Ananasmálið tröllríður Seltjarnarnesi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2020 12:45 Auður Jónsdóttir, rithöfundur, setti fram heldur betur áhugavert tíst fyrir nokkrum dögum þar sem hún segir að ef maður setur ananas í körfuna á ákveðnum tíma í Hagkaupum á Eiðistorgi sé maður að gefa merki um að maður sé til í makaskipti. Auður hafði varann á og vísaði í orð ónefndrar vinkonu sinnar. Tístið vakti gríðarlega athygli og fjallaði mbl.is meðal annars um málið. Í kjölfarið birti Hagkaup athyglisverða færslu á Facebook þar sem auglýst var að ferskur ananas hafi verið að lenda í verslunum þeirra. Gísli Örn Garðarsson, leikari, birti síðan í gær mynd á Facebook þar sem hann segist hafa fundið ananas en týnt eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur. Auður Jónsdóttir deilir frétt um málið á Facebook-síðu sinni og þar hefur skapast töluverð umræða meðal Seltirninga. Þar segir hún: „Ja, hérna, spurning hvort ég hætti mér út á Seltjarnarnes á næstunni.“ Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi skilur ekkert í málinu. „Hvernig hefur mér tekist að búa á Nesinu í 16 ár án þess að vita þetta?,“ skrifar Karl við færslu Auðar og fleiri fylgja á eftir. Listahjónin Reynir Lyngdal og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru ekki alveg sammála þegar kemur að stóra ananasmálinu og segir Elma á léttu nótunum: „Út af hverju heldur þú að við fluttum á Nesið?“ Reynir segist ekki einu sinni fíla ananas en hann leikstýrði Áramótaskaupinu og Elma Lísa kom þar við sögu sem leikkona. Fjölmiðlakonan Sigríður Pétursdóttir segir: „Eins gott að mér finnst ananas vondur.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fyrrverandi þingkona segist núna skilja hvers vegna Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, talaði svona gegn ananas á sínum tíma en hann bjó á Seltjarnarnesinu áður en hann flutti á Bessastaði. Píratinn Sara Óskarsson er sár: „Bjó á nesinu í 10 ár. Aldrei boðið! Ekki eitt skipti. Hurtful..“ Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason slær á létta strengi: „Ég hef lengi þóst vera fyndinn þegar ég spyr fólk hvort það sé úr Graðabænum - hvað er hægt að kalla Seltjarnarnes?“ Þá mætir Sara aftur á svæðið og svarar Agli: „AnaNes“ Greinilegt er að mikil umræða hefur skapast um stóra ananasmálið á Seltjarnarnesinu. Grín og gaman Seltjarnarnes Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Auður Jónsdóttir, rithöfundur, setti fram heldur betur áhugavert tíst fyrir nokkrum dögum þar sem hún segir að ef maður setur ananas í körfuna á ákveðnum tíma í Hagkaupum á Eiðistorgi sé maður að gefa merki um að maður sé til í makaskipti. Auður hafði varann á og vísaði í orð ónefndrar vinkonu sinnar. Tístið vakti gríðarlega athygli og fjallaði mbl.is meðal annars um málið. Í kjölfarið birti Hagkaup athyglisverða færslu á Facebook þar sem auglýst var að ferskur ananas hafi verið að lenda í verslunum þeirra. Gísli Örn Garðarsson, leikari, birti síðan í gær mynd á Facebook þar sem hann segist hafa fundið ananas en týnt eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur. Auður Jónsdóttir deilir frétt um málið á Facebook-síðu sinni og þar hefur skapast töluverð umræða meðal Seltirninga. Þar segir hún: „Ja, hérna, spurning hvort ég hætti mér út á Seltjarnarnes á næstunni.“ Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi skilur ekkert í málinu. „Hvernig hefur mér tekist að búa á Nesinu í 16 ár án þess að vita þetta?,“ skrifar Karl við færslu Auðar og fleiri fylgja á eftir. Listahjónin Reynir Lyngdal og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru ekki alveg sammála þegar kemur að stóra ananasmálinu og segir Elma á léttu nótunum: „Út af hverju heldur þú að við fluttum á Nesið?“ Reynir segist ekki einu sinni fíla ananas en hann leikstýrði Áramótaskaupinu og Elma Lísa kom þar við sögu sem leikkona. Fjölmiðlakonan Sigríður Pétursdóttir segir: „Eins gott að mér finnst ananas vondur.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fyrrverandi þingkona segist núna skilja hvers vegna Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, talaði svona gegn ananas á sínum tíma en hann bjó á Seltjarnarnesinu áður en hann flutti á Bessastaði. Píratinn Sara Óskarsson er sár: „Bjó á nesinu í 10 ár. Aldrei boðið! Ekki eitt skipti. Hurtful..“ Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason slær á létta strengi: „Ég hef lengi þóst vera fyndinn þegar ég spyr fólk hvort það sé úr Graðabænum - hvað er hægt að kalla Seltjarnarnes?“ Þá mætir Sara aftur á svæðið og svarar Agli: „AnaNes“ Greinilegt er að mikil umræða hefur skapast um stóra ananasmálið á Seltjarnarnesinu.
Grín og gaman Seltjarnarnes Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira