Carson Wentz entist bara í tvær sóknir í langþráðri úrslitakeppni og Seattle fór áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 08:00 Shaquill Griffin hjá Seattle Seahawks fagnar sigri á heimavelli Philadelphia liðsins í gær. Getty/Rob Carr Seattle Seahawks varð í nótt fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Liðið mætir Green Bay Packers um næstu helgi eftir 17-9 sigur á Philadelphia Eagles. Nýliðinn DK Metcalf skoraði laglegt 54 jarda snertimark í seinni hálfleik eftir sendingu frá Russell Wilson en áður hafði Marshawn Lynch skorað alvöru skrímsla snertimark með því að hlaupa með boltann í markið. FINAL: The @Seahawks are moving on! #Seahawks#SEAvsPHI#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/wX6YJiaLyf— NFL (@NFL) January 6, 2020 Philadelphia Eagles er því úr leik eftir þetta tap á móti Seattle Seahawks á heimavelli sínum en Ernirnir, sem hafa verið afskaplega óheppnir með meiðsli að undanförnu, misstu leikstjórnanda sinn meiddan af velli í upphafi leiks. Eftir að Carson Wentz datt út þá þurftu Ernirnir að treysta á hinn fertuga Josh McCown en honum tókst ekki að koma liði sínu í endamarkið. Josh McCown varð um leið elsti leikstjórnandinn í sögunni til að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. D.K. Metcalf's first career postseason touchdown was a good one.@dkm14 | @Seahawks | #NFLPlayoffs (by @GenesisUSA) pic.twitter.com/3Ii6VWU2Le— NFL (@NFL) January 6, 2020 Carson Wentz entist bara í tvær sóknir eða þar til að hann fékk slæmt höfuðhögg eftir að Jadeveon Clowney, varnarmaður Seattle Seahawks, hlammaði sér ofan á hann. Clowney fékk enga refsingu en liðsfélagar Carson Wentz voru mjög ósáttir með framkomu Clowney eftir leikinn. Jadeveon Clowney sagði eftir leikinn að hann hafi ekki ætlað að meiða Carson Wentz. „Ég hef aldrei það markmið að meiða einhvern í þessari deild. Ég hef þurft að glíma við meiðsli og það er ekki skemmtilegt. Ég ætlaði ekki að meiða hann heldur kom ég bara á fullri ferð,“ sagði Jadeveon Clowney. All class.@DangeRussWilson asked Doug Pederson if Carson Wentz was ok postgame. #SEAvsPHIpic.twitter.com/aN1aKZoozL— NFL (@NFL) January 6, 2020 Ástæðan sem dómararnir gáfu fyrir að refsa Jadeveon Clowney ekki fyrir þetta var að þeir mátu svo að Carson Wentz hafi þarna verið að hlaupa með boltann og að höfuðhöggið hafi verið slys. Carson Wentz hafði misst af tveimur síðustu úrslitakeppnum og í þeirri fyrri leiddi varamaður hans, Nick Foles, Philadelphia Eagles liðið alla leið. Foles hjálpaði Philadelphia Eagles einnig að vinna í úrslitakeppninni í fyrra. Nú var enginn Foles á bekknum því hann samdi við Jacksonville Jaguars síðasta sumar.Undanúrslit deildanna um næstu helgi: (Allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport)Laugardagurinn 11. janúar Klukkan 21:35: San Francisco 49ers - Minnesota Vikings (Þjóðardeild, NFC) Klukkan 1:15: Baltimore Ravens - Tennessee Titans (Ameríkudeild, AFC)Sunnudagurinn 12. janúar Klukkan 18:05: Kansas City Chiefs - Houston Texans (Ameríkudeild, AFC) Klukkan 23:35: Green Bay Packers - Seattle Seahawks (Þjóðardeild, NFC) NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Seattle Seahawks varð í nótt fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildanna í úrslitakeppni NFL-deildarinnar. Liðið mætir Green Bay Packers um næstu helgi eftir 17-9 sigur á Philadelphia Eagles. Nýliðinn DK Metcalf skoraði laglegt 54 jarda snertimark í seinni hálfleik eftir sendingu frá Russell Wilson en áður hafði Marshawn Lynch skorað alvöru skrímsla snertimark með því að hlaupa með boltann í markið. FINAL: The @Seahawks are moving on! #Seahawks#SEAvsPHI#NFLPlayoffs (by @Lexus) pic.twitter.com/wX6YJiaLyf— NFL (@NFL) January 6, 2020 Philadelphia Eagles er því úr leik eftir þetta tap á móti Seattle Seahawks á heimavelli sínum en Ernirnir, sem hafa verið afskaplega óheppnir með meiðsli að undanförnu, misstu leikstjórnanda sinn meiddan af velli í upphafi leiks. Eftir að Carson Wentz datt út þá þurftu Ernirnir að treysta á hinn fertuga Josh McCown en honum tókst ekki að koma liði sínu í endamarkið. Josh McCown varð um leið elsti leikstjórnandinn í sögunni til að spila sinn fyrsta leik í úrslitakeppni. D.K. Metcalf's first career postseason touchdown was a good one.@dkm14 | @Seahawks | #NFLPlayoffs (by @GenesisUSA) pic.twitter.com/3Ii6VWU2Le— NFL (@NFL) January 6, 2020 Carson Wentz entist bara í tvær sóknir eða þar til að hann fékk slæmt höfuðhögg eftir að Jadeveon Clowney, varnarmaður Seattle Seahawks, hlammaði sér ofan á hann. Clowney fékk enga refsingu en liðsfélagar Carson Wentz voru mjög ósáttir með framkomu Clowney eftir leikinn. Jadeveon Clowney sagði eftir leikinn að hann hafi ekki ætlað að meiða Carson Wentz. „Ég hef aldrei það markmið að meiða einhvern í þessari deild. Ég hef þurft að glíma við meiðsli og það er ekki skemmtilegt. Ég ætlaði ekki að meiða hann heldur kom ég bara á fullri ferð,“ sagði Jadeveon Clowney. All class.@DangeRussWilson asked Doug Pederson if Carson Wentz was ok postgame. #SEAvsPHIpic.twitter.com/aN1aKZoozL— NFL (@NFL) January 6, 2020 Ástæðan sem dómararnir gáfu fyrir að refsa Jadeveon Clowney ekki fyrir þetta var að þeir mátu svo að Carson Wentz hafi þarna verið að hlaupa með boltann og að höfuðhöggið hafi verið slys. Carson Wentz hafði misst af tveimur síðustu úrslitakeppnum og í þeirri fyrri leiddi varamaður hans, Nick Foles, Philadelphia Eagles liðið alla leið. Foles hjálpaði Philadelphia Eagles einnig að vinna í úrslitakeppninni í fyrra. Nú var enginn Foles á bekknum því hann samdi við Jacksonville Jaguars síðasta sumar.Undanúrslit deildanna um næstu helgi: (Allt í beinni á stöðvum Stöð 2 Sport)Laugardagurinn 11. janúar Klukkan 21:35: San Francisco 49ers - Minnesota Vikings (Þjóðardeild, NFC) Klukkan 1:15: Baltimore Ravens - Tennessee Titans (Ameríkudeild, AFC)Sunnudagurinn 12. janúar Klukkan 18:05: Kansas City Chiefs - Houston Texans (Ameríkudeild, AFC) Klukkan 23:35: Green Bay Packers - Seattle Seahawks (Þjóðardeild, NFC)
NFL Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira