Tvö ár í dag síðan að Liverpool breytti örlögum félagsins með því að selja sinn besta mann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2020 17:15 Alisson Becker og Virgil van Dijk. Getty/Andrew Powell Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ríkjandi Heims- og Evrópumeistari félagsliða. Kannski var það einn dagur í janúarmánuði árið 2018 sem lagði grunninn að þessum titlum liðsins. 6. janúar 2018 er líklega einn mikilvægasti dagurinn í sögu núverandi liðs hjá Liverpool því á þessum degi eignaðist félagið peninginn til að lagfæra hjá sér varnarleikinn. Liverpool hafði raðað inn mörkum í marga mánuði en varnarleikurinn var venjulega ekki upp á marga fiska. Það að halda hreinu þekktist varla á Anfield á þessum tíma. Það var hins vegar á þessum degi fyrir tveimur árum síðan sem Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona og fékk fyrir hann enga smá upphæð eða 188,2 milljónir dollara. Þessi sala á Philippe Coutinho voru ekki góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool á þeim tíma enda Philippe Coutinho stærsta stjarna liðsins. Fyrrnefndir stuðningsmenn liðsins líta örugglega flestir öðruvísi á þessa sölu í dag. On this day in 2018, Liverpool sold Philippe Coutinho to Barcelona. They used the money to pay for Virgil van Dijk and Alisson and still had some to spare pic.twitter.com/Zz1taqeQuo— B/R Football (@brfootball) January 6, 2020 Leikmenn eins og Mohamed Salah og Sadio Mané tóku meiri ábyrgð í sóknarleiknum í framhaldinu og Liverpool hefur því ekki saknað Philippe Coutinho mikið á þessum 24 mánuðum sem eru liðnir. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er að Jürgen Klopp gat notað peningana í að kaupa miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018 og markvörðinn Alisson Becker um sumarið. Samtals kostuðu þessir tveir aðeins minna en Liverpool fékk fyrir Philippe Coutinho. Liverpool sóknin veiktist ekki mikið við það að missa Philippe Coutinho en varnarleikurinn var allt annað og miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson Becker. Í framhaldinu komst Liverpool í tvo úrslitaleiki í röð í Meistaradeildinni, var hársbreidd frá enska meistaratitlinum í fyrra, vann Meistaradeildina í júní, heimsmeistari félagsliða í desember og er nú með örugga forystu í ensku úrvalsdeildinni á leið sinni að fyrsta enska meistaratitlinum í þrjátíu ár. Thank you, Philippe Coutinho. pic.twitter.com/3rrVhdM9w9— - (@AnfieldRd96) December 21, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira
Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og ríkjandi Heims- og Evrópumeistari félagsliða. Kannski var það einn dagur í janúarmánuði árið 2018 sem lagði grunninn að þessum titlum liðsins. 6. janúar 2018 er líklega einn mikilvægasti dagurinn í sögu núverandi liðs hjá Liverpool því á þessum degi eignaðist félagið peninginn til að lagfæra hjá sér varnarleikinn. Liverpool hafði raðað inn mörkum í marga mánuði en varnarleikurinn var venjulega ekki upp á marga fiska. Það að halda hreinu þekktist varla á Anfield á þessum tíma. Það var hins vegar á þessum degi fyrir tveimur árum síðan sem Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona og fékk fyrir hann enga smá upphæð eða 188,2 milljónir dollara. Þessi sala á Philippe Coutinho voru ekki góðar fréttir fyrir stuðningsmenn Liverpool á þeim tíma enda Philippe Coutinho stærsta stjarna liðsins. Fyrrnefndir stuðningsmenn liðsins líta örugglega flestir öðruvísi á þessa sölu í dag. On this day in 2018, Liverpool sold Philippe Coutinho to Barcelona. They used the money to pay for Virgil van Dijk and Alisson and still had some to spare pic.twitter.com/Zz1taqeQuo— B/R Football (@brfootball) January 6, 2020 Leikmenn eins og Mohamed Salah og Sadio Mané tóku meiri ábyrgð í sóknarleiknum í framhaldinu og Liverpool hefur því ekki saknað Philippe Coutinho mikið á þessum 24 mánuðum sem eru liðnir. Það sem skiptir hins vegar mestu máli er að Jürgen Klopp gat notað peningana í að kaupa miðvörðinn Virgil van Dijk í janúar 2018 og markvörðinn Alisson Becker um sumarið. Samtals kostuðu þessir tveir aðeins minna en Liverpool fékk fyrir Philippe Coutinho. Liverpool sóknin veiktist ekki mikið við það að missa Philippe Coutinho en varnarleikurinn var allt annað og miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson Becker. Í framhaldinu komst Liverpool í tvo úrslitaleiki í röð í Meistaradeildinni, var hársbreidd frá enska meistaratitlinum í fyrra, vann Meistaradeildina í júní, heimsmeistari félagsliða í desember og er nú með örugga forystu í ensku úrvalsdeildinni á leið sinni að fyrsta enska meistaratitlinum í þrjátíu ár. Thank you, Philippe Coutinho. pic.twitter.com/3rrVhdM9w9— - (@AnfieldRd96) December 21, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Sjá meira