Gular viðvaranir verða í gildi um allt land í dag, þriðjudaginn 7. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á ferðir Strætó á landsbyggðinni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó.
Svona lítur staðan út klukkan 08:00:
Leið 51: Reykjavík-Höfn
Ferð milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði munu aðeins aka til Hvolsvallar, ef veður leyfir.
Ferðin frá Höfn til Reykjavíkur fellur niður í dag.
Tvísýnt verður með akstur um Hellisheiðina og Þrengsli þegar líður á daginn.
Leið 52: Reykjavík-Landeyjahöfn
Landeyjahöfn er lokuð og Herjólfur siglir frá Þorlákshöfn í dag.
Leið 52 mun því ekki aka lengra en til og frá Hvolsvelli. Aukavagn merktur Herjólfi ekur frá Mjódd til Þorlákshafnar kl. 09:00 og 19:00.
Tvísýnt verður með akstur um Hellisheiðina og Þrengsli þegar líður á daginn.
Leið 55: Reykjavík-Leifsstöð
Tvísýnt verður með ferðir á Suðurnesjum þegar líður á daginn.
Leið 89: Reykjanesbær-Garður-Sandgerði
Tvísýnt verður með ferðir á Suðurnesjum þegar líður á daginn.
Leið 88: Reykjanesbær-Grindavík
Tvísýnt verður með ferðir á Suðurnesjum þegar líður á daginn.
Leið 57: Reykjavík-Akureyri
Ferðirnar milli Reykjavíkur og Akureyrar munu aðeins aka til Borgarness á meðan veður leyfir.
Ferðirnar frá Akureyri til Reykjavíkur falla niður í dag.
Tvísýnt verður með akstur um Kjalarnes og meðfram Hafnarfjalli þegar líður á daginn.
Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri. Hægt er að nálgast tilkynningar undir „gjallarhorninu“ á heimasíðu Strætó eða inni á Twitter-reikningi Strætó.