Tíu leikmenn hafa fengið sitt fyrsta stórmót síðan Guðmundur tók aftur við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 11:00 Viggó Kristjánsson er einn af nýliðum Guðmundar Guðmundsson á þessu EM. Mynd/HSÍ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. Nýliðarnir í íslenska landsliðinu á þessu Evrópumóti eru 19 ára markvörður, 20 ára línumaður og 26 ára hægri skytta. Þetta eru þeir Viktor Gísli Hallgrímsson, Sveinn Jóhannsson og Viggó Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá brot á kynningu á nýliðum landsliðsins af heimasíðu HSÍ.Viktor Gísli Hallgrímsson er 19 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni í Danmörku. Hann er næst yngsti leikmaður landsliðsins um þessar mundir og er annar tveggja í hópnum sem er fæddur er á 21.öldinni. Fyrsta A-landsleik sinn lék Viktor Gísli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018. Viktor Gísli hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var m.a. Í silfurliði Íslands á EM U18 ára í Króatíu sumarið 2018. Viktor Gísli lék upp yngri flokka Fram og komst fyrst í meistaraflokk 2016. Hann vakti strax athygli fyrir frammistöðu sína og var m.a. valinn efnilegasti markvörður Olís-deildarinnar 2017. Hann gekk til liðs við GOG sumarið 2019 og hefur leikið stöðugt með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu allt þetta keppnistímabil og öðlast kærkomna reynslu.Viggó Kristjánsson er 26 ára gamall Seltirningur og örvhent skytta sem lék sinn fyrsta A-landsleik 25. október síðastliðinn gegn Svíum. Síðan hefur hann bætt tveimur leikjum við í safnið. Viggó var í yngri flokkum Gróttu og lék stórt hlutverk í meistaraflokki Gróttu í handknattleik þegar liðið vann sig upp í Olís-deildina vorið 2015 og var næst markahæsti leikmaður Gróttu í deildinni keppnistímabilið 2015 til 16. Sumarið 2016 gekk Viggó til liðs við danska handknattleiksliðið Randers. Að lokinni eins árs dvöl á Jótlandi samdi Viggó við austurríska 1. deildarliðið West Wien. Hjá West Wien var Viggó í tvö keppnistímabil og var markahæsti leikmaður liðsins. Viggó flutti til Þýskalands á síðasta sumri og samdi við SC DHfK Leipzig. Vera Viggós hjá liðinu var styttri en vonir stóðu til því hann var seldur til Wetzlar í nóvember þegar liðinu vantaði örvhenta skyttu. Skrifaði hann undir samning við Wetzlar til loka leiktíðar í vor en þá gengur Viggó til liðs við TVB Stuttgart.Sveinn Jóhannsson er tvítugur línumaður danska félagsins SönderjyskE en hann er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Sveinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Svíum í október en hafði áður spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Sveinn spilaði í eitt tímabil með ÍR áður en hann fór út til Danmörku en er uppalinn í Fjölni. Guðmundur Guðmundsson hefur sjálfur gefið tíu af sautján leikmönnum íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti sitt fyrsta tækifæri til að spila fyrir Ísland á stórmóti. Þar af eru fjórir leikmenn sem fengu stórmótaskírn sína þegar Guðmundur þjálfaði liðið í annað skiptið frá 2008 til 2012.Nýliðar Guðmundar Guðmundssonar á HM 2019 Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Sigvaldi Björn Guðjónsson Daníel Þór Ingason Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson Óðinn Þór RíkharðssonNýliðar Guðmundar Guðmundssonar á EM 2020 Viktor Gísli Hallgrímsson Viggó Kristjánsson Sveinn JóhannssonHvaða þjálfari gaf hinum fyrsta tækifærið á stórmótiÞorbjörn Jensson (1) Guðjón Valur SigurðssonViggó Sigurðsson (1) Alexander PeterssonGuðmundur Guðmundsson (4) Björgvin Páll Gústavsson Aron Pálmarsson Kári Kristján Kristjánsson Ólafur GuðmundssonAron Kristjánsson (1) Arnór Þór GunnarssonGeir Sveinsson (4) Janus Daði Smárason Bjarki Már Elísson Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gíslason EM 2020 í handbolta Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. Nýliðarnir í íslenska landsliðinu á þessu Evrópumóti eru 19 ára markvörður, 20 ára línumaður og 26 ára hægri skytta. Þetta eru þeir Viktor Gísli Hallgrímsson, Sveinn Jóhannsson og Viggó Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá brot á kynningu á nýliðum landsliðsins af heimasíðu HSÍ.Viktor Gísli Hallgrímsson er 19 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni í Danmörku. Hann er næst yngsti leikmaður landsliðsins um þessar mundir og er annar tveggja í hópnum sem er fæddur er á 21.öldinni. Fyrsta A-landsleik sinn lék Viktor Gísli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018. Viktor Gísli hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var m.a. Í silfurliði Íslands á EM U18 ára í Króatíu sumarið 2018. Viktor Gísli lék upp yngri flokka Fram og komst fyrst í meistaraflokk 2016. Hann vakti strax athygli fyrir frammistöðu sína og var m.a. valinn efnilegasti markvörður Olís-deildarinnar 2017. Hann gekk til liðs við GOG sumarið 2019 og hefur leikið stöðugt með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu allt þetta keppnistímabil og öðlast kærkomna reynslu.Viggó Kristjánsson er 26 ára gamall Seltirningur og örvhent skytta sem lék sinn fyrsta A-landsleik 25. október síðastliðinn gegn Svíum. Síðan hefur hann bætt tveimur leikjum við í safnið. Viggó var í yngri flokkum Gróttu og lék stórt hlutverk í meistaraflokki Gróttu í handknattleik þegar liðið vann sig upp í Olís-deildina vorið 2015 og var næst markahæsti leikmaður Gróttu í deildinni keppnistímabilið 2015 til 16. Sumarið 2016 gekk Viggó til liðs við danska handknattleiksliðið Randers. Að lokinni eins árs dvöl á Jótlandi samdi Viggó við austurríska 1. deildarliðið West Wien. Hjá West Wien var Viggó í tvö keppnistímabil og var markahæsti leikmaður liðsins. Viggó flutti til Þýskalands á síðasta sumri og samdi við SC DHfK Leipzig. Vera Viggós hjá liðinu var styttri en vonir stóðu til því hann var seldur til Wetzlar í nóvember þegar liðinu vantaði örvhenta skyttu. Skrifaði hann undir samning við Wetzlar til loka leiktíðar í vor en þá gengur Viggó til liðs við TVB Stuttgart.Sveinn Jóhannsson er tvítugur línumaður danska félagsins SönderjyskE en hann er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Sveinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Svíum í október en hafði áður spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Sveinn spilaði í eitt tímabil með ÍR áður en hann fór út til Danmörku en er uppalinn í Fjölni. Guðmundur Guðmundsson hefur sjálfur gefið tíu af sautján leikmönnum íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti sitt fyrsta tækifæri til að spila fyrir Ísland á stórmóti. Þar af eru fjórir leikmenn sem fengu stórmótaskírn sína þegar Guðmundur þjálfaði liðið í annað skiptið frá 2008 til 2012.Nýliðar Guðmundar Guðmundssonar á HM 2019 Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Sigvaldi Björn Guðjónsson Daníel Þór Ingason Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson Óðinn Þór RíkharðssonNýliðar Guðmundar Guðmundssonar á EM 2020 Viktor Gísli Hallgrímsson Viggó Kristjánsson Sveinn JóhannssonHvaða þjálfari gaf hinum fyrsta tækifærið á stórmótiÞorbjörn Jensson (1) Guðjón Valur SigurðssonViggó Sigurðsson (1) Alexander PeterssonGuðmundur Guðmundsson (4) Björgvin Páll Gústavsson Aron Pálmarsson Kári Kristján Kristjánsson Ólafur GuðmundssonAron Kristjánsson (1) Arnór Þór GunnarssonGeir Sveinsson (4) Janus Daði Smárason Bjarki Már Elísson Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gíslason
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira