Tíu leikmenn hafa fengið sitt fyrsta stórmót síðan Guðmundur tók aftur við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 11:00 Viggó Kristjánsson er einn af nýliðum Guðmundar Guðmundsson á þessu EM. Mynd/HSÍ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. Nýliðarnir í íslenska landsliðinu á þessu Evrópumóti eru 19 ára markvörður, 20 ára línumaður og 26 ára hægri skytta. Þetta eru þeir Viktor Gísli Hallgrímsson, Sveinn Jóhannsson og Viggó Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá brot á kynningu á nýliðum landsliðsins af heimasíðu HSÍ.Viktor Gísli Hallgrímsson er 19 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni í Danmörku. Hann er næst yngsti leikmaður landsliðsins um þessar mundir og er annar tveggja í hópnum sem er fæddur er á 21.öldinni. Fyrsta A-landsleik sinn lék Viktor Gísli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018. Viktor Gísli hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var m.a. Í silfurliði Íslands á EM U18 ára í Króatíu sumarið 2018. Viktor Gísli lék upp yngri flokka Fram og komst fyrst í meistaraflokk 2016. Hann vakti strax athygli fyrir frammistöðu sína og var m.a. valinn efnilegasti markvörður Olís-deildarinnar 2017. Hann gekk til liðs við GOG sumarið 2019 og hefur leikið stöðugt með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu allt þetta keppnistímabil og öðlast kærkomna reynslu.Viggó Kristjánsson er 26 ára gamall Seltirningur og örvhent skytta sem lék sinn fyrsta A-landsleik 25. október síðastliðinn gegn Svíum. Síðan hefur hann bætt tveimur leikjum við í safnið. Viggó var í yngri flokkum Gróttu og lék stórt hlutverk í meistaraflokki Gróttu í handknattleik þegar liðið vann sig upp í Olís-deildina vorið 2015 og var næst markahæsti leikmaður Gróttu í deildinni keppnistímabilið 2015 til 16. Sumarið 2016 gekk Viggó til liðs við danska handknattleiksliðið Randers. Að lokinni eins árs dvöl á Jótlandi samdi Viggó við austurríska 1. deildarliðið West Wien. Hjá West Wien var Viggó í tvö keppnistímabil og var markahæsti leikmaður liðsins. Viggó flutti til Þýskalands á síðasta sumri og samdi við SC DHfK Leipzig. Vera Viggós hjá liðinu var styttri en vonir stóðu til því hann var seldur til Wetzlar í nóvember þegar liðinu vantaði örvhenta skyttu. Skrifaði hann undir samning við Wetzlar til loka leiktíðar í vor en þá gengur Viggó til liðs við TVB Stuttgart.Sveinn Jóhannsson er tvítugur línumaður danska félagsins SönderjyskE en hann er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Sveinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Svíum í október en hafði áður spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Sveinn spilaði í eitt tímabil með ÍR áður en hann fór út til Danmörku en er uppalinn í Fjölni. Guðmundur Guðmundsson hefur sjálfur gefið tíu af sautján leikmönnum íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti sitt fyrsta tækifæri til að spila fyrir Ísland á stórmóti. Þar af eru fjórir leikmenn sem fengu stórmótaskírn sína þegar Guðmundur þjálfaði liðið í annað skiptið frá 2008 til 2012.Nýliðar Guðmundar Guðmundssonar á HM 2019 Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Sigvaldi Björn Guðjónsson Daníel Þór Ingason Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson Óðinn Þór RíkharðssonNýliðar Guðmundar Guðmundssonar á EM 2020 Viktor Gísli Hallgrímsson Viggó Kristjánsson Sveinn JóhannssonHvaða þjálfari gaf hinum fyrsta tækifærið á stórmótiÞorbjörn Jensson (1) Guðjón Valur SigurðssonViggó Sigurðsson (1) Alexander PeterssonGuðmundur Guðmundsson (4) Björgvin Páll Gústavsson Aron Pálmarsson Kári Kristján Kristjánsson Ólafur GuðmundssonAron Kristjánsson (1) Arnór Þór GunnarssonGeir Sveinsson (4) Janus Daði Smárason Bjarki Már Elísson Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gíslason EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, valdi þrjá nýliða í EM-hópinn sinn í gær sem þýðir að hann hefur á einu ári alls gefið tíu leikmönnum tækfæri til að spila á sínu fyrsta stórmóti. Nýliðarnir í íslenska landsliðinu á þessu Evrópumóti eru 19 ára markvörður, 20 ára línumaður og 26 ára hægri skytta. Þetta eru þeir Viktor Gísli Hallgrímsson, Sveinn Jóhannsson og Viggó Kristjánsson. Hér fyrir neðan má sjá brot á kynningu á nýliðum landsliðsins af heimasíðu HSÍ.Viktor Gísli Hallgrímsson er 19 ára gamall markvörður danska úrvalsdeildarliðsins GOG á Fjóni í Danmörku. Hann er næst yngsti leikmaður landsliðsins um þessar mundir og er annar tveggja í hópnum sem er fæddur er á 21.öldinni. Fyrsta A-landsleik sinn lék Viktor Gísli gegn Noregi í Sotra Arena í nágrenni Bergen 5. apríl 2018. Viktor Gísli hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands og var m.a. Í silfurliði Íslands á EM U18 ára í Króatíu sumarið 2018. Viktor Gísli lék upp yngri flokka Fram og komst fyrst í meistaraflokk 2016. Hann vakti strax athygli fyrir frammistöðu sína og var m.a. valinn efnilegasti markvörður Olís-deildarinnar 2017. Hann gekk til liðs við GOG sumarið 2019 og hefur leikið stöðugt með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu allt þetta keppnistímabil og öðlast kærkomna reynslu.Viggó Kristjánsson er 26 ára gamall Seltirningur og örvhent skytta sem lék sinn fyrsta A-landsleik 25. október síðastliðinn gegn Svíum. Síðan hefur hann bætt tveimur leikjum við í safnið. Viggó var í yngri flokkum Gróttu og lék stórt hlutverk í meistaraflokki Gróttu í handknattleik þegar liðið vann sig upp í Olís-deildina vorið 2015 og var næst markahæsti leikmaður Gróttu í deildinni keppnistímabilið 2015 til 16. Sumarið 2016 gekk Viggó til liðs við danska handknattleiksliðið Randers. Að lokinni eins árs dvöl á Jótlandi samdi Viggó við austurríska 1. deildarliðið West Wien. Hjá West Wien var Viggó í tvö keppnistímabil og var markahæsti leikmaður liðsins. Viggó flutti til Þýskalands á síðasta sumri og samdi við SC DHfK Leipzig. Vera Viggós hjá liðinu var styttri en vonir stóðu til því hann var seldur til Wetzlar í nóvember þegar liðinu vantaði örvhenta skyttu. Skrifaði hann undir samning við Wetzlar til loka leiktíðar í vor en þá gengur Viggó til liðs við TVB Stuttgart.Sveinn Jóhannsson er tvítugur línumaður danska félagsins SönderjyskE en hann er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Sveinn lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Svíum í október en hafði áður spilað með öllum yngri landsliðum Íslands. Sveinn spilaði í eitt tímabil með ÍR áður en hann fór út til Danmörku en er uppalinn í Fjölni. Guðmundur Guðmundsson hefur sjálfur gefið tíu af sautján leikmönnum íslenska landsliðsins á þessu Evrópumóti sitt fyrsta tækifæri til að spila fyrir Ísland á stórmóti. Þar af eru fjórir leikmenn sem fengu stórmótaskírn sína þegar Guðmundur þjálfaði liðið í annað skiptið frá 2008 til 2012.Nýliðar Guðmundar Guðmundssonar á HM 2019 Elvar Örn Jónsson Gísli Þorgeir Kristjánsson Sigvaldi Björn Guðjónsson Daníel Þór Ingason Haukur Þrastarson Teitur Örn Einarsson Óðinn Þór RíkharðssonNýliðar Guðmundar Guðmundssonar á EM 2020 Viktor Gísli Hallgrímsson Viggó Kristjánsson Sveinn JóhannssonHvaða þjálfari gaf hinum fyrsta tækifærið á stórmótiÞorbjörn Jensson (1) Guðjón Valur SigurðssonViggó Sigurðsson (1) Alexander PeterssonGuðmundur Guðmundsson (4) Björgvin Páll Gústavsson Aron Pálmarsson Kári Kristján Kristjánsson Ólafur GuðmundssonAron Kristjánsson (1) Arnór Þór GunnarssonGeir Sveinsson (4) Janus Daði Smárason Bjarki Már Elísson Arnar Freyr Arnarsson Ýmir Örn Gíslason
EM 2020 í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira