NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 13:18 Frá prófunum á James Webb-sjónaukanum árið 2016. NASA/Chris Gunn James Webb-geimsjónaukanum (JWST) verður skotið út í geim í mars á næsta ári þrátt fyrir tafir og kostnaðarauka, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Útlit er fyrir að kostnaður við sjónaukann muni nema um 9,7 milljörðum dollara, jafnvirði tæpra 1.200 milljarða íslenskra króna. Sjónaukinn hefur lengi verið á teikniborðinu og skoti hans hefur verið margfrestað og hönnun hans breytt. Um skeið stóð til að skjóta JWST á loft árið 2018 en í júníþað ár var ákveðið að fresta skotinu til snemma árs 2021 þar sem ekki hafði náðst að ljúka prófunum og undirbúningi. Sjónaukinn er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimstofnanna. Á fundi Stjörnufræðisambands Bandaríkjanna um helgina lögðu yfirmenn NASA áherslu á að sjónaukinn væri á áætlun, að sögn Space.com. Á þessu ári standi til að prófa hvort að sjónaukinn stenst titringinn sem fylgir geimskotinu og frekari tilraunir með að opna hann. James Webb verður stærsti og öflugasti geimsjónaukinn í sögunni þegar hann verður tekinn í notkun og á hann að taka við af Hubble-geimsjónaukanum. Spegill JWST er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
James Webb-geimsjónaukanum (JWST) verður skotið út í geim í mars á næsta ári þrátt fyrir tafir og kostnaðarauka, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Útlit er fyrir að kostnaður við sjónaukann muni nema um 9,7 milljörðum dollara, jafnvirði tæpra 1.200 milljarða íslenskra króna. Sjónaukinn hefur lengi verið á teikniborðinu og skoti hans hefur verið margfrestað og hönnun hans breytt. Um skeið stóð til að skjóta JWST á loft árið 2018 en í júníþað ár var ákveðið að fresta skotinu til snemma árs 2021 þar sem ekki hafði náðst að ljúka prófunum og undirbúningi. Sjónaukinn er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimstofnanna. Á fundi Stjörnufræðisambands Bandaríkjanna um helgina lögðu yfirmenn NASA áherslu á að sjónaukinn væri á áætlun, að sögn Space.com. Á þessu ári standi til að prófa hvort að sjónaukinn stenst titringinn sem fylgir geimskotinu og frekari tilraunir með að opna hann. James Webb verður stærsti og öflugasti geimsjónaukinn í sögunni þegar hann verður tekinn í notkun og á hann að taka við af Hubble-geimsjónaukanum. Spegill JWST er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina.
Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11
Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40