Svona gæti nýr vegur um Dynjandisheiði litið út Kristján Már Unnarsson skrifar 7. janúar 2020 12:00 Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Skýrsluna, sem er 432 blaðsíður að lengd, má sjá á vef Skipulagsstofnunar en frestur til að gera skriflegar athugasemdir er til 17. febrúar árið 2020. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi fyrir jól, sýnir þessa vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á þessu ári, 550 milljónir króna árið 2020. Hér er sýnd veglína sem gerir ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund og færslu vegarins suður fyrir ána Pennu.Grafík/Vegagerðin. Í skýrslunni eru sýndar allt að sex mismunandi leiðir á helstu vegköflum. Einn valkostanna er að grafin verði 2,7 km löng jarðgöng efst á Dynjandisheiði, frá Norðdalsdá að Neðri-Vatnahvilft. Þá eru sýndir valkostir um þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund. Þrívíddarmyndir af mismunandi útfærslum má sjá í 133 blaðsíðna fylgiskjali. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endanlegt leiðarval en Vegagerðin segir það ráðast af niðurstöðum frummatsskýrslu, framkomnum umsögnum og athugasemdum við frummatsskýrsluna og samráði við leyfisveitendur. Möguleg veglína um Dynjandisvog. Fossinn Dynjandi sést til hægri.Grafík/Vegagerðin. Kaflinn milli Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði og Vatnsfjarðar, 40 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 29 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili. Í skýrslunni er rakið að núverandi vegi um Dynjandisheiði, sem fer hæst í 503 metra hæð yfir sjó, sé ekki haldið opnum yfir háveturinn. Sama gildi um Bíldudalsveg. Eru þeir sagðir „hættulegir malarvegir, með einbreiðum brúm, kröppum beygjum og bröttum brekkum“. Möguleg veglína um Dynjandisvog, séð út voginn frá núverandi vegi.Grafík/Vegagerðin. „Samgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og Ísafjarðar eru því mjög slæmar, sérstaklega á veturna. Lélegar samgöngur hafa þau áhrif að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum sækja litla þjónustu til Ísafjarðar en gríðarmikla þjónustu til Reykjavíkur. Vegurinn er eini stofnvegur landsins sem tengir saman þéttbýlisstaði og er ekki opnaður reglulega að vetrarlagi (milli Vatnsfjarðar og Þingeyrar). Bíldudalsvegi á kaflanum frá Fossi í Fossfirði að Vestfjarðavegi í Helluskarði er ekki haldið opnum að vetrarlagi,“ segir í matsskýrslu Vegagerðarinnar. Möguleg veglína niður með Svíná þar sem vegurinn liggur af Dynjandisheiði niður í DynjandisvogGrafík/Vegagerðin. „Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða með heilsársvegi um Dynjandisheiði. Heilsárs hringleið um Vestfirði mun hafa veruleg jákvæð áhrif á samfélagið á Vestfjörðum,“ segir í niðurstöðum. Stöð 2 fjallaði um verkefnið þann 1. desember síðastliðinn í frétt sem sjá má hér: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Vegagerðin hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði og Bíldudalsvegar frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Skýrsluna, sem er 432 blaðsíður að lengd, má sjá á vef Skipulagsstofnunar en frestur til að gera skriflegar athugasemdir er til 17. febrúar árið 2020. Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir verksins. Samgönguáætlun, sem birt var á Alþingi fyrir jól, sýnir þessa vegagerð fullfjármagnaða, með upphaf framkvæmda á þessu ári, 550 milljónir króna árið 2020. Hér er sýnd veglína sem gerir ráð fyrir þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund og færslu vegarins suður fyrir ána Pennu.Grafík/Vegagerðin. Í skýrslunni eru sýndar allt að sex mismunandi leiðir á helstu vegköflum. Einn valkostanna er að grafin verði 2,7 km löng jarðgöng efst á Dynjandisheiði, frá Norðdalsdá að Neðri-Vatnahvilft. Þá eru sýndir valkostir um þverun Vatnsfjarðar á móts við Flókalund. Þrívíddarmyndir af mismunandi útfærslum má sjá í 133 blaðsíðna fylgiskjali. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um endanlegt leiðarval en Vegagerðin segir það ráðast af niðurstöðum frummatsskýrslu, framkomnum umsögnum og athugasemdum við frummatsskýrsluna og samráði við leyfisveitendur. Möguleg veglína um Dynjandisvog. Fossinn Dynjandi sést til hægri.Grafík/Vegagerðin. Kaflinn milli Mjólkárvirkjunar í Arnarfirði og Vatnsfjarðar, 40 kílómetrar, á að klárast árið 2024, með alls 5,8 milljarða króna fjárveitingu. Kaflinn af Dynjandisheiði að Bíldudalsflugvelli, 29 kílómetra langur, er tímasettur í langtímaáætlun á árabilinu 2025 til 2029 með alls 4,8 milljarða króna fjárveitingu á þessu tímabili. Í skýrslunni er rakið að núverandi vegi um Dynjandisheiði, sem fer hæst í 503 metra hæð yfir sjó, sé ekki haldið opnum yfir háveturinn. Sama gildi um Bíldudalsveg. Eru þeir sagðir „hættulegir malarvegir, með einbreiðum brúm, kröppum beygjum og bröttum brekkum“. Möguleg veglína um Dynjandisvog, séð út voginn frá núverandi vegi.Grafík/Vegagerðin. „Samgöngur milli sunnanverðra Vestfjarða og Ísafjarðar eru því mjög slæmar, sérstaklega á veturna. Lélegar samgöngur hafa þau áhrif að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum sækja litla þjónustu til Ísafjarðar en gríðarmikla þjónustu til Reykjavíkur. Vegurinn er eini stofnvegur landsins sem tengir saman þéttbýlisstaði og er ekki opnaður reglulega að vetrarlagi (milli Vatnsfjarðar og Þingeyrar). Bíldudalsvegi á kaflanum frá Fossi í Fossfirði að Vestfjarðavegi í Helluskarði er ekki haldið opnum að vetrarlagi,“ segir í matsskýrslu Vegagerðarinnar. Möguleg veglína niður með Svíná þar sem vegurinn liggur af Dynjandisheiði niður í DynjandisvogGrafík/Vegagerðin. „Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á milli norðan- og sunnanverðra Vestfjarða með heilsársvegi um Dynjandisheiði. Heilsárs hringleið um Vestfirði mun hafa veruleg jákvæð áhrif á samfélagið á Vestfjörðum,“ segir í niðurstöðum. Stöð 2 fjallaði um verkefnið þann 1. desember síðastliðinn í frétt sem sjá má hér:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Vesturbyggð Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29 Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46
Styttist í Dýrafjarðargöng þegar verkþættir klárast hver af öðrum Vaxandi eftirvænting er meðal Vestfirðinga eftir því sem gerð Dýrafjarðarganga miðar fram. Biðin eftir þessari langþráðu samgöngubót er ekki lengur talin í árum heldur í mánuðum, 21. október 2019 21:29
Hátíð í heilum fjórðungi þegar langþráð draumsýn rætist Flaggað var víða á Vestfjörðum í tilefni þess að síðasta haftið í Dýrafjarðagöngum var rofið í dag. Sjaldan eða aldrei hefur jarðgangagerð gengið jafnvel hérlendis. 17. apríl 2019 20:00