Rafmagnslaust á Vesturlandi: „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:58 Rætt var við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rafmagnslaust er á hluta Vesturlands samkvæmt tilkynningakorti á vefsíðu RARIK. Þar kemur fram að rafmagnsbilun sé á Norðurárdalslínu og verið að leita að bilun. Þá er einnig rafmagnsbilun í Eskiholti að Varmalandi og Vatnshömrum í Hafnarskógi. Á þessum tveimur stöðum er einnig verið að leita að því hvar bilunin er. Lægð gengur nú yfir landið með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu. Rætt var við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði hann reyna mikið á raforkukerfið í svona veðri. „Það er eitt sem fylgir svona vestanátt að það er selta sem kemur af Grænlandshafi. Við höfum nokkur tilvik um álíka veður á síðustu áratugum og það er mikil áraun á raforkukerfið í svona veðri, bæði vegna seltu en líka vegna vinds, þá sérstaklega á Norður- og Austurlandi og svo er sums staðar ís og krapi sem fylgir,“ sagði Einar. Kort sem sýnir hvar bilanir eru í raforkukerfi RARIK.rarik Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en síðdegis á fimmtudag að sögn Einars og þangað til mælir hann ekki með því að fólk leggi í langferðir á fjallvegi þar sem veður getur orðið miklu verra í blindbyl. „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur og á eftir djúpri lægð. Nú fer veður versnandi fyrir norðan, það mun blása þar hressilega af vestri í kvöld og fram á nótt og síðar á Austurlandi. Það er nú útlit fyrir það að fjölmargir vegir verði tepptir að minnsta kosti til morguns og ef ekki lengur. Það er nú einu sinni þannig að það gengur á með hryðjum hérna sunnan- og vestan lands en veður á fjallvegum er miklu verra og blindara og ég held að þangað til að þetta er yfirstaðið sem verður sennilega ekki fyrr en á fimmtudag síðdegis að þá hugsi fólk sig vel um áður en það leggur að minnsta kosti í langferðir yfir þessa fjallvegi vegna þess að þetta er alveg alvöruveður,“ sagði Einar.Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan auk þess sem Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður okkar, ræddi við Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, um þau árhif sem óveðrið hefur haft á starfsemi flugfélagsins. Borgarbyggð Orkumál Veður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira
Rafmagnslaust er á hluta Vesturlands samkvæmt tilkynningakorti á vefsíðu RARIK. Þar kemur fram að rafmagnsbilun sé á Norðurárdalslínu og verið að leita að bilun. Þá er einnig rafmagnsbilun í Eskiholti að Varmalandi og Vatnshömrum í Hafnarskógi. Á þessum tveimur stöðum er einnig verið að leita að því hvar bilunin er. Lægð gengur nú yfir landið með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu. Rætt var við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði hann reyna mikið á raforkukerfið í svona veðri. „Það er eitt sem fylgir svona vestanátt að það er selta sem kemur af Grænlandshafi. Við höfum nokkur tilvik um álíka veður á síðustu áratugum og það er mikil áraun á raforkukerfið í svona veðri, bæði vegna seltu en líka vegna vinds, þá sérstaklega á Norður- og Austurlandi og svo er sums staðar ís og krapi sem fylgir,“ sagði Einar. Kort sem sýnir hvar bilanir eru í raforkukerfi RARIK.rarik Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en síðdegis á fimmtudag að sögn Einars og þangað til mælir hann ekki með því að fólk leggi í langferðir á fjallvegi þar sem veður getur orðið miklu verra í blindbyl. „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur og á eftir djúpri lægð. Nú fer veður versnandi fyrir norðan, það mun blása þar hressilega af vestri í kvöld og fram á nótt og síðar á Austurlandi. Það er nú útlit fyrir það að fjölmargir vegir verði tepptir að minnsta kosti til morguns og ef ekki lengur. Það er nú einu sinni þannig að það gengur á með hryðjum hérna sunnan- og vestan lands en veður á fjallvegum er miklu verra og blindara og ég held að þangað til að þetta er yfirstaðið sem verður sennilega ekki fyrr en á fimmtudag síðdegis að þá hugsi fólk sig vel um áður en það leggur að minnsta kosti í langferðir yfir þessa fjallvegi vegna þess að þetta er alveg alvöruveður,“ sagði Einar.Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan auk þess sem Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður okkar, ræddi við Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, um þau árhif sem óveðrið hefur haft á starfsemi flugfélagsins.
Borgarbyggð Orkumál Veður Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira