Tíu leikmenn hafa fengið sitt fyrsta stórmót síðan Guðmundur tók aftur við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 11:00 Viggó Kristjánsson er einn af nýliðum Guðmundar Guðmundsson á þessu EM. Mynd/HSÍ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. Nýliðarnir í íslenska landsliðinu á þessu Evrópumóti eru 19 ára markvörður, 20 ára línumaður og 26 ára hægri skytta. Þetta eru þeir Viktor Gísli Hallgrímsson, Sveinn Jóhannsson og Viggó Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá brot á kynningu á nýliðum landsliðsins af heimasíðu HSÍ.Viktor Gísli Hallgrímsson er 19 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni í Danmörku. Hann er næst yngsti leikmaður landsliðsins um þessar mundir og er annar tveggja í hópnum sem er fæddur er á 21.öldinni. Fyrsta A-landsleik sinn lék Viktor Gísli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018. Viktor Gísli hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var m.a. Í silfurliði Íslands á EM U18 ára í Króatíu sumarið 2018. Viktor Gísli lék upp yngri flokka Fram og komst fyrst í meistaraflokk 2016. Hann vakti strax athygli fyrir frammistöðu sína og var m.a. valinn efnilegasti markvörður Olís-deildarinnar 2017. Hann gekk til liðs við GOG sumarið 2019 og hefur leikið stöðugt með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu allt þetta keppnistímabil og öðlast kærkomna reynslu.Viggó Kristjánsson er 26 ára gamall Seltirningur og örvhent skytta sem lék sinn fyrsta A-landsleik 25. október síðastliðinn gegn Svíum. Síðan hefur hann bætt tveimur leikjum við í safnið. Viggó var í yngri flokkum Gróttu og lék stórt hlutverk í meistaraflokki Gróttu í handknattleik þegar liðið vann sig upp í Olís-deildina vorið 2015 og var næst markahæsti leikmaður Gróttu í deildinni keppnistímabilið 2015 til 16. Sumarið 2016 gekk Viggó til liðs við danska handknattleiksliðið Randers. Að lokinni eins árs dvöl á Jótlandi samdi Viggó við austurríska 1. deildarliðið West Wien. Hjá West Wien var Viggó í tvö keppnistímabil og var markahæsti leikmaður liðsins. Viggó flutti til Þýskalands á síðasta sumri og samdi við SC DHfK Leipzig. Vera Viggós hjá liðinu var styttri en vonir stóðu til því hann var seldur til Wetzlar í nóvember þegar liðinu vantaði örvhenta skyttu. Skrifaði hann undir samning við Wetzlar til loka leiktíðar í vor en þá gengur Viggó til liðs við TVB Stuttgart.Sveinn Jóhannsson er tvítugur línumaður danska félagsins SönderjyskE en hann er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Sveinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Svíum í október en hafði áður spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Sveinn spilaði í eitt tímabil með ÍR áður en hann fór út til Danmörku en er uppalinn í Fjölni. Guðmundur Guðmundsson hefur sjálfur gefið tíu af sautján leikmönnum íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti sitt fyrsta tækifæri til að spila fyrir Ísland á stórmóti. Þar af eru fjórir leikmenn sem fengu stórmótaskírn sína þegar Guðmundur þjálfaði liðið í annað skiptið frá 2008 til 2012.Nýliðar Guðmundar Guðmundssonar á HM 2019 Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Sigvaldi Björn Guðjónsson Daníel Þór Ingason Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson Óðinn Þór RíkharðssonNýliðar Guðmundar Guðmundssonar á EM 2020 Viktor Gísli Hallgrímsson Viggó Kristjánsson Sveinn JóhannssonHvaða þjálfari gaf hinum fyrsta tækifærið á stórmótiÞorbjörn Jensson (1) Guðjón Valur SigurðssonViggó Sigurðsson (1) Alexander PeterssonGuðmundur Guðmundsson (4) Björgvin Páll Gústavsson Aron Pálmarsson Kári Kristján Kristjánsson Ólafur GuðmundssonAron Kristjánsson (1) Arnór Þór GunnarssonGeir Sveinsson (4) Janus Daði Smárason Bjarki Már Elísson Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gíslason EM 2020 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. Nýliðarnir í íslenska landsliðinu á þessu Evrópumóti eru 19 ára markvörður, 20 ára línumaður og 26 ára hægri skytta. Þetta eru þeir Viktor Gísli Hallgrímsson, Sveinn Jóhannsson og Viggó Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá brot á kynningu á nýliðum landsliðsins af heimasíðu HSÍ.Viktor Gísli Hallgrímsson er 19 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni í Danmörku. Hann er næst yngsti leikmaður landsliðsins um þessar mundir og er annar tveggja í hópnum sem er fæddur er á 21.öldinni. Fyrsta A-landsleik sinn lék Viktor Gísli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018. Viktor Gísli hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var m.a. Í silfurliði Íslands á EM U18 ára í Króatíu sumarið 2018. Viktor Gísli lék upp yngri flokka Fram og komst fyrst í meistaraflokk 2016. Hann vakti strax athygli fyrir frammistöðu sína og var m.a. valinn efnilegasti markvörður Olís-deildarinnar 2017. Hann gekk til liðs við GOG sumarið 2019 og hefur leikið stöðugt með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu allt þetta keppnistímabil og öðlast kærkomna reynslu.Viggó Kristjánsson er 26 ára gamall Seltirningur og örvhent skytta sem lék sinn fyrsta A-landsleik 25. október síðastliðinn gegn Svíum. Síðan hefur hann bætt tveimur leikjum við í safnið. Viggó var í yngri flokkum Gróttu og lék stórt hlutverk í meistaraflokki Gróttu í handknattleik þegar liðið vann sig upp í Olís-deildina vorið 2015 og var næst markahæsti leikmaður Gróttu í deildinni keppnistímabilið 2015 til 16. Sumarið 2016 gekk Viggó til liðs við danska handknattleiksliðið Randers. Að lokinni eins árs dvöl á Jótlandi samdi Viggó við austurríska 1. deildarliðið West Wien. Hjá West Wien var Viggó í tvö keppnistímabil og var markahæsti leikmaður liðsins. Viggó flutti til Þýskalands á síðasta sumri og samdi við SC DHfK Leipzig. Vera Viggós hjá liðinu var styttri en vonir stóðu til því hann var seldur til Wetzlar í nóvember þegar liðinu vantaði örvhenta skyttu. Skrifaði hann undir samning við Wetzlar til loka leiktíðar í vor en þá gengur Viggó til liðs við TVB Stuttgart.Sveinn Jóhannsson er tvítugur línumaður danska félagsins SönderjyskE en hann er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Sveinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Svíum í október en hafði áður spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Sveinn spilaði í eitt tímabil með ÍR áður en hann fór út til Danmörku en er uppalinn í Fjölni. Guðmundur Guðmundsson hefur sjálfur gefið tíu af sautján leikmönnum íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti sitt fyrsta tækifæri til að spila fyrir Ísland á stórmóti. Þar af eru fjórir leikmenn sem fengu stórmótaskírn sína þegar Guðmundur þjálfaði liðið í annað skiptið frá 2008 til 2012.Nýliðar Guðmundar Guðmundssonar á HM 2019 Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Sigvaldi Björn Guðjónsson Daníel Þór Ingason Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson Óðinn Þór RíkharðssonNýliðar Guðmundar Guðmundssonar á EM 2020 Viktor Gísli Hallgrímsson Viggó Kristjánsson Sveinn JóhannssonHvaða þjálfari gaf hinum fyrsta tækifærið á stórmótiÞorbjörn Jensson (1) Guðjón Valur SigurðssonViggó Sigurðsson (1) Alexander PeterssonGuðmundur Guðmundsson (4) Björgvin Páll Gústavsson Aron Pálmarsson Kári Kristján Kristjánsson Ólafur GuðmundssonAron Kristjánsson (1) Arnór Þór GunnarssonGeir Sveinsson (4) Janus Daði Smárason Bjarki Már Elísson Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gíslason
EM 2020 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira