Miður sín eftir að kengúrurnar hennar fórust í hamförunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2020 19:00 Áhrif gróðureldanna á áströlsk dýr eru allsvakaleg. Vísir/AP Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. Wild2Free, griðastaður fyrir kengúrur, varð eldunum að bráð nú eftir áramót og er óttast um að tugir kengúra hafi farist. Eigandanum Rae Harvey var þó bjargað. Hún sagðist ekki hafa átt von á að henni yrði bjargað. Óttaðist um að brenna inni. „Svæðið var umlukið eldi og við sáum að það var kviknað í einu húsinu. Við vissum að eldurinn var sömuleiðis bak við okkur og í raun allt um kring. Ef það væri ekki fyrir ána hérna veit ég ekki hvað hefði orðið um okkur. Ég á ekki mörg tár eftir, þetta hefur tekið sinn toll,“ sagði Harvey. Frá því eldarnir á svæðinu slokknuðu hafa 22 kengúrur snúið til baka, margar hverjar skaðbrenndar. Erfitt er þó að hjálpa þeim vegna skorts á lyfjum og búnaði. Harvey sagðist ekki hafa búist við því að nokkur kengúra myndi lifa hamfarirnar af. „Það var svo mikill reykur og eldur. Ég hélt þær myndu allar farast,“ sagði hún og bætti við: „Þær eru með svo ótrúlega persónutöfra. Þetta eru allt einstaklingar með sinn persónuleika. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvernig kengúrur eru í raun og veru og hversu mikilvægar þær eru.“ Harvey sagði kengúrurnar miklar tilfinningaverur, viðkvæmar. „Þær eru fjölskyldan mín. Þetta er eins og að missa fjölskylduna sína.“ Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Gróðureldarnir í Ástralíu halda áfram að valda stórtjóni og búist er við því að þeir muni loga næstu mánuðina. Griðastaður fyrir kengúrur hefur stórskemmst og eigandinn segist hreinlega miður sín. Wild2Free, griðastaður fyrir kengúrur, varð eldunum að bráð nú eftir áramót og er óttast um að tugir kengúra hafi farist. Eigandanum Rae Harvey var þó bjargað. Hún sagðist ekki hafa átt von á að henni yrði bjargað. Óttaðist um að brenna inni. „Svæðið var umlukið eldi og við sáum að það var kviknað í einu húsinu. Við vissum að eldurinn var sömuleiðis bak við okkur og í raun allt um kring. Ef það væri ekki fyrir ána hérna veit ég ekki hvað hefði orðið um okkur. Ég á ekki mörg tár eftir, þetta hefur tekið sinn toll,“ sagði Harvey. Frá því eldarnir á svæðinu slokknuðu hafa 22 kengúrur snúið til baka, margar hverjar skaðbrenndar. Erfitt er þó að hjálpa þeim vegna skorts á lyfjum og búnaði. Harvey sagðist ekki hafa búist við því að nokkur kengúra myndi lifa hamfarirnar af. „Það var svo mikill reykur og eldur. Ég hélt þær myndu allar farast,“ sagði hún og bætti við: „Þær eru með svo ótrúlega persónutöfra. Þetta eru allt einstaklingar með sinn persónuleika. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvernig kengúrur eru í raun og veru og hversu mikilvægar þær eru.“ Harvey sagði kengúrurnar miklar tilfinningaverur, viðkvæmar. „Þær eru fjölskyldan mín. Þetta er eins og að missa fjölskylduna sína.“
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira