Gjaldþrot upp á 26 milljónir eftir deilur við Aron Einar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 17:17 Aron Einar fjallaði um deilur sínar við Kolfinnu í sjálfsævisögu sinni sem kom út 2016. vísir/vilhelm Skiptum á búi Kolfinnu Vonar Arnardóttur, fjárfestis og stjórnanda Reykjavík Fashion Festival, er lokið. Engar eignir fundust í búinu og hljóðuðu lýstar kröfur í búið upp á tæpar 26 milljónir. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var einn þeirra sem fór fram á gjaldþrot Kolfinnu. Leiða má af því líkur að krafan sé í tengslum við deilur Arons og eiginkonu hans, Kristbjargar Jónasdóttir, við Kolfinnu Von í tengslum við fjárfestingu þeirra hjóna í íslenska fatamerkinu JÖR.Sjá einnig: Aron Einar fer fram á gjaldþrot KolfinnuEkkert varð af fjárfestingu Arons og Kristbjargar og var JÖR úrskurðað gjaldþrota í upphafi árs 2017. Í sjálfsævisögu sinni, sem Aron gaf út 2016, skrifar hann að samið hafi verið um að félagið myndi kaupa hlut þeirra hjóna af þeim. Þau hjón hafi þó aldrei fengið greitt samkvæmt samningnum né nokkrar útskýringar á því hvað varð um peningana. Kolfinna svaraði þessum ásökunum bæði í færslu á Facebook í nóvember 2018 og annarri sem hún birti í dag. Í þeirri sem birt var 2018 segir hún að Aron hafi fjárfest fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem Kolfinna og maðurinn hennar, Björn Ingi Hrafnsson, hafi verið að byggja upp. Tíu milljónir af því hafi farið í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. „Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum, tugum milljóna. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það.“ Það sé þess vegna ekki rétt að ekki hafi fengist svör um hvert peningarnir fóru, þeir hafi farið í þessi tvö verkefni. Í færslunni sem Kolfinna deildi í dag segir hún að fjárfesting Arons hafi ekki verið lán en hún hafi viljað koma til móts við þau hjónin og boðist til að kaupa af þeim þeirra hlut. „Ég bauðst svo til að kaupa af þeim þeirra hlut og um það snýst þetta mál. Þetta var aldrei nein skuld – ég fékk enga fjármuni lánaða frá þeim – en ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut,“ skrifar Kolfinna. Hún hafi átt í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið hafi verið um og hún hafi í kjölfarið ítrekað reynt að semja við þau um málið en án árangurs. Gjaldþrot Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Skiptum á búi Kolfinnu Vonar Arnardóttur, fjárfestis og stjórnanda Reykjavík Fashion Festival, er lokið. Engar eignir fundust í búinu og hljóðuðu lýstar kröfur í búið upp á tæpar 26 milljónir. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var einn þeirra sem fór fram á gjaldþrot Kolfinnu. Leiða má af því líkur að krafan sé í tengslum við deilur Arons og eiginkonu hans, Kristbjargar Jónasdóttir, við Kolfinnu Von í tengslum við fjárfestingu þeirra hjóna í íslenska fatamerkinu JÖR.Sjá einnig: Aron Einar fer fram á gjaldþrot KolfinnuEkkert varð af fjárfestingu Arons og Kristbjargar og var JÖR úrskurðað gjaldþrota í upphafi árs 2017. Í sjálfsævisögu sinni, sem Aron gaf út 2016, skrifar hann að samið hafi verið um að félagið myndi kaupa hlut þeirra hjóna af þeim. Þau hjón hafi þó aldrei fengið greitt samkvæmt samningnum né nokkrar útskýringar á því hvað varð um peningana. Kolfinna svaraði þessum ásökunum bæði í færslu á Facebook í nóvember 2018 og annarri sem hún birti í dag. Í þeirri sem birt var 2018 segir hún að Aron hafi fjárfest fyrir fimmtán milljónir í einkahlutafélagi sem Kolfinna og maðurinn hennar, Björn Ingi Hrafnsson, hafi verið að byggja upp. Tíu milljónir af því hafi farið í lán til JÖR og fimm milljónir vegna kaupa á tískuhátíðinni RFF. „Því miður gekk rekstur JÖR ekki upp og félagið fór í þrot og þar með töpuðum við miklum fjármunum, tugum milljóna. Bæði félagið okkar og við persónulega sem höfðum lagt fjármuni í það.“ Það sé þess vegna ekki rétt að ekki hafi fengist svör um hvert peningarnir fóru, þeir hafi farið í þessi tvö verkefni. Í færslunni sem Kolfinna deildi í dag segir hún að fjárfesting Arons hafi ekki verið lán en hún hafi viljað koma til móts við þau hjónin og boðist til að kaupa af þeim þeirra hlut. „Ég bauðst svo til að kaupa af þeim þeirra hlut og um það snýst þetta mál. Þetta var aldrei nein skuld – ég fékk enga fjármuni lánaða frá þeim – en ég vildi koma til móts við þau með því að kaupa af þeim þeirra hlut,“ skrifar Kolfinna. Hún hafi átt í erfiðleikum með að standa við þær greiðslur sem samið hafi verið um og hún hafi í kjölfarið ítrekað reynt að semja við þau um málið en án árangurs.
Gjaldþrot Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira