á Philadelphia Eagles. Nýliðinn DK Metcalf skoraði laglegt 54 jarda snertimark í seinni hálfleik eftir sendingu frá Russell Wilson en áður hafði Marshawn Lynch skorað alvöru skrímsla snertimark með því að hlaupa með boltann í markið. FINAL: The @Seahawks are moving on! #Seahawks#SEAvsPHI#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/wX6YJiaLyf— NFL (@NFL) January 6, 2020 Philadelphia Eagles er því úr leik eftir þetta tap á móti Seattle Seahawks á heimavelli sínum en Ernirnir, sem hafa verið afskaplega óheppnir með meiðsli að undanförnu, misstu leikstjórnanda sinn meiddan af velli í upphafi leiks. Eftir að Carson Wentz datt út þá þurftu Ernirnir að treysta á hinn fertuga Josh McCown en honum tókst ekki að koma liði sínu í endamarkið. Josh McCown varð um leið elsti leikstjórnandinn í sögunni til að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. D.K. Metcalf's first career postseason touchdown was a good one.@dkm14 | @Seahawks | #NFLPlayoffs (by @GenesisUSA) pic.twitter.com/3Ii6VWU2Le— NFL (@NFL) January 6, 2020 Carson Wentz entist bara í tvær sóknir eða þar til að hann fékk slæmt höfuðhögg eftir að Jadeveon Clowney, varnarmaður Seattle Seahawks, hlammaði sér ofan á hann. Clowney fékk enga refsingu en liðsfélagar Carson Wentz voru mjög ósáttir með framkomu Clowney eftir leikinn. Jadeveon Clowney sagði eftir leikinn að hann hafi ekki ætlað að meiða Carson Wentz. „Ég hef aldrei það markmið að meiða einhvern í þessari deild. Ég hef þurft að glíma við meiðsli og það er ekki skemmtilegt. Ég ætlaði ekki að meiða hann heldur kom ég bara á fullri ferð,“ sagði Jadeveon Clowney. All class.@DangeRussWilson asked Doug Pederson if Carson Wentz was ok postgame. #SEAvsPHIpic.twitter.com/aN1aKZoozL— NFL (@NFL) January 6, 2020 Ástæðan sem dómararnir gáfu fyrir að refsa Jadeveon Clowney ekki fyrir þetta var að þeir mátu svo að Carson Wentz hafi þarna verið að hlaupa með boltann og að höfuðhöggið hafi verið slys. Carson Wentz hafði misst af tveimur síðustu úrslitakeppnum og í þeirri fyrri leiddi varamaður hans, Nick Foles, Philadelphia Eagles liðið alla leið. Foles hjálpaði Philadelphia Eagles einnig að vinna í úrslitakeppninni í fyrra. Nú var enginn Foles á bekknum því hann samdi við Jacksonville Jaguars síðasta sumar.Undanúrslit deildanna um næstu helgi: (Allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport)Laugardagurinn 11. janúar Klukkan 21:35: San Francisco 49ers - Minnesota Vikings (Þjóðardeild, NFC) Klukkan 1:15: Baltimore Ravens - Tennessee Titans (Ameríkudeild, AFC)Sunnudagurinn 12. janúar Klukkan 18:05: Kansas City Chiefs - Houston Texans (Ameríkudeild, AFC) Klukkan 23:35: Green Bay Packers - Seattle Seahawks (Þjóðardeild, NFC)
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Sjá meira