Súperman ætlar að snúa aftur í troðslukeppni Stjörnuhelgar NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2020 13:30 Dwight Howard vann troðslukeppnina fyrir tólf árum síðan og hér sést hann í einni tilraun sinni þá. Getty/Greg Nelson Það muna örugglega margir eftir troðslukeppni NBA-deildarinnar árið 2008 en nú ætlar sigurvegarinn að snúa aftur tólf árum síðar. Dwight Howard fékk tækifæri sem liðsfélagi LeBron James í vetur og líkar lífið vel sem varamiðherji Los Angeles Lakers liðsins. Dwight Howard er nú orðinn 34 ára gamall og hefur flakkað mikið í NBA-deildinni undanfarin ár auk þess að vera glíma mikið við meiðsli. Hann er heill í dag og er að skila mikilvægum mínútum hjá efsta liði Vesturdeildarinnar. Superman is back: Lakers center Dwight Howard will participate in the NBA Slam Dunk contest at All-Star Weekend in Chicago, per sources. Story on @TheAthleticNBA: https://t.co/tox8RX7n3x— Shams Charania (@ShamsCharania) January 6, 2020 Shams Charania hjá The Athletic sagði fyrstur frá því að Dwight Howard ætli að taka aftur þátt í troðslukeppni Stjörnuleiks NBA-deildarinnar í ár. Dwight Howard vann troðslukeppnina með miklum tilþrifum árið 2008 en hann var þá á hápunkti ferils síns með Orlando Magic. Hann vakti þá athygli þegar hann mætti með súperman skikkjuna og flaug síðan eins og súperman í keppninni sjálfri. Howard var valinn varnarmaður ársins þrjú ár í röð og komst í lokaúrslitin um NBA-titilinn árið 2009. Dwight Howard tók þátt í troðslukeppninni árin 2007 til 2009 en hefur ekki tekið þátt síðan. Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa vissulega smá áhyggjur af þessum fyrirætlunum miðherja síns og hann mun því fara að öllu með gát. Hann er með 7,1 stig, 6,8 fráköst og 1,4 varið skot á 19,5 mínútum af bekknum með Lakers í vetur. Troðslukeppnin fer fram 15. febrúar eða kvöldið áður en sjálfur leikurinn fer fram. Stjörnuhelgin verður að þessu sinni haldin í Chicago. When Dwight Howard's 'Superman' dunk had everyone shook. #TeamDay | @OrlandoMagicpic.twitter.com/FRYMzOXedS— NBA TV (@NBATV) August 16, 2019 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Það muna örugglega margir eftir troðslukeppni NBA-deildarinnar árið 2008 en nú ætlar sigurvegarinn að snúa aftur tólf árum síðar. Dwight Howard fékk tækifæri sem liðsfélagi LeBron James í vetur og líkar lífið vel sem varamiðherji Los Angeles Lakers liðsins. Dwight Howard er nú orðinn 34 ára gamall og hefur flakkað mikið í NBA-deildinni undanfarin ár auk þess að vera glíma mikið við meiðsli. Hann er heill í dag og er að skila mikilvægum mínútum hjá efsta liði Vesturdeildarinnar. Superman is back: Lakers center Dwight Howard will participate in the NBA Slam Dunk contest at All-Star Weekend in Chicago, per sources. Story on @TheAthleticNBA: https://t.co/tox8RX7n3x— Shams Charania (@ShamsCharania) January 6, 2020 Shams Charania hjá The Athletic sagði fyrstur frá því að Dwight Howard ætli að taka aftur þátt í troðslukeppni Stjörnuleiks NBA-deildarinnar í ár. Dwight Howard vann troðslukeppnina með miklum tilþrifum árið 2008 en hann var þá á hápunkti ferils síns með Orlando Magic. Hann vakti þá athygli þegar hann mætti með súperman skikkjuna og flaug síðan eins og súperman í keppninni sjálfri. Howard var valinn varnarmaður ársins þrjú ár í röð og komst í lokaúrslitin um NBA-titilinn árið 2009. Dwight Howard tók þátt í troðslukeppninni árin 2007 til 2009 en hefur ekki tekið þátt síðan. Forráðamenn Los Angeles Lakers hafa vissulega smá áhyggjur af þessum fyrirætlunum miðherja síns og hann mun því fara að öllu með gát. Hann er með 7,1 stig, 6,8 fráköst og 1,4 varið skot á 19,5 mínútum af bekknum með Lakers í vetur. Troðslukeppnin fer fram 15. febrúar eða kvöldið áður en sjálfur leikurinn fer fram. Stjörnuhelgin verður að þessu sinni haldin í Chicago. When Dwight Howard's 'Superman' dunk had everyone shook. #TeamDay | @OrlandoMagicpic.twitter.com/FRYMzOXedS— NBA TV (@NBATV) August 16, 2019
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli